Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 13:34 Vélin var í sjúkraflugi frá Akureyrar til Ísafjarðar þann 19. nóvember á síðasta ári þegar atvikið átti sér stað. RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til starfsmanna á Akureyrarflugvelli að yfirfara verklag við undirbúning afísingar flugvéla eftir að mælar sjúkraflugvélar Norlandair urðu óáreiðanlegir í flugi vegna frosins vökva á skynjurum. Vélin var í sjúkraflugi frá Akureyri til Ísafjarðar þann 19. nóvember á síðasta ári, en á milli Skagafjarðar og Blönduóss kinkaði flugvélin, TF-NLE, niður á sjálfstýringu og missti skyndilega 200 feta hæð. Drjúgur snjór á vængjum og skrokki Í skýrslunni, sem birt var í dag, eru málsatvik rakin en vélin sem um ræðir er af gerðinni Textron B200GT – King Air og stóð til að fljúga henni í sjúkraflugi frá Akureyri til Ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Um borð frá voru tveir flugmenn, sjúkraflutningamaður ásamt einum sjúklingi, en til stóð að sækja annan sjúkling á Ísafjörð á leiðinni til Reykjavíkur. Fram kemur í skýrslunni að flugvélin hafi verið tekin út úr flugskýli fyrr um morguninn í snjókomu þar sem til stóð að ná út annarri flugvél sem var innar í flugskýlinu. Flugvélin var geymd utandyra um tíma áður en hún var aftur dregin inn fyrir skýlishurðina. Drjúgur snjór var þá ofan á vængjum og skrokki flugvélarinnar og klakabönd undir vængjum og þurfti því að afísa flugvélina fyrir flugið. Afgreiðslumaður Norlandair, sem hafði fengið þjálfun við afísingu, lagði til ákveðna blöndu afísingarvökva sem flugmaður samþykkti og réðust afísingarmenn Icelandair, sem sjá um alla afísingu á Akureyrarflugvelli, í verkið og bæði hreinsuðu og ísvörðu vélina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Beitti rúðuþurrkum til að sjá almennilega út Fram kemur að í flugtaksbruninu hafi flugstjórinn fengið á tilfinninguna að afísingarvökvinn væri þykkari en vanalega þar sem hann hélst á rúðunum í flugtaksbruninu. Hann þurfti því að beita rúðuþurrkunum til þess að sjá almennilega út um framrúður flugvélarinnar. Eftir að flugvélin var komin í farflugshæðina og í sjónflugsskilyrðum ofan skýja á milli Skagafjarðar og Blönduóss, kinkaði flugvélin niður (pitch down) á sjálfstýringu (autopilot) og missti 200 feta hæð. Í kjölfarið aftengdi flugstjórinn sjálfstýringuna og tók þá eftir að hæðarmælirinn hoppaði upp og niður um fimm hundruð fet. Þá tók hann einnig eftir að stig- og fallmælirinn rokkaði einnig upp og niður í láréttu flugi. Flugmennirnir ræddu málið og var ákveðið að snúa beint til Reykjavíkur þar sem voru sjónflugsskilyrði auk þess sem að sjúklingurinn sem var um borð átti að fara til Reykjavíkur. Önnur flugvél og áhöfn var svo kölluð út til að sækja sjúklinginn sem flytja átti frá Ísafirði. Fram kemur að í flugtaksbruninu hafi flugstjórinn fengið á tilfinninguna að afísingarvökvinn væri þykkari en vanalega.Vísir/Tryggvi Engin umferð í fluglögum þúsund fetum ofan og neðan Flugmennirnir létu flugstjórn vita af vandræðum sínum og báðu um að engin umferð væri í fluglögum þúsund fetum ofan og neðan við flugvélina, þar sem hæðar- og hraðamælar flugvélarinnar væru óáreiðanlegir. Flugvélin lenti loks í Reykjavík án vandræða. Eftir lendingu var flugvélin skoðuð af flugmönnunum og kom að þeirra sögn í ljós að vökvi hafi verið frosinn yfir loftþrýstingsskynjara. Eftir skoðun flugvirkja var staðfest að frosinn vökvi yfir loftþrýstingsskynjaranum væri orsök bilunarinnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fékk ekki tilkynningu frá flugrekanda þegar atvikið varð, en tilkynning barst til nefndarinnar frá Samgöngustofu þann 13. desember 2024, eða 24 dögum eftir atvikið. Sökum þessa var ekki hægt að greina innihald og þar með upplausn afísingarvökvans sem fraus yfir loftþrýstingsskynjaranum. Studdist nefndin því einungis við framburð vitna við rannsóknina. Afísingarbíll á Akureyrarflugvelli.RNSA Þykkari en vanalega Í greiningarkafla skýrslunnar kemur fram að að sögn flugstjórans hafi hann fengið á tilfinninguna að afísingarvökvinn væri þykkari en vanalega, þar sem hann hafi haldist á rúðunum í flugtaksbruninu og hafi hann þurft að beita rúðuþurrkunum til þess að sjá almennilega út um framrúður flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin telur líklegt að þar sem hitastig hafi verið nærri frostmarki „50/50 upplausnarinnar“ sem notuð hafi verið til að hreinsa flugvélina, þá hafi hún verið við það að frjósa. „Þegar flugvélin tók á loft og hækkaði flugið, þar sem hitastig lækkar um -2°C/1000 fet, þá hafi 50/50 upplausnin af afísingarvökvanum sem notuð var til að hreinsa flugvélina mögulega frosið yfir loftþrýstingsskynjaranum. Frosinn vökvi yfir loftþrýstingsskynjara.RNSA Einnig er mögulegt að krapi sem ekki hafi verið hreinsaður nægilega, hafi frosið yfir skynjaranum. Þetta er þó ekki hægt að staðfesta, þar sem ekki voru tekin sýni af vökvanum sem fraus yfir loftþrýstiskynjaranum,“ segir í skýrslunni. Tillögur í öryggisátt Í lok skýrslunnar kemur rannsóknarnefndin með tillögur til að bæta öryggi og beinir því til afgreiðsluaðila afísingar á Akureyrarflugvelli að yfirfara verklag við undirbúning afísingar, til að koma í veg fyrir að afísingarvökvi sé notaður í upplausn þar sem hætta er á að hann frjósi. Æskilegt sé að verklagið sé yfirfarið fyrir allar starfsstöðvar afgreiðsluaðila afísingar þar sem afísing fer fram. Nefndin beinir því sömuleiðis til Norlandair að fara yfir með flugmönnum og afgreiðslumönnum notkunarmörk mismunandi upplausna afísingarvökva, bæði er varðar hreinsun (de-icing) og vörn (anti-icing). Samgönguslys Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Sjúkraflutningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Vélin var í sjúkraflugi frá Akureyri til Ísafjarðar þann 19. nóvember á síðasta ári, en á milli Skagafjarðar og Blönduóss kinkaði flugvélin, TF-NLE, niður á sjálfstýringu og missti skyndilega 200 feta hæð. Drjúgur snjór á vængjum og skrokki Í skýrslunni, sem birt var í dag, eru málsatvik rakin en vélin sem um ræðir er af gerðinni Textron B200GT – King Air og stóð til að fljúga henni í sjúkraflugi frá Akureyri til Ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Um borð frá voru tveir flugmenn, sjúkraflutningamaður ásamt einum sjúklingi, en til stóð að sækja annan sjúkling á Ísafjörð á leiðinni til Reykjavíkur. Fram kemur í skýrslunni að flugvélin hafi verið tekin út úr flugskýli fyrr um morguninn í snjókomu þar sem til stóð að ná út annarri flugvél sem var innar í flugskýlinu. Flugvélin var geymd utandyra um tíma áður en hún var aftur dregin inn fyrir skýlishurðina. Drjúgur snjór var þá ofan á vængjum og skrokki flugvélarinnar og klakabönd undir vængjum og þurfti því að afísa flugvélina fyrir flugið. Afgreiðslumaður Norlandair, sem hafði fengið þjálfun við afísingu, lagði til ákveðna blöndu afísingarvökva sem flugmaður samþykkti og réðust afísingarmenn Icelandair, sem sjá um alla afísingu á Akureyrarflugvelli, í verkið og bæði hreinsuðu og ísvörðu vélina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Beitti rúðuþurrkum til að sjá almennilega út Fram kemur að í flugtaksbruninu hafi flugstjórinn fengið á tilfinninguna að afísingarvökvinn væri þykkari en vanalega þar sem hann hélst á rúðunum í flugtaksbruninu. Hann þurfti því að beita rúðuþurrkunum til þess að sjá almennilega út um framrúður flugvélarinnar. Eftir að flugvélin var komin í farflugshæðina og í sjónflugsskilyrðum ofan skýja á milli Skagafjarðar og Blönduóss, kinkaði flugvélin niður (pitch down) á sjálfstýringu (autopilot) og missti 200 feta hæð. Í kjölfarið aftengdi flugstjórinn sjálfstýringuna og tók þá eftir að hæðarmælirinn hoppaði upp og niður um fimm hundruð fet. Þá tók hann einnig eftir að stig- og fallmælirinn rokkaði einnig upp og niður í láréttu flugi. Flugmennirnir ræddu málið og var ákveðið að snúa beint til Reykjavíkur þar sem voru sjónflugsskilyrði auk þess sem að sjúklingurinn sem var um borð átti að fara til Reykjavíkur. Önnur flugvél og áhöfn var svo kölluð út til að sækja sjúklinginn sem flytja átti frá Ísafirði. Fram kemur að í flugtaksbruninu hafi flugstjórinn fengið á tilfinninguna að afísingarvökvinn væri þykkari en vanalega.Vísir/Tryggvi Engin umferð í fluglögum þúsund fetum ofan og neðan Flugmennirnir létu flugstjórn vita af vandræðum sínum og báðu um að engin umferð væri í fluglögum þúsund fetum ofan og neðan við flugvélina, þar sem hæðar- og hraðamælar flugvélarinnar væru óáreiðanlegir. Flugvélin lenti loks í Reykjavík án vandræða. Eftir lendingu var flugvélin skoðuð af flugmönnunum og kom að þeirra sögn í ljós að vökvi hafi verið frosinn yfir loftþrýstingsskynjara. Eftir skoðun flugvirkja var staðfest að frosinn vökvi yfir loftþrýstingsskynjaranum væri orsök bilunarinnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fékk ekki tilkynningu frá flugrekanda þegar atvikið varð, en tilkynning barst til nefndarinnar frá Samgöngustofu þann 13. desember 2024, eða 24 dögum eftir atvikið. Sökum þessa var ekki hægt að greina innihald og þar með upplausn afísingarvökvans sem fraus yfir loftþrýstingsskynjaranum. Studdist nefndin því einungis við framburð vitna við rannsóknina. Afísingarbíll á Akureyrarflugvelli.RNSA Þykkari en vanalega Í greiningarkafla skýrslunnar kemur fram að að sögn flugstjórans hafi hann fengið á tilfinninguna að afísingarvökvinn væri þykkari en vanalega, þar sem hann hafi haldist á rúðunum í flugtaksbruninu og hafi hann þurft að beita rúðuþurrkunum til þess að sjá almennilega út um framrúður flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin telur líklegt að þar sem hitastig hafi verið nærri frostmarki „50/50 upplausnarinnar“ sem notuð hafi verið til að hreinsa flugvélina, þá hafi hún verið við það að frjósa. „Þegar flugvélin tók á loft og hækkaði flugið, þar sem hitastig lækkar um -2°C/1000 fet, þá hafi 50/50 upplausnin af afísingarvökvanum sem notuð var til að hreinsa flugvélina mögulega frosið yfir loftþrýstingsskynjaranum. Frosinn vökvi yfir loftþrýstingsskynjara.RNSA Einnig er mögulegt að krapi sem ekki hafi verið hreinsaður nægilega, hafi frosið yfir skynjaranum. Þetta er þó ekki hægt að staðfesta, þar sem ekki voru tekin sýni af vökvanum sem fraus yfir loftþrýstiskynjaranum,“ segir í skýrslunni. Tillögur í öryggisátt Í lok skýrslunnar kemur rannsóknarnefndin með tillögur til að bæta öryggi og beinir því til afgreiðsluaðila afísingar á Akureyrarflugvelli að yfirfara verklag við undirbúning afísingar, til að koma í veg fyrir að afísingarvökvi sé notaður í upplausn þar sem hætta er á að hann frjósi. Æskilegt sé að verklagið sé yfirfarið fyrir allar starfsstöðvar afgreiðsluaðila afísingar þar sem afísing fer fram. Nefndin beinir því sömuleiðis til Norlandair að fara yfir með flugmönnum og afgreiðslumönnum notkunarmörk mismunandi upplausna afísingarvökva, bæði er varðar hreinsun (de-icing) og vörn (anti-icing).
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Sjúkraflutningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira