Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2025 10:00 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra og eru samgöngumálin því á hans borði. Vísir/Bjarni Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi og á vakt á Vísi hér fyrir neðan. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni þar kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Mælt verði fyrir tillögunni á Alþingi í næstu viku. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu síðan ásamt Eyjólfi kynna áform um nýtt innviðafélag á sviði samgangna. Áætlunarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst hvaða jarðgangnakostur verður efst á blaði. Bæði RÚV og Morgunblaðið hafa það eftir heimildum að þar hafi Fljótagöng nú verið sett í forgang. En þeim er ætlað að að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að Austfirðingar munu telja sig svikna, en samkvæmt síðustu samgönguáætlunum hefur verið gert ráð fyrir að Fjarðarheiðargöng yrðu næstu jarðgöng landsins. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi og á vakt á Vísi hér fyrir neðan. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni þar kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Mælt verði fyrir tillögunni á Alþingi í næstu viku. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu síðan ásamt Eyjólfi kynna áform um nýtt innviðafélag á sviði samgangna. Áætlunarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst hvaða jarðgangnakostur verður efst á blaði. Bæði RÚV og Morgunblaðið hafa það eftir heimildum að þar hafi Fljótagöng nú verið sett í forgang. En þeim er ætlað að að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að Austfirðingar munu telja sig svikna, en samkvæmt síðustu samgönguáætlunum hefur verið gert ráð fyrir að Fjarðarheiðargöng yrðu næstu jarðgöng landsins. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. 2. desember 2025 21:21 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. 2. desember 2025 21:21
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33