Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Pálmi Þórsson skrifar 20. nóvember 2025 21:00 Tindastóll sá aldrei til sólar í kvöld. vísir/Diego Grindavík gjörsigraði Tindastól 91-75 í toppslag 8. umferðar Bónus deildar karla. Stólarnir sáu aldrei til sólar og Grindvíkingar stigu skrefinu fram úr, enn ósigraðir. Fyrir leikinn var búið að vera mikið umtal um Deandre Kane sem var síðan settur í bann fyrir háttsemi sína gegn ÍR í síðustu viku. Leikurinn var aldrei spennandi þátt fyrir það. Grindvíkingar tóku öll völd frá fyrstu mínútu. Þeir lokuðu teignum varnarlega sem leiddi til þess að Tindastóll treystu á þriggja stiga skotið sem heldur betur brást þeim. 3/19 í þriggja stiga skotum Í fyrri hálfleik hittu þeir einungis úr 3 þriggja stiga skotum úr 19 tilraunum og töpuðu boltanum 14 sinnum einnig. Það leiddi til þess að Grindvíkingar voru verðlaunaðir sóknarlega og fengu auðveldar körfur en einnig hittu þeir vel fyrir utan. Staðan í hálfleik var 51-30 og engin leið auðsjáanleg fyrir gestina að koma til baka úr þessu. Shabazz óstöðvandi Seinni hálfleikur fór ekkert betur af stað fyrir Stólana en þegar þeim tókst að gera eitthvað sóknarlega þá taldi það bara svo lítið því hinum megin var Khalil Shabazz að leika listir sínar. Hann endaði leikinn með 33 stig í öllum regnbogans litum og gaf 7 stoðsendingar. Arnór Tristan tók það á sig að hjálpa honum í stigaskorinu, með 20 stig. Áhugaverðar lokamínútur Síðustu fimm mínútur leiksins voru samt sem áður áhugaverðar. Tindastólsmenn áttu sinn langbesta kafla en Grindvíkingum leið vel og fóru aðeins að slaka á. Leikurinn endaði samt með stórsigri Grindavík 91-75 og sitja þeir einir taplausir á toppnum á leið í landsleikjahlé. Atvik leiksins Það voru eiginlega engin merkileg atvik í þessum leik. Bara góður Grindavíkursigur. Stjörnur og skúrkar Stjörnurnar eru auðvitað Khalil Shabazz og Arnór Tristan en sú óvænta er hann Unnsteinn Rúnar Kárason sem kom inn af bekknum hjá Grindavík og smellti í 11 stig ásamt því að spila hörkuvörn. Dómarar Sigmundur Már, Jakob Árni og Bjarni Hliðkvist voru með allt í teskeið í þessum leik. Héldu flæði og stýrðu leiknum þokkalega. Sluppu samt við að taka einhverjar virkilega stórar ákvarðanir. Stemning og umgjörð Bullandi stemning í Grindavík. Vel mætt báðum megin en partýið var Grindavíkurmegin. Viðtöl „Ég er bara mjög sáttur með mitt lið“ Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var brattur eftir sigur sinna manna í kvöld. „Ég er bara mjög sáttur með mitt lið. Bara liðið í heild sinni og frammistöðuna. Vorum góðir sérstaklega varnarlega í fyrri hálfleik. Bjuggum til forskot sem þeir náðu ekki að brúa. Vitað mál að þeir eru með gott lið og myndu koma til baka og allt það en við stóðumst það áhlaup og gerðum það vel. Góður sigur og geggjuð frammistaða.“ En varnarleikurinn var einmitt frábær. „Ef ég ætti að setja út á eitthvað þá fengu þeir mikið af sóknarfráköstum en þeir hittu illa og voru á tímabili að henda múrsteinum eins og sagt er. Mikið af fráköstum í boði og allt það. En við erum hreyfanlegir í vörn og lyftum hvor öðrum upp. Tveir lykilmenn meiddir og svo fer Ólafur í lærinu. En bara risa hrós á strákana. Ragga, Unnstein og Arnór var geggjaður“ bætti Jóhann við en Unnsteinn átti frábæra innkomu inn í þennan leik. „Hann hefur bara fengið lítið að spila og þetta heitir bara að grípa gæsina þegar hún gefst og hann gerði það svo sannarlega. Stóð sig virkilega vel á báðum endum. Bæði vörn og sókn var meira að segja óheppinn sóknarlega á köflum. Ef þetta hefði dottið aðeins betur fyrir hann þá hefði hann endað í 15 eða 20 stigum“sagði Jóhann Þór að lokum. „Ég tækla bara það hlutverk sem er gefið mér“ Arnór Tristan Helgason hefur staðið sig stórkostlega á tímabilinu. Vísir/Anton Brink Arnór Tristan Helgason átti frábæran leik í kvöld og steig vel upp í fjarveru DeAndre Kane. „Bara geðveikt að vinna þennan leik á móti svona stóru liði. Sérstaklega með þrjá menn niður. Bara ógeðslega sáttur hvernig við komum saman og treystum hvor öðrum. Mér líður bar vel og mjög sáttur með liðið“ sagði Arnór brattur en það vantaði einmitt menn í liðið en aðrir stigu bara upp. „Unnsteinn og Raggi stigu bara upp. Við höfðum alltaf trú á bekknum. Þótt að Kane sé úti þá áttum við alltaf séns. Það héldu allir að við áttum að tapa þessu en ég hafði trú.“ En umræðan er einmitt um Grindavík sé ekki með næga breidd en Arnór er ósammála því. „Við erum líka með Nökkva og Isiah á bekknum. Ég mundi alveg segja að við séum bara vel settir. Sýndum það núna að allir eru tilbúnir að stíga upp.“ Bætti hann svo við. En uppgangur Arnórs síðustu ár hefur verið frábært að fylgjast með en við hverju býst hann við af sér á þessu tímabili. „Það er bara það sama. Ef ég þarf að skora þá er ég til í það. Ef ég þarf að leggja áherslu á vörn þá geri ég það. Ég tækla bara það hlutverk sem er gefið mér. Það má bara búast við því af mér.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Tindastóll
Grindavík gjörsigraði Tindastól 91-75 í toppslag 8. umferðar Bónus deildar karla. Stólarnir sáu aldrei til sólar og Grindvíkingar stigu skrefinu fram úr, enn ósigraðir. Fyrir leikinn var búið að vera mikið umtal um Deandre Kane sem var síðan settur í bann fyrir háttsemi sína gegn ÍR í síðustu viku. Leikurinn var aldrei spennandi þátt fyrir það. Grindvíkingar tóku öll völd frá fyrstu mínútu. Þeir lokuðu teignum varnarlega sem leiddi til þess að Tindastóll treystu á þriggja stiga skotið sem heldur betur brást þeim. 3/19 í þriggja stiga skotum Í fyrri hálfleik hittu þeir einungis úr 3 þriggja stiga skotum úr 19 tilraunum og töpuðu boltanum 14 sinnum einnig. Það leiddi til þess að Grindvíkingar voru verðlaunaðir sóknarlega og fengu auðveldar körfur en einnig hittu þeir vel fyrir utan. Staðan í hálfleik var 51-30 og engin leið auðsjáanleg fyrir gestina að koma til baka úr þessu. Shabazz óstöðvandi Seinni hálfleikur fór ekkert betur af stað fyrir Stólana en þegar þeim tókst að gera eitthvað sóknarlega þá taldi það bara svo lítið því hinum megin var Khalil Shabazz að leika listir sínar. Hann endaði leikinn með 33 stig í öllum regnbogans litum og gaf 7 stoðsendingar. Arnór Tristan tók það á sig að hjálpa honum í stigaskorinu, með 20 stig. Áhugaverðar lokamínútur Síðustu fimm mínútur leiksins voru samt sem áður áhugaverðar. Tindastólsmenn áttu sinn langbesta kafla en Grindvíkingum leið vel og fóru aðeins að slaka á. Leikurinn endaði samt með stórsigri Grindavík 91-75 og sitja þeir einir taplausir á toppnum á leið í landsleikjahlé. Atvik leiksins Það voru eiginlega engin merkileg atvik í þessum leik. Bara góður Grindavíkursigur. Stjörnur og skúrkar Stjörnurnar eru auðvitað Khalil Shabazz og Arnór Tristan en sú óvænta er hann Unnsteinn Rúnar Kárason sem kom inn af bekknum hjá Grindavík og smellti í 11 stig ásamt því að spila hörkuvörn. Dómarar Sigmundur Már, Jakob Árni og Bjarni Hliðkvist voru með allt í teskeið í þessum leik. Héldu flæði og stýrðu leiknum þokkalega. Sluppu samt við að taka einhverjar virkilega stórar ákvarðanir. Stemning og umgjörð Bullandi stemning í Grindavík. Vel mætt báðum megin en partýið var Grindavíkurmegin. Viðtöl „Ég er bara mjög sáttur með mitt lið“ Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var brattur eftir sigur sinna manna í kvöld. „Ég er bara mjög sáttur með mitt lið. Bara liðið í heild sinni og frammistöðuna. Vorum góðir sérstaklega varnarlega í fyrri hálfleik. Bjuggum til forskot sem þeir náðu ekki að brúa. Vitað mál að þeir eru með gott lið og myndu koma til baka og allt það en við stóðumst það áhlaup og gerðum það vel. Góður sigur og geggjuð frammistaða.“ En varnarleikurinn var einmitt frábær. „Ef ég ætti að setja út á eitthvað þá fengu þeir mikið af sóknarfráköstum en þeir hittu illa og voru á tímabili að henda múrsteinum eins og sagt er. Mikið af fráköstum í boði og allt það. En við erum hreyfanlegir í vörn og lyftum hvor öðrum upp. Tveir lykilmenn meiddir og svo fer Ólafur í lærinu. En bara risa hrós á strákana. Ragga, Unnstein og Arnór var geggjaður“ bætti Jóhann við en Unnsteinn átti frábæra innkomu inn í þennan leik. „Hann hefur bara fengið lítið að spila og þetta heitir bara að grípa gæsina þegar hún gefst og hann gerði það svo sannarlega. Stóð sig virkilega vel á báðum endum. Bæði vörn og sókn var meira að segja óheppinn sóknarlega á köflum. Ef þetta hefði dottið aðeins betur fyrir hann þá hefði hann endað í 15 eða 20 stigum“sagði Jóhann Þór að lokum. „Ég tækla bara það hlutverk sem er gefið mér“ Arnór Tristan Helgason hefur staðið sig stórkostlega á tímabilinu. Vísir/Anton Brink Arnór Tristan Helgason átti frábæran leik í kvöld og steig vel upp í fjarveru DeAndre Kane. „Bara geðveikt að vinna þennan leik á móti svona stóru liði. Sérstaklega með þrjá menn niður. Bara ógeðslega sáttur hvernig við komum saman og treystum hvor öðrum. Mér líður bar vel og mjög sáttur með liðið“ sagði Arnór brattur en það vantaði einmitt menn í liðið en aðrir stigu bara upp. „Unnsteinn og Raggi stigu bara upp. Við höfðum alltaf trú á bekknum. Þótt að Kane sé úti þá áttum við alltaf séns. Það héldu allir að við áttum að tapa þessu en ég hafði trú.“ En umræðan er einmitt um Grindavík sé ekki með næga breidd en Arnór er ósammála því. „Við erum líka með Nökkva og Isiah á bekknum. Ég mundi alveg segja að við séum bara vel settir. Sýndum það núna að allir eru tilbúnir að stíga upp.“ Bætti hann svo við. En uppgangur Arnórs síðustu ár hefur verið frábært að fylgjast með en við hverju býst hann við af sér á þessu tímabili. „Það er bara það sama. Ef ég þarf að skora þá er ég til í það. Ef ég þarf að leggja áherslu á vörn þá geri ég það. Ég tækla bara það hlutverk sem er gefið mér. Það má bara búast við því af mér.“