Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 21:37 Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru. Sýn Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína í síðasta sinn. Í dag eru 299 dagar síðan hún tók sitt eigið líf sem bein afleiðing þess ofbeldis sem hún varð fyrir,“ byrjaði Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, ræðu sína á. Áhersla göngunnar var á stafrænt ofbeldi og las Helga Rún upp athugasemdir sem höfðu verið skrifaðar um systur hennar á netinu. „Þú átt fullkomlega skilið að það sé ráðist á þig. Þú ert allt það sem er að í okkar samfélagi. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Ólöfu Töru hefði verið nauðgað af pabba sínum. Dreptu þig, wannabe áhrifavaldadruslan þín,“ las hún upp. „Líklega fannst ykkur öllum óþægilegt að heyra þessi orð upphátt, af hverju er það samfélagslega viðurkennt að þau séu skrifuð á netinu? Stafrænt ofbeldi er ofbeldi, orð hafa áhrif hvort sem þau eru skrifuð eða sögð. Orð hafa afleiðingar.“ Fjöldi kvenna var saman kominn.Sýn/Bjarni Vitnaði í orð Ólafar Töru Helga Rún segir systur sína ekki talað í kringum hlutina og því hafi hún fengið mikla athygli fyrir orð sín. „Fólk sem áður veitti málstaðnum enga athygli fór að hlusta. Málefni sem við göngum fyrir í dag krefst þess að við hlustum,“ sagði hún og vitnaði síðan í pistil eftir systur sína. „Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur staðið yfir lengur en ég hef lifað. Konur, sem hafa lifað af þjáningar kvalara sinna, hafa berskjaldað sig inn að beini í þágu breytinga. Þessar konur uppskera oftar en ekki háðar af samfélaginu. Þeim er ekki trúað og þær eru því miður í kjölfarið af því að tala óheflað um ofbeldismenninguna sem hér ríkir útsettar fyrir frekara ofbeldi,“ skrifaði Ólöf Tara fyrir ári síðan, í tilefni Ljósagöngunnar 2024. Þá birti Ólöf Tara einnig pistil fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. október 2024 þar sem hún lýsti því hvað hún væri reið og sár en jafnframt uppfull af orku til að berjast. „Ég veit að ég get ekki hætt núna, ég verð að halda áfram fyrir formæður mínar, fyrir vinnukonurnar, fyrir konurnar sem var drekkt í drekkingarhyl fyrir að vera þolendur ofbeldis, fyrir stúlkurnar sem voru vistaðar á Kleppjárnsreykjum og stimplaðar lauslátar, fyrir Áslaugu Perlu og allar þær sem ekki lifðu af, fyrir Gerði, móður Áslaugar Perlu sem lést áður en hún fékk réttlæti fyrir dóttur sína, fyrir þær sem báru harm sinn í hljóði, fyrir sjálfa mig, fyrir framtíðina,“ skrifaði Ólöf. Gangan hófst á Arnarhóli.Sýn/Bjarni Helga Rún lauk ræðunni á að spyrja hversu mörg líf þurfi að týnast í viðbót til að kynbundnu ofbeldi sé tekið alvarlega. „Svo langar mig að spyrja ykkur, venjulegt fólk eins og ég með forréttindi, hversu lengi ætlum við að láta bjóða okkur upp á þetta? Hundrað ár? Þúsund ár? Ég bið ykkur um að fara heim og spyrja ykkur, hvað get ég gert?“ Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína í síðasta sinn. Í dag eru 299 dagar síðan hún tók sitt eigið líf sem bein afleiðing þess ofbeldis sem hún varð fyrir,“ byrjaði Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, ræðu sína á. Áhersla göngunnar var á stafrænt ofbeldi og las Helga Rún upp athugasemdir sem höfðu verið skrifaðar um systur hennar á netinu. „Þú átt fullkomlega skilið að það sé ráðist á þig. Þú ert allt það sem er að í okkar samfélagi. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Ólöfu Töru hefði verið nauðgað af pabba sínum. Dreptu þig, wannabe áhrifavaldadruslan þín,“ las hún upp. „Líklega fannst ykkur öllum óþægilegt að heyra þessi orð upphátt, af hverju er það samfélagslega viðurkennt að þau séu skrifuð á netinu? Stafrænt ofbeldi er ofbeldi, orð hafa áhrif hvort sem þau eru skrifuð eða sögð. Orð hafa afleiðingar.“ Fjöldi kvenna var saman kominn.Sýn/Bjarni Vitnaði í orð Ólafar Töru Helga Rún segir systur sína ekki talað í kringum hlutina og því hafi hún fengið mikla athygli fyrir orð sín. „Fólk sem áður veitti málstaðnum enga athygli fór að hlusta. Málefni sem við göngum fyrir í dag krefst þess að við hlustum,“ sagði hún og vitnaði síðan í pistil eftir systur sína. „Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur staðið yfir lengur en ég hef lifað. Konur, sem hafa lifað af þjáningar kvalara sinna, hafa berskjaldað sig inn að beini í þágu breytinga. Þessar konur uppskera oftar en ekki háðar af samfélaginu. Þeim er ekki trúað og þær eru því miður í kjölfarið af því að tala óheflað um ofbeldismenninguna sem hér ríkir útsettar fyrir frekara ofbeldi,“ skrifaði Ólöf Tara fyrir ári síðan, í tilefni Ljósagöngunnar 2024. Þá birti Ólöf Tara einnig pistil fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. október 2024 þar sem hún lýsti því hvað hún væri reið og sár en jafnframt uppfull af orku til að berjast. „Ég veit að ég get ekki hætt núna, ég verð að halda áfram fyrir formæður mínar, fyrir vinnukonurnar, fyrir konurnar sem var drekkt í drekkingarhyl fyrir að vera þolendur ofbeldis, fyrir stúlkurnar sem voru vistaðar á Kleppjárnsreykjum og stimplaðar lauslátar, fyrir Áslaugu Perlu og allar þær sem ekki lifðu af, fyrir Gerði, móður Áslaugar Perlu sem lést áður en hún fékk réttlæti fyrir dóttur sína, fyrir þær sem báru harm sinn í hljóði, fyrir sjálfa mig, fyrir framtíðina,“ skrifaði Ólöf. Gangan hófst á Arnarhóli.Sýn/Bjarni Helga Rún lauk ræðunni á að spyrja hversu mörg líf þurfi að týnast í viðbót til að kynbundnu ofbeldi sé tekið alvarlega. „Svo langar mig að spyrja ykkur, venjulegt fólk eins og ég með forréttindi, hversu lengi ætlum við að láta bjóða okkur upp á þetta? Hundrað ár? Þúsund ár? Ég bið ykkur um að fara heim og spyrja ykkur, hvað get ég gert?“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári. 15. júlí 2025 22:00