Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2025 21:00 Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Lýður Valberg Sveinsson Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. Í fréttum Sýnar mátti sjá níu sæta King Air-flugvél Norlandair sem átti að fara fyrsta flugið til Eyja í morgun. Flugmennirnir Kristinn Elvar og Daði Freyr Gunnarssynir áttu að fara fyrstu ferðina á grundvelli nýs ríkissamnings um niðurgreitt flug yfir háveturinn. „Það blæs einhverja 50-60 hnúta þar núna þannig að það verður eitthvað að bíða með það,“ sagði flugstjórinn Kristinn Elvar frammí flugstjórnarklefa. Kristinn Elvar Gunnarsson, flugstjóri hjá NorlandairLýður Valberg Sveinsson Þetta átti að verða sögulegur dagur fyrir Norlandair, fyrsta áætlunarflugið á vegum félagsins til Vestmannaeyja. En flugvélin komst hvergi. „Það er rétt. Og það er ekki hægt að segja að við höfum fengið fljúgandi start í orðsins fyllstu merkingu á Vestmannaeyjar. Það er svolítið hvasst úti í Eyjum og stefnir í að verði í allan dag. Þannig að ég er ekki bjartsýnn á að okkur takist að fara fyrstu ferðina í dag,“ sagði Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Reyndar var öllu innanlandsflugi aflýst í gær sem þýddi að 900 manns komust ekki leiðar sinnar með Icelandair, sem einnig neyddist til að fresta fyrstu ferðum í morgun. „Þær fóru ekki í morgun. En við náðum að koma Akureyri út núna áðan. Og svo er þetta spurning um Egilsstaði. Það er búið að aflýsa á Höfn og Ísafjörð í dag,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í viðtali í hádeginu. Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.Lýður Valberg Sveinsson Ástæðan er veðurviðvörun, svokallað sigmet. „Veðurviðvörun sem er búin að liggja yfir síðan í gærmorgun,“ segir Kristinn flugstjóri. „Í þetta skipti er verið að vara við ókyrrð frá jörð og upp í einhver fimmþúsund fet, eða eitthvað slíkt, þar sem er mikil ókyrrð. Og það er ekki flogið í því og allra síst í svona fjalllendi eins og við erum að fljúga í,“ segir Tómas Dagur flugrekstrarstjóri. Um hádegisbil skánaði veðrið á Vestfjörðum og var grænt ljós gefið á Bíldudalsflug. „Við erum að fara á Bíldudal núna. Svo á Gjögur að vera á eftir. En það er svolítið hvasst þar og hálka á braut,“ sagði Tómas Dagur en svo fór að flugi á Gjögur var aflýst. Bíldudalsvélin í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag.Lýður Valberg Sveinsson Hjá Icelandair var verið að gera klárt fyrir næstu vél til Akureyrar en búið að fresta Egilsstaðaflugi fram á kvöld. En verða farþegar argir? „Nei, fólk skilur þetta. Það er öllu vant og tekur þessu bara með ró,“ sagði Sara Líf hjá Icelandair. Bíldudalsvélin var hins vegar ræst. „Við ætlum að láta reyna á þetta. Vindur er nánast beint á braut á Bíldudal og hærra skýjafar. Þannig að þetta er allt í lagi.“ -Heldurðu að það verði hristingur hjá farþegunum? „Það gæti verið örlítið. En við reynum að halda því alveg í lágmarki,“ segir flugstjórinn hjá Norlandair, Kristinn Elvar Gunnarsson, í frétt Sýnar sem sjá má hér: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Samgöngur Veður Vestmannaeyjar Vesturbyggð Icelandair Tengdar fréttir Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá níu sæta King Air-flugvél Norlandair sem átti að fara fyrsta flugið til Eyja í morgun. Flugmennirnir Kristinn Elvar og Daði Freyr Gunnarssynir áttu að fara fyrstu ferðina á grundvelli nýs ríkissamnings um niðurgreitt flug yfir háveturinn. „Það blæs einhverja 50-60 hnúta þar núna þannig að það verður eitthvað að bíða með það,“ sagði flugstjórinn Kristinn Elvar frammí flugstjórnarklefa. Kristinn Elvar Gunnarsson, flugstjóri hjá NorlandairLýður Valberg Sveinsson Þetta átti að verða sögulegur dagur fyrir Norlandair, fyrsta áætlunarflugið á vegum félagsins til Vestmannaeyja. En flugvélin komst hvergi. „Það er rétt. Og það er ekki hægt að segja að við höfum fengið fljúgandi start í orðsins fyllstu merkingu á Vestmannaeyjar. Það er svolítið hvasst úti í Eyjum og stefnir í að verði í allan dag. Þannig að ég er ekki bjartsýnn á að okkur takist að fara fyrstu ferðina í dag,“ sagði Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Reyndar var öllu innanlandsflugi aflýst í gær sem þýddi að 900 manns komust ekki leiðar sinnar með Icelandair, sem einnig neyddist til að fresta fyrstu ferðum í morgun. „Þær fóru ekki í morgun. En við náðum að koma Akureyri út núna áðan. Og svo er þetta spurning um Egilsstaði. Það er búið að aflýsa á Höfn og Ísafjörð í dag,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í viðtali í hádeginu. Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.Lýður Valberg Sveinsson Ástæðan er veðurviðvörun, svokallað sigmet. „Veðurviðvörun sem er búin að liggja yfir síðan í gærmorgun,“ segir Kristinn flugstjóri. „Í þetta skipti er verið að vara við ókyrrð frá jörð og upp í einhver fimmþúsund fet, eða eitthvað slíkt, þar sem er mikil ókyrrð. Og það er ekki flogið í því og allra síst í svona fjalllendi eins og við erum að fljúga í,“ segir Tómas Dagur flugrekstrarstjóri. Um hádegisbil skánaði veðrið á Vestfjörðum og var grænt ljós gefið á Bíldudalsflug. „Við erum að fara á Bíldudal núna. Svo á Gjögur að vera á eftir. En það er svolítið hvasst þar og hálka á braut,“ sagði Tómas Dagur en svo fór að flugi á Gjögur var aflýst. Bíldudalsvélin í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag.Lýður Valberg Sveinsson Hjá Icelandair var verið að gera klárt fyrir næstu vél til Akureyrar en búið að fresta Egilsstaðaflugi fram á kvöld. En verða farþegar argir? „Nei, fólk skilur þetta. Það er öllu vant og tekur þessu bara með ró,“ sagði Sara Líf hjá Icelandair. Bíldudalsvélin var hins vegar ræst. „Við ætlum að láta reyna á þetta. Vindur er nánast beint á braut á Bíldudal og hærra skýjafar. Þannig að þetta er allt í lagi.“ -Heldurðu að það verði hristingur hjá farþegunum? „Það gæti verið örlítið. En við reynum að halda því alveg í lágmarki,“ segir flugstjórinn hjá Norlandair, Kristinn Elvar Gunnarsson, í frétt Sýnar sem sjá má hér:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Samgöngur Veður Vestmannaeyjar Vesturbyggð Icelandair Tengdar fréttir Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29