Innlent

Sonurinn týndur síðan í ágúst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Harpa og Pedro í Barcelona í júlí.
Harpa og Pedro í Barcelona í júlí.

Íslenskur maður á þrítugsaldri að nafni Pedro Snær Riveros hefur verið týndur á Spáni síðan í ágúst. Móðir hans lýsir eftir drengnum sínum á samfélagsmiðlum en málið er á borði alþjóðadeildar lögreglunnar.

Þetta staðfestir samskiptastjóri ríkislögreglustjóra við Vísi. Harpa Þórisdóttir móðir drengsins lýsir eftir honum á Facebook. Þar segist hún síðast hafa hitt hann í lok júlí í Barcelona á Spáni.

„Stóri strákurinn minn hann Pedro Snær Riveros (Piti) er búinn að vera týndur síðan í byrjun ágúst. Hann sagðist vera á leið að vinna á skipinu Allure of the Seas sem kokkur. Það hefur ekki heyrst til hans síðan. Ef þið eruð á vappi um heiminn gætuð þið haft augun opin.“

Ekkert hafi komið út úr vinnu lögreglu vegna málsins „Vil bæta því við að hann er ekki í neinu rugli, smakkar ekki einu sinni áfengi. Mjög heilbrigður drengur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×