Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2025 22:00 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Lýður Valberg Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira