Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2025 13:01 Heimir Hallgrímsson skælbrosandi á Puskas Arena í Búdapest, eftir sigurinn ótrúlega gegn Ungverjum. Hann fer með Íra í HM-umspilið í lok mars. Getty/Stephen McCarthy Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu eru komnir inn í HM-umspilið, sem Íslendingar stefna einnig á, eftir óhemju mikla spennu og dramatík í Búdapest í dag. Það bjuggust sjálfsagt afar fáir við að Írar næðu inn í umspilið áður en þeir unnu Portúgal 2-0 á fimmtudaginn, og svo Ungverja í Búdapest í dag, 3-2. Ungverjar komust auk þess tvívegis yfir í leiknum en Írar náðu með ótrúlegri þrautseigju að jafna metin á 80. mínútu og skora svo sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma. Út brutust gríðarleg fagnaðarlæti og ljóst að Heimir verður hylltur sem þjóðhetja eftir þessa mögnuðu frammistöðu í síðustu tveimur leikjum. Heimir Hallgrímsson með Johnny Kenny, glaðbeittur eftir sigurinn magnaða í Búdapest í dag.Getty/Stephen McCarthy Það var Troy Parrott sem skoraði öll þrjú mörk Íra í dag, eftir að hafa skorað tvennu gegn Portúgal, svo síðustu fjórir dagar hafa verið sannkallaður draumur fyrir þennan 23 ára gamla framherja AZ í Hollandi. Nú er sá möguleiki fyrir hendi að Írland og Ísland mætist í HM-umspilinu en það skýrist eftir leik Íslendinga við Úkraínu í dag. Dregið verður í HM-umspilið næsta fimmtudag og munu Írar þurfa að slá út tvo andstæðinga, í stökum leikjum í lok mars, til að komast á sjálft heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Portúgal beint á HM eftir flugeldasýningu Í riðli Íra og Ungverja enduðu Portúgalar efstir, með ótrúlegum 9-1 sigri gegn Armeníu í fjarveru Cristiano Ronaldo. Joao Neves og Bruno Fernandes skoruðu þrennu hvor í leiknum. Portúgal endaði með 13 stig á toppnum og fer beint á HM. Írland fékk 10 stig, Ungverjaland 8 og Armenía 3. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu eru komnir inn í HM-umspilið, sem Íslendingar stefna einnig á, eftir óhemju mikla spennu og dramatík í Búdapest í dag. Það bjuggust sjálfsagt afar fáir við að Írar næðu inn í umspilið áður en þeir unnu Portúgal 2-0 á fimmtudaginn, og svo Ungverja í Búdapest í dag, 3-2. Ungverjar komust auk þess tvívegis yfir í leiknum en Írar náðu með ótrúlegri þrautseigju að jafna metin á 80. mínútu og skora svo sigurmark á sjöttu mínútu uppbótartíma. Út brutust gríðarleg fagnaðarlæti og ljóst að Heimir verður hylltur sem þjóðhetja eftir þessa mögnuðu frammistöðu í síðustu tveimur leikjum. Heimir Hallgrímsson með Johnny Kenny, glaðbeittur eftir sigurinn magnaða í Búdapest í dag.Getty/Stephen McCarthy Það var Troy Parrott sem skoraði öll þrjú mörk Íra í dag, eftir að hafa skorað tvennu gegn Portúgal, svo síðustu fjórir dagar hafa verið sannkallaður draumur fyrir þennan 23 ára gamla framherja AZ í Hollandi. Nú er sá möguleiki fyrir hendi að Írland og Ísland mætist í HM-umspilinu en það skýrist eftir leik Íslendinga við Úkraínu í dag. Dregið verður í HM-umspilið næsta fimmtudag og munu Írar þurfa að slá út tvo andstæðinga, í stökum leikjum í lok mars, til að komast á sjálft heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Portúgal beint á HM eftir flugeldasýningu Í riðli Íra og Ungverja enduðu Portúgalar efstir, með ótrúlegum 9-1 sigri gegn Armeníu í fjarveru Cristiano Ronaldo. Joao Neves og Bruno Fernandes skoruðu þrennu hvor í leiknum. Portúgal endaði með 13 stig á toppnum og fer beint á HM. Írland fékk 10 stig, Ungverjaland 8 og Armenía 3.