Svakalegur lax á Snæfellsnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 15:00 Jóhannes með Haffjarðarárjötunninn eins og hann kallar hænginn, karlkyns laxinn. Kalda Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf. Jóhannes, sem hefur talað mjög fyrir verndun íslenska laxastofnsins, greinir frá rannsóknarveiðum sínum í færslu á Facebook. Risalaxinn var 105 cm á lengd og með ummál upp á 50 cm. Veiðiuggi á stærð við bakugga smálaxa Um var að ræða karlkyns fisk, hæng, sem kominn var í höfðinglegan hrygningarbúning með tilheyrandi krók í yfirstærð. Þá skartaði hann veiðiugga á stærð við bakugga smálaxa og hefur fengið viðurnefnið Haffjarðarárjötunninn sökum stærðar og líkamlegs atgervis. Við skoðun kom í ljós að laxinn var runninn frá hrygningu í ánni haustið 2019. Sá stóri í návígi.Kalda „Sem hrogn dvaldi hann í malarbotni Haffjarðarár um veturinn þar til hann hængur vor klaktist úr hrogninu sumarið 2020. Þá upphófst býsna sögulegt líf þessa lífseiga upprennandi laxajötuns Haffjarðarár.“ Laxinn var hraðvaxta og gekk til sjávar sem gönguseiði á þriðja sumri sínu árið 2022. Á ætisslóðum sínum í hafi dvaldi laxinn í tvö ár en gekk svo til hrygningar í Haffjarðará í fyrsta sinn sumarið 2024. Við hrygningu þegar hann náðist Vorið 2025 gekk laxinn í sjó öðru sinni á ævinni til að sækja sér æti í úthafinu. Hann dvaldi í hafi fram eftir sumri þar til hann gekk til hrygningar öðru sinni í Haffjarðará – nú í sumar þá rúmlega sex ára gamall. Þar tók laxinn þátt í hrygningu í haust og var enn við þá iðju nú í vetrarbyrjun þegar Jóhannes fékk hann í búrið. Búrið sem laxarnir synda inn í á efri myndinni. Jóhannes með háfinn á þeirri neðri.Kalda Jóhannes segir glæsilega ásýnd laxins til fagurs vitnisburðar um gott ástand laxastofnsins í Haffjarðará, sem notið hafi verndar áreiganda á umbrotatímum laxins. „Í Haffjarðará hefur eigandi árinnar Óttar Yngvason staðið fyrir margs konar aðgerðum á undanförnum árum til að verjast erfðablöndun vegna ágengni sjókvíaeldislaxa í þá þjóðþekktu fögru laxveiðiá,“ segir Jóhannes. Ein þeirra aðgerða felist í því að safna og varðveita erfðaefni laxastofns árinnar til langrar framtíðar. Fallegur dagur við Haffjarðará.Jóhannes Sturlaugsson „Þeirri fyrirbyggjandi varnaraðgerð gengur út á að geta brugðist við ágengni sjókvíaeldislaxa. Komi til þess að sjókvíaeldislaxar skaði erfðamengi laxastofns árinnar þá verður hægt í nauðvörn að notast við upprunalegt erfðaefni frá sviljafrystingu við undaneldi og tilheyrandi fiskrækt til að vinda ofan af slíkum erfðaskaða.“ Laxinn kreistur og svilin djúpfryst Svil er sæði úr karlkyns fiski. Erfðaefni er varðveitt með því að drjúpfrysta svil laxahænga með sérstakri aðferðafræði en slíkt er ekki mögulegt að gera með hrognin. Jóhannes hefur síðustu þrjú ár veitt hænga fyrir Óttar á hrygningartíma til að afla svilja til frystingar og flutt þá lifandi í flutningskerjum á rannsóknastöðina að Hesti í Borgarfirði þar sem laxinn er kreistur og svilin djúpfryst. Þegar laxahængarnir mæti á rannsóknastöðina bíði eftir þeim einvala lið sérfræðinga í frystingu laxasvilja, þau Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður, Jónas Jónasson líffræðingur og Roasana Estevez sérfræðingur. Sviljakreisting framkvæmd á rannsóknarstöðinni Hesti.Kalda „Þessi varnaraðgerð Óttars vitnar um framsýni á ögurtímum sem hann á lof skilið fyrir líkt og svo margt annað sem hann hefur lagt á sig til að verja villta íslenska laxastofna fyrir þeim skaða sem laxeldi í sjókvíum hér við land fylgir.“ Algjör gæðasvil Við hæfi sé að kalla sviljabirgðir af þessu tagi erfðaverndarsjóð og víst sé að umræddar sviljabirgðir þær sem Óttar hafi komið upp séu sannarlega erfðaverndarsjóður Haffjarðarár. „Þau svil sem þessi lífseigi Haffjarðarárjötunn átti enn í fórum sínum við fund okkar að næturlagi í Haffjarðará, reyndust sannarlega vera gæðasvil. Svil jötunsins voru djúpfryst og eru geymd framtíð Haffjarðarár til handa.“ Lax Fiskeldi Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Jóhannes, sem hefur talað mjög fyrir verndun íslenska laxastofnsins, greinir frá rannsóknarveiðum sínum í færslu á Facebook. Risalaxinn var 105 cm á lengd og með ummál upp á 50 cm. Veiðiuggi á stærð við bakugga smálaxa Um var að ræða karlkyns fisk, hæng, sem kominn var í höfðinglegan hrygningarbúning með tilheyrandi krók í yfirstærð. Þá skartaði hann veiðiugga á stærð við bakugga smálaxa og hefur fengið viðurnefnið Haffjarðarárjötunninn sökum stærðar og líkamlegs atgervis. Við skoðun kom í ljós að laxinn var runninn frá hrygningu í ánni haustið 2019. Sá stóri í návígi.Kalda „Sem hrogn dvaldi hann í malarbotni Haffjarðarár um veturinn þar til hann hængur vor klaktist úr hrogninu sumarið 2020. Þá upphófst býsna sögulegt líf þessa lífseiga upprennandi laxajötuns Haffjarðarár.“ Laxinn var hraðvaxta og gekk til sjávar sem gönguseiði á þriðja sumri sínu árið 2022. Á ætisslóðum sínum í hafi dvaldi laxinn í tvö ár en gekk svo til hrygningar í Haffjarðará í fyrsta sinn sumarið 2024. Við hrygningu þegar hann náðist Vorið 2025 gekk laxinn í sjó öðru sinni á ævinni til að sækja sér æti í úthafinu. Hann dvaldi í hafi fram eftir sumri þar til hann gekk til hrygningar öðru sinni í Haffjarðará – nú í sumar þá rúmlega sex ára gamall. Þar tók laxinn þátt í hrygningu í haust og var enn við þá iðju nú í vetrarbyrjun þegar Jóhannes fékk hann í búrið. Búrið sem laxarnir synda inn í á efri myndinni. Jóhannes með háfinn á þeirri neðri.Kalda Jóhannes segir glæsilega ásýnd laxins til fagurs vitnisburðar um gott ástand laxastofnsins í Haffjarðará, sem notið hafi verndar áreiganda á umbrotatímum laxins. „Í Haffjarðará hefur eigandi árinnar Óttar Yngvason staðið fyrir margs konar aðgerðum á undanförnum árum til að verjast erfðablöndun vegna ágengni sjókvíaeldislaxa í þá þjóðþekktu fögru laxveiðiá,“ segir Jóhannes. Ein þeirra aðgerða felist í því að safna og varðveita erfðaefni laxastofns árinnar til langrar framtíðar. Fallegur dagur við Haffjarðará.Jóhannes Sturlaugsson „Þeirri fyrirbyggjandi varnaraðgerð gengur út á að geta brugðist við ágengni sjókvíaeldislaxa. Komi til þess að sjókvíaeldislaxar skaði erfðamengi laxastofns árinnar þá verður hægt í nauðvörn að notast við upprunalegt erfðaefni frá sviljafrystingu við undaneldi og tilheyrandi fiskrækt til að vinda ofan af slíkum erfðaskaða.“ Laxinn kreistur og svilin djúpfryst Svil er sæði úr karlkyns fiski. Erfðaefni er varðveitt með því að drjúpfrysta svil laxahænga með sérstakri aðferðafræði en slíkt er ekki mögulegt að gera með hrognin. Jóhannes hefur síðustu þrjú ár veitt hænga fyrir Óttar á hrygningartíma til að afla svilja til frystingar og flutt þá lifandi í flutningskerjum á rannsóknastöðina að Hesti í Borgarfirði þar sem laxinn er kreistur og svilin djúpfryst. Þegar laxahængarnir mæti á rannsóknastöðina bíði eftir þeim einvala lið sérfræðinga í frystingu laxasvilja, þau Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður, Jónas Jónasson líffræðingur og Roasana Estevez sérfræðingur. Sviljakreisting framkvæmd á rannsóknarstöðinni Hesti.Kalda „Þessi varnaraðgerð Óttars vitnar um framsýni á ögurtímum sem hann á lof skilið fyrir líkt og svo margt annað sem hann hefur lagt á sig til að verja villta íslenska laxastofna fyrir þeim skaða sem laxeldi í sjókvíum hér við land fylgir.“ Algjör gæðasvil Við hæfi sé að kalla sviljabirgðir af þessu tagi erfðaverndarsjóð og víst sé að umræddar sviljabirgðir þær sem Óttar hafi komið upp séu sannarlega erfðaverndarsjóður Haffjarðarár. „Þau svil sem þessi lífseigi Haffjarðarárjötunn átti enn í fórum sínum við fund okkar að næturlagi í Haffjarðará, reyndust sannarlega vera gæðasvil. Svil jötunsins voru djúpfryst og eru geymd framtíð Haffjarðarár til handa.“
Lax Fiskeldi Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira