Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 09:03 Þær Þuríður Sverrisdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir eru báðar mæður einhverfra barna. Bylgjan Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli. Þær Þuríður Sverrisdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir eru báðar mæður einhverfra barna og hafa ásamt öðrum sett af stað herferð með það að markmiði að skora á stjórnvöld að draga úr biðlistum, einkum hjá talmeinafæðingum, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð barna. Á heimasíðunni bidlisti.is hafa þær sett af stað vitundarvakningu og undirskriftalista sem er „ákall til stjórnvalda að bregðast við svartholi biðlistanna.“ Vigdís og Þuríður voru til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er olnbogabarn ríkisins,“ segir Þuríður um málaflokkinn um leið og hún bendir á að hann hafi ítrekað verið látinn flakka á milli ráðuneyta. „Ég skrifaði grein í byrjun október og Guðrún Hafsteinsdóttir tók það fyrir í opinni fyrirspurn á þingi. Og þá tókum við okkur saman og hlupum af stað með verkefnið,“ segir Vigdís. Fjögurra ára í dag en að óbreyttu á biðlista þar til hann verður átta Þær tilheyra hópi foreldra barna með sérþarfir sem hafa sameinast í baráttu sinni fyrir „réttlátri og skilvirkri þjónustu“ líkt og það er orðað á heimasíðunni. „Við bara kynntumst í gegnum drengina okkar. Við erum með drengina okkar í sama skóla, ég og Vigdís, og hún einmitt í þessari grein sem hún skrifaði nefndi hún dæmi um minn son. Að hann sé búinn að bíða í 20 mánuði og á 38 mánuði eftir og hann er ekki að fara að komast að hjá talmeinafræðingi fyrr en hann verður á áttunda ári og hann er fjögurra ára í dag,“ segir Þuríður. Þær hafi byrjað að tala saman þar sem Þuríður var að fá öðruvísi þjónustu fyrir sinn son en Vigdís, jafnvel þótt þær byggju í sama bæjarfélaginu og við sama þjónustukerfi. „Það er sjaldnast að allir sitji við sama borð þegar kemur að þessum málaflokki. Það er líka mismunandi eftir sveitarfélögum og þeir eru líka bara mjög mismunandi strákarnir okkar,“ segir Vigdís. „Alræmdir biðlistar“ í Sjúkratryggingakerfinu Drengirnir þeirra glími báðir við mjög hamlandi einhverfu, en eru ólíkir sem einstaklingar en í viðtalinu hér að ofan má heyra mæðurnar lýsa því betur hvernig sú þjónusta sem kerfið þó býður upp á hefur reynst. „Þegar þú ert kominn undir Sjúkratryggingar þá ertu settur á alræmda biðlista, þá var þjónustunni við okkur frá sveitarfélaginu henni var bara kippt úr sambandi og við erum á bið,“ segir Þuríður. Reynsla Vigdísar er önnur en sonur hennar sem er með töluvert hamlandi einhverfu var aldrei í þjónustu hjá sveitarfélaginu heldur féll beint inn í kerfi Sjúkratrygginga. „Þá þurftum við bara að finna alla biðlista sem voru í boði. Það eru margir sem eru ekki einu sinni með opið á biðlistana sína, margar stofur talmeinafræðinga,“ segir Vigdís. Engin forgangsröðun og alvarlegar afleiðingar En hvaða afleiðingar hefur það fyrir barn að fá ekki þjónustu hjá talmeinafræðingi? „Það hefur alvarlegar afleiðingar, og það er einmitt þetta að með snemmtækri íhlutun er hægt að afstýra frekari fötlun. Það liggur í orðanna hljóðan að þetta er bara grafalvarleg staða,“ segir Þuríður. Víða sé pottur brotinn í kerfinu, biðlistar ekki miðlægir og heldur engin forgangsröðun sem dæmi. „Það er enginn forgangur. Þessi mikið fötluðu börn þau eru í sömu röð og þeir sem eiga við framburðarvanda, sem ég er heldur ekki að gera lítið úr, en þetta er allt annað. Okkar drengir eru með fötlunargreiningu, þeir standa höllum fæti og eiga það sameiginlegt að geta ekki tjáð sig.“ Einhverfa Heilbrigðismál Félagsmál Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Bítið Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Þær Þuríður Sverrisdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir eru báðar mæður einhverfra barna og hafa ásamt öðrum sett af stað herferð með það að markmiði að skora á stjórnvöld að draga úr biðlistum, einkum hjá talmeinafæðingum, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð barna. Á heimasíðunni bidlisti.is hafa þær sett af stað vitundarvakningu og undirskriftalista sem er „ákall til stjórnvalda að bregðast við svartholi biðlistanna.“ Vigdís og Þuríður voru til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er olnbogabarn ríkisins,“ segir Þuríður um málaflokkinn um leið og hún bendir á að hann hafi ítrekað verið látinn flakka á milli ráðuneyta. „Ég skrifaði grein í byrjun október og Guðrún Hafsteinsdóttir tók það fyrir í opinni fyrirspurn á þingi. Og þá tókum við okkur saman og hlupum af stað með verkefnið,“ segir Vigdís. Fjögurra ára í dag en að óbreyttu á biðlista þar til hann verður átta Þær tilheyra hópi foreldra barna með sérþarfir sem hafa sameinast í baráttu sinni fyrir „réttlátri og skilvirkri þjónustu“ líkt og það er orðað á heimasíðunni. „Við bara kynntumst í gegnum drengina okkar. Við erum með drengina okkar í sama skóla, ég og Vigdís, og hún einmitt í þessari grein sem hún skrifaði nefndi hún dæmi um minn son. Að hann sé búinn að bíða í 20 mánuði og á 38 mánuði eftir og hann er ekki að fara að komast að hjá talmeinafræðingi fyrr en hann verður á áttunda ári og hann er fjögurra ára í dag,“ segir Þuríður. Þær hafi byrjað að tala saman þar sem Þuríður var að fá öðruvísi þjónustu fyrir sinn son en Vigdís, jafnvel þótt þær byggju í sama bæjarfélaginu og við sama þjónustukerfi. „Það er sjaldnast að allir sitji við sama borð þegar kemur að þessum málaflokki. Það er líka mismunandi eftir sveitarfélögum og þeir eru líka bara mjög mismunandi strákarnir okkar,“ segir Vigdís. „Alræmdir biðlistar“ í Sjúkratryggingakerfinu Drengirnir þeirra glími báðir við mjög hamlandi einhverfu, en eru ólíkir sem einstaklingar en í viðtalinu hér að ofan má heyra mæðurnar lýsa því betur hvernig sú þjónusta sem kerfið þó býður upp á hefur reynst. „Þegar þú ert kominn undir Sjúkratryggingar þá ertu settur á alræmda biðlista, þá var þjónustunni við okkur frá sveitarfélaginu henni var bara kippt úr sambandi og við erum á bið,“ segir Þuríður. Reynsla Vigdísar er önnur en sonur hennar sem er með töluvert hamlandi einhverfu var aldrei í þjónustu hjá sveitarfélaginu heldur féll beint inn í kerfi Sjúkratrygginga. „Þá þurftum við bara að finna alla biðlista sem voru í boði. Það eru margir sem eru ekki einu sinni með opið á biðlistana sína, margar stofur talmeinafræðinga,“ segir Vigdís. Engin forgangsröðun og alvarlegar afleiðingar En hvaða afleiðingar hefur það fyrir barn að fá ekki þjónustu hjá talmeinafræðingi? „Það hefur alvarlegar afleiðingar, og það er einmitt þetta að með snemmtækri íhlutun er hægt að afstýra frekari fötlun. Það liggur í orðanna hljóðan að þetta er bara grafalvarleg staða,“ segir Þuríður. Víða sé pottur brotinn í kerfinu, biðlistar ekki miðlægir og heldur engin forgangsröðun sem dæmi. „Það er enginn forgangur. Þessi mikið fötluðu börn þau eru í sömu röð og þeir sem eiga við framburðarvanda, sem ég er heldur ekki að gera lítið úr, en þetta er allt annað. Okkar drengir eru með fötlunargreiningu, þeir standa höllum fæti og eiga það sameiginlegt að geta ekki tjáð sig.“
Einhverfa Heilbrigðismál Félagsmál Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Bítið Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira