„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:35 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Vísir/Egill Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira