Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 08:09 Jói Fel vann við sumarafleysingar í eldhúsinu á Litla-Hrauni og líkaði vel líkt og fram kom í viðtali við hann á Vísi í haust. Vísir/Vilhelm Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda. Um miðjan nóvember ræddi Morgunblaðið við matreiðslumeistarann Karl Friðrik Jónsson sem gerði athugasemdir við starfsauglýsinguna. Sjálfur hafi hann unnið kærumál þar sem gegnið hafi verið fram hjá honum við ráðningu í starf við mötuneyti og hann teldi ljóst að auglýsingin um stöðuna á Litla-Hrauni feli í sér „orðaleik“ sem hagnast gæti Jóa Fel. Í auglýsingunni var meðal hæfniskrafna að viðkomandi hafi sótt „meistaranám í matvælagreinum“ en ekki menntun í matreiðslu, sem Karl sagði rökréttara, enda hafi þeir sem lært hafi matreiðslu annars konar sérþekkingu á meðhöndlun hráefna en til dæmis bakarar. Þá hafa Vísi einnig borist ábendingar úr öðrum áttum þar sem spurningamerki var sett við ráðstöfunina. Í ljósi þessa óskaði fréttastofa eftir upplýsingum frá fangelsismálastofnun um umsækjendur en alls sóttu nítján einstaklingar um stöðuna. Enginn þeirra heitir Jóhannes Felixson. Listann yfir nöfn umsækjenda má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinn. Fangelsismálastjóri ráði á endanum í stöðuna Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að honum þyki fráleitt að hald því fram að auglýsingin hafi verið sniðin að einstaka umsækjendum. Hann skilji gagnrýnina á vissan hátt hvað lítur að mögulegum hagsmunaárekstrum en á endanum sé það hann sem beri ábyrgð á ráðningu í stöðuna, þótt forstöðumaður fangelsisins fari með ábyrgð þar líka. Fyrri yfirmanni mötuneytisins var sagt upp í ljósi hagræðingar hjá stofnuninni og starfið auglýst með hliðsjón af breyttu ábyrgðarhlutverki yfirmanns þess. Viðmælandi Morgunblaðsins hafði jafnframt bent á að orðalagið í auglýsingunni væri á þá leið að mögulega væri ekki hægt að kæra ráðninguna eftir á með vísan til kjarasamninga. Þetta atriði segir Birgir að sannarlega verði skoðað, ef nauðsynlegt þykir sé ekki útilokað að staðan verði auglýst aftur. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin þar um að svo stöddu. Þessi sóttu um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla-Hrauni Alexandre Jose Pinto Da Rocha, vaktstjóri hjá Saga Hótel Reykjavík. Alfreð Ómar Alfreðsson matreiðslumeistari. Ásbjörn Nói Jónssonm, yfirkokkur hjá Centrum kitchen and bar. Ásmundur Tómas Harðarson matreiðslumaður. Brahim Berka, starfsheiti óþekkt. Francisco J. Valladares Serrano, yfirkokkur og rekstrarstjóri. George Cantemir Mantea kokkur. Hlynur Guðmundsson, yfirmatreiðslumaður á Veitingastaðnum nítjánda - Grill Bistró. Karolina Darnowska, starfsheiti óþekkt. Lorenzo J.Fernandez Consuegra, staða óþekkt. Magdalena Joanna Rekas, starfsheiti óþekkt. Munif Manuel Ayoub Ayoub, starfsheiti óþekkt. Ólafur Högni Ólafsson, starfsheiti óþekkt. Ómar Freyr Kristjánsson, starfsheiti óþekkt. Óskar Ólafsson matreiðslumeistari. Pétur Bogi Hockett, bryti hjá Eimskip. Sylwia Katarzyna Konieczna, starfsmaður í mötuneyti. Sævar Birnir Steinarsson, matreiðslumeistari. Sölvi Antonsson, starfsheiti óþekkt. Fangelsismál Matur Árborg Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Um miðjan nóvember ræddi Morgunblaðið við matreiðslumeistarann Karl Friðrik Jónsson sem gerði athugasemdir við starfsauglýsinguna. Sjálfur hafi hann unnið kærumál þar sem gegnið hafi verið fram hjá honum við ráðningu í starf við mötuneyti og hann teldi ljóst að auglýsingin um stöðuna á Litla-Hrauni feli í sér „orðaleik“ sem hagnast gæti Jóa Fel. Í auglýsingunni var meðal hæfniskrafna að viðkomandi hafi sótt „meistaranám í matvælagreinum“ en ekki menntun í matreiðslu, sem Karl sagði rökréttara, enda hafi þeir sem lært hafi matreiðslu annars konar sérþekkingu á meðhöndlun hráefna en til dæmis bakarar. Þá hafa Vísi einnig borist ábendingar úr öðrum áttum þar sem spurningamerki var sett við ráðstöfunina. Í ljósi þessa óskaði fréttastofa eftir upplýsingum frá fangelsismálastofnun um umsækjendur en alls sóttu nítján einstaklingar um stöðuna. Enginn þeirra heitir Jóhannes Felixson. Listann yfir nöfn umsækjenda má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinn. Fangelsismálastjóri ráði á endanum í stöðuna Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að honum þyki fráleitt að hald því fram að auglýsingin hafi verið sniðin að einstaka umsækjendum. Hann skilji gagnrýnina á vissan hátt hvað lítur að mögulegum hagsmunaárekstrum en á endanum sé það hann sem beri ábyrgð á ráðningu í stöðuna, þótt forstöðumaður fangelsisins fari með ábyrgð þar líka. Fyrri yfirmanni mötuneytisins var sagt upp í ljósi hagræðingar hjá stofnuninni og starfið auglýst með hliðsjón af breyttu ábyrgðarhlutverki yfirmanns þess. Viðmælandi Morgunblaðsins hafði jafnframt bent á að orðalagið í auglýsingunni væri á þá leið að mögulega væri ekki hægt að kæra ráðninguna eftir á með vísan til kjarasamninga. Þetta atriði segir Birgir að sannarlega verði skoðað, ef nauðsynlegt þykir sé ekki útilokað að staðan verði auglýst aftur. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin þar um að svo stöddu. Þessi sóttu um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla-Hrauni Alexandre Jose Pinto Da Rocha, vaktstjóri hjá Saga Hótel Reykjavík. Alfreð Ómar Alfreðsson matreiðslumeistari. Ásbjörn Nói Jónssonm, yfirkokkur hjá Centrum kitchen and bar. Ásmundur Tómas Harðarson matreiðslumaður. Brahim Berka, starfsheiti óþekkt. Francisco J. Valladares Serrano, yfirkokkur og rekstrarstjóri. George Cantemir Mantea kokkur. Hlynur Guðmundsson, yfirmatreiðslumaður á Veitingastaðnum nítjánda - Grill Bistró. Karolina Darnowska, starfsheiti óþekkt. Lorenzo J.Fernandez Consuegra, staða óþekkt. Magdalena Joanna Rekas, starfsheiti óþekkt. Munif Manuel Ayoub Ayoub, starfsheiti óþekkt. Ólafur Högni Ólafsson, starfsheiti óþekkt. Ómar Freyr Kristjánsson, starfsheiti óþekkt. Óskar Ólafsson matreiðslumeistari. Pétur Bogi Hockett, bryti hjá Eimskip. Sylwia Katarzyna Konieczna, starfsmaður í mötuneyti. Sævar Birnir Steinarsson, matreiðslumeistari. Sölvi Antonsson, starfsheiti óþekkt.
Fangelsismál Matur Árborg Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira