Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Aron Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Gleðitíðindi bárust fyrir íslenska landsliðið í handbolta um nýliðna helgi nú þegar að styttist í Evrópumótið í janúar. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason er mættur aftur inn á völlinn, fyrr en áætlað var, eftir að hafa rifið liðband í hné. Janus meiddist í leik með ungverska liðinu Pick Szeged undir lok september mánaðar og var gert ráð fyrir því að hann yrði frá í 10-12 vikur. Janus Daði sneri hins vegar aftur inn á völlinn á sunnudaginn síðastliðinn, sléttum átta vikum eftir að hafa meiðst, og skoraði tvö mörk í öruggum sigri Szeged. „Það er bara gott að spila, hafa verið leiðinlegar undanfarnar vikur. Að vera á hliðarlínunni, við erum óvanir því sem íþróttamenn þannig séð. Viljum helst vera með og reyna skipta máli,“ segir Janus Daði í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. Heppinn og glaður með að ekki hafi farið verr Janusi tókst að tileinka sér jákvætt hugarfar á meðan að endurhæfingunni stóð og að öllum líkindum spilar það stóran þátt í því að hann snýr nú fyrr til baka en vonir stóðu til. „Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla. Svo lengi sem liðið þitt er að vinna leiki þá er þetta alltaf auðveldara en um leið og töpin gerast þá ertu kannski meira pirraður yfir því að geta ekki verið að bakka þá upp. Ég nýtti tímann bara vel í að sinna líkamana og viðhalda því sem hægt var að viðhalda. Þetta leið nú þokkalega hratt, allt í einu voru liðnar sex til sjö vikur og þokkalega stutt í þetta. Ég er bara glaður með að þurfa ekki að bíða lengur með að fara keppa.“ „Ég taldi mig bara vera nokkuð heppinn og glaður með að það fór ekki verr, var bara jákvæður yfir þessu allan tímann. Eigum við ekki að segja að það spili inn í. Að ef maður hefur nógu mikla trú á því að þetta gangi að þá taki maður betur á móti þessu. Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla.“ Þarf að venjast því aftur að láta lemja á sér Ekkert bakslag varð í endurhæfingu Janusar og var leikur síðastliðinnar helgar, þar sem Pick Szeged vann öruggan sigur, fullkominn fyrir hann til það að snúa aftur í. „Mér líður samt núna í líkamanum eins og það sé ágúst í undirbúningstímabili. Mér er illt í bakinu og mjöðmunum, maður er að venjast því að komast í alvöru snertingu aftur og láta aðeins berja á sér. Því miður er ég í mikilli baráttu þegar ég er að spila og þarf svona kannski viku eða tvær til að komast yfir það. En annars er þetta sami takturinn, þægilegt þegar að dagleg rútína tekur við aftur því maður er eiginlega meira út í íþróttahúsi þegar að maður er meiddur, eins asnalega og það hljómar. Endalaust af tímum í einhverjum græjum. Ég er bara glaður með að sleppa við að gera það leiðinlega og fá að gera það skemmtilega núna.“ Það er oftar en ekki tekið ansi hart á Janusi DaðaVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var einungis fyrsta kvöldið eftir meiðslin sem að Janus hafði smá áhyggjur af því hvort komandi Evrópumót, með íslenska landsliðinu í janúar væri úr sögunni. Nú hefur hann hins vegar góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir átökin þar. „Það er fyrsta sem maður hugsar um, þessi blessaði janúarmánuður sem maður er alltaf að bíða eftir. Svo er hann allt í einu búinn og þá er maður aftur farinn að bíða. Bara frábært að geta byrjað að æfa núna aftur á fullu, komast aftur í leikæfingu og takt. Nú er markmiðið bara að vera í toppstandi þegar að við hefjum undirbúning eftir áramót.“ Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Janus meiddist í leik með ungverska liðinu Pick Szeged undir lok september mánaðar og var gert ráð fyrir því að hann yrði frá í 10-12 vikur. Janus Daði sneri hins vegar aftur inn á völlinn á sunnudaginn síðastliðinn, sléttum átta vikum eftir að hafa meiðst, og skoraði tvö mörk í öruggum sigri Szeged. „Það er bara gott að spila, hafa verið leiðinlegar undanfarnar vikur. Að vera á hliðarlínunni, við erum óvanir því sem íþróttamenn þannig séð. Viljum helst vera með og reyna skipta máli,“ segir Janus Daði í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. Heppinn og glaður með að ekki hafi farið verr Janusi tókst að tileinka sér jákvætt hugarfar á meðan að endurhæfingunni stóð og að öllum líkindum spilar það stóran þátt í því að hann snýr nú fyrr til baka en vonir stóðu til. „Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla. Svo lengi sem liðið þitt er að vinna leiki þá er þetta alltaf auðveldara en um leið og töpin gerast þá ertu kannski meira pirraður yfir því að geta ekki verið að bakka þá upp. Ég nýtti tímann bara vel í að sinna líkamana og viðhalda því sem hægt var að viðhalda. Þetta leið nú þokkalega hratt, allt í einu voru liðnar sex til sjö vikur og þokkalega stutt í þetta. Ég er bara glaður með að þurfa ekki að bíða lengur með að fara keppa.“ „Ég taldi mig bara vera nokkuð heppinn og glaður með að það fór ekki verr, var bara jákvæður yfir þessu allan tímann. Eigum við ekki að segja að það spili inn í. Að ef maður hefur nógu mikla trú á því að þetta gangi að þá taki maður betur á móti þessu. Ég er þokkalega meðvitaður um að svona getur gerst og þá er þetta bara verkefni sem maður þarf að tækla.“ Þarf að venjast því aftur að láta lemja á sér Ekkert bakslag varð í endurhæfingu Janusar og var leikur síðastliðinnar helgar, þar sem Pick Szeged vann öruggan sigur, fullkominn fyrir hann til það að snúa aftur í. „Mér líður samt núna í líkamanum eins og það sé ágúst í undirbúningstímabili. Mér er illt í bakinu og mjöðmunum, maður er að venjast því að komast í alvöru snertingu aftur og láta aðeins berja á sér. Því miður er ég í mikilli baráttu þegar ég er að spila og þarf svona kannski viku eða tvær til að komast yfir það. En annars er þetta sami takturinn, þægilegt þegar að dagleg rútína tekur við aftur því maður er eiginlega meira út í íþróttahúsi þegar að maður er meiddur, eins asnalega og það hljómar. Endalaust af tímum í einhverjum græjum. Ég er bara glaður með að sleppa við að gera það leiðinlega og fá að gera það skemmtilega núna.“ Það er oftar en ekki tekið ansi hart á Janusi DaðaVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var einungis fyrsta kvöldið eftir meiðslin sem að Janus hafði smá áhyggjur af því hvort komandi Evrópumót, með íslenska landsliðinu í janúar væri úr sögunni. Nú hefur hann hins vegar góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir átökin þar. „Það er fyrsta sem maður hugsar um, þessi blessaði janúarmánuður sem maður er alltaf að bíða eftir. Svo er hann allt í einu búinn og þá er maður aftur farinn að bíða. Bara frábært að geta byrjað að æfa núna aftur á fullu, komast aftur í leikæfingu og takt. Nú er markmiðið bara að vera í toppstandi þegar að við hefjum undirbúning eftir áramót.“
Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Íslendingar erlendis Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira