„Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 12:19 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir ræddu stöðu efnahagsmála í sérstakri umræðu á Alþingi í morgun. Vísir/Ívar Fannar/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins óskaði undir lok október eftir sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmála. Í ræðu sinni við umræðuna í morgun nefndi hún meðal annars stöðuna á Grundartanga hjá Elkem og Norðuráli, uppsagnir vegna falls Play og í sjávarútvegi og óvissu um veiðar á loðnu, markíl og kolmunna. „Merkin úr hagkerfinu endurspegla sama vanda, aðalhagfræðingur Landsbankans telur nær engar líkur á vaxtalækkun, verðbólga hefur hækkað og er yfir markmiði Seðlabankans. Undirliggjandi mælikvarðar ýta í sömu hátt, þetta eru veruleiki sem snertir fyrirtæki og heimili beint í gegnum fjármögnunarkjör,“ sagði Guðrún og bætti við að í þessu árferði dygðu engin innantóm slagorð heldur aðgerðir sem almenningur fyndi fyrir. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi“ Guðrún spurði hvernig ríkisstjórnin ætlaði að endurraða útgjöldum án þess að verðbólga myndi aukast og hvaða aðgerðir ríkisstjórnin sæi strax fyrir sér til að vernda störf. „Við höfum þegar séð hvað virkar þegar áföll dynja yfir og við vitum hvað virkar þegar kemur að því að efla samkeppnishæfni landsins. Ríkisstjórn sem ætlar að rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu hlýtur að átta sig á því að sú stefna sem hingað til hefur verið lögð á borð gengur þvert á öll slík loforð. Þá ræddi Guðrún hækkanir skatta og opinberra álaga og sagði það vinna gegn aukinni verðmætasköpun. Það væri það eina sem ríkisstjórnin hafi sett á dagskrá sem snerti rekstrarumhverfi fyrirtækja. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi. Óveðursskýið sem vofir yfir hagkerfinu hangir ekki í neinum hliðarveruleika við þessa ríkisstjórn.“ „Þetta eru ekki bara frasar“ Kristún Frostadóttir var til svars og sagði síðustu ríkisstjórn hafa misst stjórnina, hafi kynt undir þenslu og rekið ríkið á yfirdrætti. Óstjórn hafi verið í ríkisfjármálum. „Núna erum við að laga, við erum að ná aftur stjórn eftir óstjórn síðustu ára með stefnufestu og með því að taka erfiðar ákvarðanir, ekki gera allt fyrir alla. Með því að innleiða stöðugleika, með því að stöðva hallareksturinn, með hundrað milljarða hagræðingaðgerðum og hallalausum ríkisfjármálum í fyrsta skipti í tíu ár.“ „Þetta eru ekki bara frasar heldur liggja fyrir fjöldamörg frumvörp um þessi mál í þinginu,“ bætti Kristrún við. Ætlar ekki að fara leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks Hún sagði stóru myndina vera sú að staðan væri betri nú en í stöðu síðustu ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan hefur farið niður og verðbólgan mun fara niður á næstu misserum. Við erum að ná styrkari stjórn og munum endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi.“ „Hér á Alþingi erum við spurð á hverjum degi hvort við ætlum ekki að rífa í bremsuna og breyta um stefnu. Hvort við ætlum ekki að lækka þessa skatta og auka þessi útgjöld. Eyða meira, afla minna og auka hallann. Svarið er nei, það kemur ekki til greina. Ætlum við ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla, fara þessa leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar.“ Kristrún sagði alltaf koma upp áföll í atvinnulífi þjóðarinnar líkt og að undanförnu, þau væru alvarleg. „Almennt vil ég segja að þessi ríkisstjórn bregst ekki við með því að stíga inn í rekstur fyrirtækja heldur með almennum hætti. Við erum í góðu samtali við þróunarfélag Grundartanga um mögulegar aðgerðir, við höfum unnið þétt með Norðurþingi vegna stöðunnar sem þar er, við erum að vinna að atvinnustefnu, við erum að einfalda regluverk og við erum að höggva á hnúta í raforkumálum,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins óskaði undir lok október eftir sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmála. Í ræðu sinni við umræðuna í morgun nefndi hún meðal annars stöðuna á Grundartanga hjá Elkem og Norðuráli, uppsagnir vegna falls Play og í sjávarútvegi og óvissu um veiðar á loðnu, markíl og kolmunna. „Merkin úr hagkerfinu endurspegla sama vanda, aðalhagfræðingur Landsbankans telur nær engar líkur á vaxtalækkun, verðbólga hefur hækkað og er yfir markmiði Seðlabankans. Undirliggjandi mælikvarðar ýta í sömu hátt, þetta eru veruleiki sem snertir fyrirtæki og heimili beint í gegnum fjármögnunarkjör,“ sagði Guðrún og bætti við að í þessu árferði dygðu engin innantóm slagorð heldur aðgerðir sem almenningur fyndi fyrir. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi“ Guðrún spurði hvernig ríkisstjórnin ætlaði að endurraða útgjöldum án þess að verðbólga myndi aukast og hvaða aðgerðir ríkisstjórnin sæi strax fyrir sér til að vernda störf. „Við höfum þegar séð hvað virkar þegar áföll dynja yfir og við vitum hvað virkar þegar kemur að því að efla samkeppnishæfni landsins. Ríkisstjórn sem ætlar að rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu hlýtur að átta sig á því að sú stefna sem hingað til hefur verið lögð á borð gengur þvert á öll slík loforð. Þá ræddi Guðrún hækkanir skatta og opinberra álaga og sagði það vinna gegn aukinni verðmætasköpun. Það væri það eina sem ríkisstjórnin hafi sett á dagskrá sem snerti rekstrarumhverfi fyrirtækja. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi. Óveðursskýið sem vofir yfir hagkerfinu hangir ekki í neinum hliðarveruleika við þessa ríkisstjórn.“ „Þetta eru ekki bara frasar“ Kristún Frostadóttir var til svars og sagði síðustu ríkisstjórn hafa misst stjórnina, hafi kynt undir þenslu og rekið ríkið á yfirdrætti. Óstjórn hafi verið í ríkisfjármálum. „Núna erum við að laga, við erum að ná aftur stjórn eftir óstjórn síðustu ára með stefnufestu og með því að taka erfiðar ákvarðanir, ekki gera allt fyrir alla. Með því að innleiða stöðugleika, með því að stöðva hallareksturinn, með hundrað milljarða hagræðingaðgerðum og hallalausum ríkisfjármálum í fyrsta skipti í tíu ár.“ „Þetta eru ekki bara frasar heldur liggja fyrir fjöldamörg frumvörp um þessi mál í þinginu,“ bætti Kristrún við. Ætlar ekki að fara leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks Hún sagði stóru myndina vera sú að staðan væri betri nú en í stöðu síðustu ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan hefur farið niður og verðbólgan mun fara niður á næstu misserum. Við erum að ná styrkari stjórn og munum endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi.“ „Hér á Alþingi erum við spurð á hverjum degi hvort við ætlum ekki að rífa í bremsuna og breyta um stefnu. Hvort við ætlum ekki að lækka þessa skatta og auka þessi útgjöld. Eyða meira, afla minna og auka hallann. Svarið er nei, það kemur ekki til greina. Ætlum við ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla, fara þessa leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar.“ Kristrún sagði alltaf koma upp áföll í atvinnulífi þjóðarinnar líkt og að undanförnu, þau væru alvarleg. „Almennt vil ég segja að þessi ríkisstjórn bregst ekki við með því að stíga inn í rekstur fyrirtækja heldur með almennum hætti. Við erum í góðu samtali við þróunarfélag Grundartanga um mögulegar aðgerðir, við höfum unnið þétt með Norðurþingi vegna stöðunnar sem þar er, við erum að vinna að atvinnustefnu, við erum að einfalda regluverk og við erum að höggva á hnúta í raforkumálum,“ sagði Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira