Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar 26. nóvember 2025 08:31 Borgir víða um heim vinna að því að fá fleiri til að nota vistvænar samgöngur og draga úr notkun einkabíla. Tilgangurinn er fjölþættur, en heilt á litið er það mat þeirra sem vinna við borgarskipulag að það sé verra ef einkabíllinn er of mikið notaður. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samþykkt 2015 og gildir til 2040, leggur upp með að vöxtur í bílaumferð fylgi ekki íbúafjölgun heldur standi sem mest í stað og að aðrir vistvænni samgöngumátar taki upp vöxtinn. Árið 2040 verði 58% ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar í einkabíl borið saman við 75% árið 2015 og afgangurinn með öðrum samgöngumátum (m.a. Borgarlínu). Tæpur þriðjungur af gildistíma svæðisskipulagsins, sem tók gildi 2015, er nú liðinn og benda nýlegar ferðavenjukannanir til að mælanlegur árangur sé að nást, þótt enn sé langt í 2040 markmiðið. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna á grunni þessara markmiða og beita til þess verkfærum sem þau hafa yfir að ráða, sem felast einna mest í aðalskipulagsmarkmiðum. Þar skipta miklu máli þéttleiki byggðar, aðgengi að almenningssamgöngum og betri stígum ásamt bílastæðaskipulagi. Íslenska ríkið styður við sveitarfélögin með aðgerðum á borð við þátttöku í Borgarlínu og fjárfestingum í stígum. Þetta kristallast svo í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Með öðrum orðum, þá er planið að breyta ferðavenjum. Frá mikilli einkabílanotkun í töluvert minni einkabílanotkun. Ef það tekst eru kostirnir margir og ótvíræðir. Einn ókosturinn, sem lítið er ræddur, er að reynslan við að breyta ferðavenjum er ekki mjög mikil. Ráðleggingar um hvað virkar til að breyta þeim eru því alltaf bundnar óvissu um hve mikið vægi hver aðgerð getur haft, einkum þegar samhengið breytist frá einni borg til annarrar. Ferðavenjur í borgum eru afar flókið samspil margra þátta: skipulagslegra, hagrænna, félagslegra og fleiri þátta. Og af því sagan er stutt er eiginlega enginn ótvíræður sérfræðingur í því. Sumum áhrifaþáttum, eins og fjölda rigningardaga á ári, tekjum á einstakling og fjölda fólks í langskólanámi, er ekki hægt að breyta, alla vega ekki gagngert í þessum tilgangi. Og enn erfiðara er að sjá fyrir hversu ört er hægt að innleiða breytingar í rétta átt. En þó er hægt að slá föstu að sístækkandi net samgöngustíga, betri almenningssamgöngur og bygging íbúða, verslana og þjónustu þétt við þær leggi þung lóð á vogarskálarnar. En að mati ritara er ástæða til að velta því upp að ein helsta áhættan tengd þessari vegferð er að breytingarnar, eins og þeim er lýst hér á undan, muni ekki ganga fyrir sig jafn ört og gert er ráð fyrir. Afleiðingin er því er að stór uppbyggingarverkefni og gatnakerfi geta lent í vandræðum. Sums staðar er nú gengið út frá því að ofangreind markmið muni óumdeilanlega nást og jafnvel gott betur. Auðvitað er óskandi að svo verði, en ef ekki getur það bakað þróunaraðilum vandræði varðandi t.d. fjármögnun og eftirspurn á markaði og gatnakerfi geta átt í fullu fangi með að anna umferð sem kannski reynist á endanum meiri en vonir stóðu til. Til að bregðast við og verjast þessari áhættu gæti verið ástæða til að innleiða ákveðinn sveigjanleika og tímabundnar aðgerðir sem vinna með tímanum og þróuninni, án þess að vinna gegn markmiðunum. Það mætti t.d. gera með snjallri áfangaskiptingu á uppbyggingu einstakra svæða, tímabundnu framboði bílastæða umfram reiknaða þörf, og fullnægjandi umferðartenginga til langframa sem hugsanlega megi draga úr á síðari stigum. Þessu er ekki beitt, svo best sé vitað. Að breyta ferðavenjum er með erfiðari verkefnum sem nokkur borg getur tekið sér fyrir hendur. Þó nokkur árangur hefur þó náðst víða um heim með samstilltu átaki, og eru bestu dæmin víða frá stærri borgum Evrópu, þar sem verulega bættir innviðir fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur vinna með stífri meðferð á bílastæðum og göturými í þessa átt. Við getum það líka, ef við viljum. En með fyrirhyggju að búa sig líka undir niðurstöðu sem lætur bíða eftir sér. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Samgöngur Umferð Samúel Torfi Pétursson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgir víða um heim vinna að því að fá fleiri til að nota vistvænar samgöngur og draga úr notkun einkabíla. Tilgangurinn er fjölþættur, en heilt á litið er það mat þeirra sem vinna við borgarskipulag að það sé verra ef einkabíllinn er of mikið notaður. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samþykkt 2015 og gildir til 2040, leggur upp með að vöxtur í bílaumferð fylgi ekki íbúafjölgun heldur standi sem mest í stað og að aðrir vistvænni samgöngumátar taki upp vöxtinn. Árið 2040 verði 58% ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar í einkabíl borið saman við 75% árið 2015 og afgangurinn með öðrum samgöngumátum (m.a. Borgarlínu). Tæpur þriðjungur af gildistíma svæðisskipulagsins, sem tók gildi 2015, er nú liðinn og benda nýlegar ferðavenjukannanir til að mælanlegur árangur sé að nást, þótt enn sé langt í 2040 markmiðið. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna á grunni þessara markmiða og beita til þess verkfærum sem þau hafa yfir að ráða, sem felast einna mest í aðalskipulagsmarkmiðum. Þar skipta miklu máli þéttleiki byggðar, aðgengi að almenningssamgöngum og betri stígum ásamt bílastæðaskipulagi. Íslenska ríkið styður við sveitarfélögin með aðgerðum á borð við þátttöku í Borgarlínu og fjárfestingum í stígum. Þetta kristallast svo í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Með öðrum orðum, þá er planið að breyta ferðavenjum. Frá mikilli einkabílanotkun í töluvert minni einkabílanotkun. Ef það tekst eru kostirnir margir og ótvíræðir. Einn ókosturinn, sem lítið er ræddur, er að reynslan við að breyta ferðavenjum er ekki mjög mikil. Ráðleggingar um hvað virkar til að breyta þeim eru því alltaf bundnar óvissu um hve mikið vægi hver aðgerð getur haft, einkum þegar samhengið breytist frá einni borg til annarrar. Ferðavenjur í borgum eru afar flókið samspil margra þátta: skipulagslegra, hagrænna, félagslegra og fleiri þátta. Og af því sagan er stutt er eiginlega enginn ótvíræður sérfræðingur í því. Sumum áhrifaþáttum, eins og fjölda rigningardaga á ári, tekjum á einstakling og fjölda fólks í langskólanámi, er ekki hægt að breyta, alla vega ekki gagngert í þessum tilgangi. Og enn erfiðara er að sjá fyrir hversu ört er hægt að innleiða breytingar í rétta átt. En þó er hægt að slá föstu að sístækkandi net samgöngustíga, betri almenningssamgöngur og bygging íbúða, verslana og þjónustu þétt við þær leggi þung lóð á vogarskálarnar. En að mati ritara er ástæða til að velta því upp að ein helsta áhættan tengd þessari vegferð er að breytingarnar, eins og þeim er lýst hér á undan, muni ekki ganga fyrir sig jafn ört og gert er ráð fyrir. Afleiðingin er því er að stór uppbyggingarverkefni og gatnakerfi geta lent í vandræðum. Sums staðar er nú gengið út frá því að ofangreind markmið muni óumdeilanlega nást og jafnvel gott betur. Auðvitað er óskandi að svo verði, en ef ekki getur það bakað þróunaraðilum vandræði varðandi t.d. fjármögnun og eftirspurn á markaði og gatnakerfi geta átt í fullu fangi með að anna umferð sem kannski reynist á endanum meiri en vonir stóðu til. Til að bregðast við og verjast þessari áhættu gæti verið ástæða til að innleiða ákveðinn sveigjanleika og tímabundnar aðgerðir sem vinna með tímanum og þróuninni, án þess að vinna gegn markmiðunum. Það mætti t.d. gera með snjallri áfangaskiptingu á uppbyggingu einstakra svæða, tímabundnu framboði bílastæða umfram reiknaða þörf, og fullnægjandi umferðartenginga til langframa sem hugsanlega megi draga úr á síðari stigum. Þessu er ekki beitt, svo best sé vitað. Að breyta ferðavenjum er með erfiðari verkefnum sem nokkur borg getur tekið sér fyrir hendur. Þó nokkur árangur hefur þó náðst víða um heim með samstilltu átaki, og eru bestu dæmin víða frá stærri borgum Evrópu, þar sem verulega bættir innviðir fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur vinna með stífri meðferð á bílastæðum og göturými í þessa átt. Við getum það líka, ef við viljum. En með fyrirhyggju að búa sig líka undir niðurstöðu sem lætur bíða eftir sér. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun