Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 3. desember 2025 19:01 Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun