Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Agnar Már Másson skrifar 8. nóvember 2025 12:48 Flutningaskipið er í eigu þýskrar útgerðar en Eimskip hafði það á leigu. Landhelgisgæslan Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu. Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu.
Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira