Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 20:27 Alma Möller er heilbrigðisráðherra landsins. Vísir/Anton Brink Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. „Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“
Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira