„Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:31 Andri Lucas Guðjohnsen er spenntur. vísir/Anton Ísland og Úkraína mætast kl 17:00 í dag í leik um 2. sæti D-riðils í undankeppni HM 2026. Það er mikið undir en sigur eða jafntefli dugir Íslandi til þess að komast í umspil um sæti á HM. Leikurinn er kl 17:00 og er í opinni dagskrá á Sýn Sport. „Taugarnar eru ágætar, það er auðvitað smá spenna og maður er með fiðring í maganum en ég held að það sýni bara hvað þetta er mikilvægur leikur. Ég er mjög spenntur,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Íslands, í viðtali við Val Pál Eiríksson rétt fyrir leik. Brynjólfur Willumsson er óvænt í byrjunarliði Íslands í dag og fær stórt verkefni í hendurnar. Hann hefur komið inn sem varamaður í fjórum leikjum í undankeppninni til þessa. „Hann er auðvitað mjög góður leikmaður og ég kann svolítið á Binna. Hann vill kannski koma meira í lappir á meðan ég get þá farið djúpt. Ég hugsa að við getum gert góða hluti í dag tveir saman frammi.“ Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Willumsson munu eiga við varnarjaxla Úkraínumanna. „Þeir eru auðvitað mjög góðir og spila í flottum klúbbum en á sama tíma erum við með mjög góða leikmenn. Við viljum auðvitað sækja mikið á þá og vonandi munum við gera það.“ Jafntefli og sigur kemur Íslandi í umspilið fyrir HM í fótbolta í mars á næsta ári. Andri Lucas telur mikilvægt að liðið lesi leikinn og séu óhræddir við að reyna við sigur. „Við þurfum að lesa í leikinn og sérstaklega þegar líður aðeins á. Við þurfum að vera meðvitaðir að jafntefli dugir en á sama viljum við alltaf vinna og við þurfum að vera óhræddir við að vinna þennan leik.“ HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
„Taugarnar eru ágætar, það er auðvitað smá spenna og maður er með fiðring í maganum en ég held að það sýni bara hvað þetta er mikilvægur leikur. Ég er mjög spenntur,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Íslands, í viðtali við Val Pál Eiríksson rétt fyrir leik. Brynjólfur Willumsson er óvænt í byrjunarliði Íslands í dag og fær stórt verkefni í hendurnar. Hann hefur komið inn sem varamaður í fjórum leikjum í undankeppninni til þessa. „Hann er auðvitað mjög góður leikmaður og ég kann svolítið á Binna. Hann vill kannski koma meira í lappir á meðan ég get þá farið djúpt. Ég hugsa að við getum gert góða hluti í dag tveir saman frammi.“ Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Willumsson munu eiga við varnarjaxla Úkraínumanna. „Þeir eru auðvitað mjög góðir og spila í flottum klúbbum en á sama tíma erum við með mjög góða leikmenn. Við viljum auðvitað sækja mikið á þá og vonandi munum við gera það.“ Jafntefli og sigur kemur Íslandi í umspilið fyrir HM í fótbolta í mars á næsta ári. Andri Lucas telur mikilvægt að liðið lesi leikinn og séu óhræddir við að reyna við sigur. „Við þurfum að lesa í leikinn og sérstaklega þegar líður aðeins á. Við þurfum að vera meðvitaðir að jafntefli dugir en á sama viljum við alltaf vinna og við þurfum að vera óhræddir við að vinna þennan leik.“
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira