Innlent

Gulli Reynis látinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Gunnlaugur Reynisson fæddist árið 1966 og var 58 ára þegar hann lést.
Gunnlaugur Reynisson fæddist árið 1966 og var 58 ára þegar hann lést.

Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Reynisson, eða Gulli Reynis, er fallinn frá. Eiginkona hans, Erla Björk Hauksdóttir, tilkynnti um andlát hans í dag.

„Kæru vinir og vandamenn, hann Gulli okkar lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein snemma í morgun á Líknardeild Landspítalans. Fjölskyldan þakkar þann hlýhug sem honum var sýndur í veikindum sínum,“ segir í tilkynningu sem hún setti á Facebook-síðu sína.

Gunnlaugur sagði frá því í viðtali við Mannlíf í sumar að hann hefði greinst með krabbamein í fyrra og var sagt í desember í fyrra að lyfin væru hætt að virka á meinið. 

Gunnlaugur var vinsæll trúbador á skemmtistöðum um árabil. Hann fædd­ist 1. des­em­ber 1966 í Reykja­vík. For­eldr­ar hans eru Reyn­ir Har­alds­son, múr­ara­meist­ari og leigu­bif­reiðar­stjóri í Reykja­vík, fædd­ur 3. júní 1942, og Jóna Gunn­laugs­dótt­ir, fyrr­ver­andi starfsmaður Rík­is­spít­al­anna, fædd 9. janú­ar 1935. Eldri syst­ur hans eru Hjör­dís Kristjáns­dótt­ir, f. 1960, og Linda Björk Ólafs­dótt­ir, f. 1961. Tví­bura­bróðir hans var Haraldur Reynisson. 

Gunnlaugur hélt þrenna þrenna tónleika til heiðurs tvíburabróður sínum, Haraldi Reynissyni, sem lést árið 2019 aðeins 52 ára. Árið 2021 gaf hann út plötuna Söngur vesturfarans með óútgefnum lögum bróður síns. Fjallað var um útgáfuna á vef RÚV á þeim tíma.


Tengdar fréttir

Halli Reynis látinn

Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, er fallinn frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×