Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2025 10:40 Fyrirhugaður gangamunni Fjarðarheiðarganga Egilsstaðamegin. Þar mun hann tengjast þjóðveginum um Fagradal. Mannvit/Vegagerðin Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. „Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43