Þungt yfir Austfirðingum í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2025 12:33 Jónína Brynjólfsdóttir segir samfélagið á Austfjörðum í sárum eftir fregnir gærdagsins. Vísir Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. Ný samgönguáætlun var kynnt í gær þar sem ný jarðgangaáætlun var sett fram. Á henni eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng, sem lengi hafa verið efst á lista, sett á ís. Þungt yfir Austfirðingum Klukkan tvö í gær voru viðbragðsaðilar á Austfjörðum kallaðir út vegna alvarlegs bílslyss á heiðinni þar sem tveir bílar skullu saman. Í öðrum bílanna voru Íslendingar að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjónst, en erlendir ferðamenn í hinum. Átta voru í bílunum og lést einn. Kristján vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. „Hér er afskaplega þungt. Það var erfiður dagur í gær og það er mikið áfall að vinna úr bæði andlátið, er okkur þungbært, og síðan er framganga ráðherra í gær okkur afskaplega þungbær líka. Það er þung hljóðið í okkur fyrir austan í dag,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar. Villandi málflutningur Á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar fyrir nýja samgönguáætlun í gær sögðu ráðherrar að Fjarðarheiði eins og hún er núna sé hringtenging fyrir Austfirðinga og að göng yrðu afskaplega dýr. „Í dag er mér það bara efst í huga hvort vegir séu svo dýrir að mannslíf megi sín lítils. Með þeirri tillögu að jarðgöngum sem nú liggur fyrir að snúi að jarðgangnaleiðinni á Austurlandi er verið að beina meiri umferð inn á Fjarðarheiðina. Og þau leyfðu sér í gær að kalla hana hringtengingu. Ég hef kallað það villandi málflutning og ég stend við það. Það er villandi málflutningur.“ Mildi að enginn hafi látist í aurskriðunum Jónína bendir á að yfir veturinn sé Fjarðarheiði lokað í fjölmarga daga vegna vetrarfærðar og þar séu ekki með taldir þeir dagar sem heiðin er erfið yfirferðar. „Hér erum við með snjóflóðahættu öðrum megin í firðinum og aurskriðuhættu hinum megin í firðinum. Það er ekki lengra síðan en árið 2020 sem hér varð aurskriða og það er mildi að við skyldum ekki hafa misst nein mannslíf þá,“ segir Jónína. Múlaþing Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Samgönguslys Samgönguáætlun Tengdar fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04 Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ný samgönguáætlun var kynnt í gær þar sem ný jarðgangaáætlun var sett fram. Á henni eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng, sem lengi hafa verið efst á lista, sett á ís. Þungt yfir Austfirðingum Klukkan tvö í gær voru viðbragðsaðilar á Austfjörðum kallaðir út vegna alvarlegs bílslyss á heiðinni þar sem tveir bílar skullu saman. Í öðrum bílanna voru Íslendingar að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjónst, en erlendir ferðamenn í hinum. Átta voru í bílunum og lést einn. Kristján vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. „Hér er afskaplega þungt. Það var erfiður dagur í gær og það er mikið áfall að vinna úr bæði andlátið, er okkur þungbært, og síðan er framganga ráðherra í gær okkur afskaplega þungbær líka. Það er þung hljóðið í okkur fyrir austan í dag,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar. Villandi málflutningur Á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar fyrir nýja samgönguáætlun í gær sögðu ráðherrar að Fjarðarheiði eins og hún er núna sé hringtenging fyrir Austfirðinga og að göng yrðu afskaplega dýr. „Í dag er mér það bara efst í huga hvort vegir séu svo dýrir að mannslíf megi sín lítils. Með þeirri tillögu að jarðgöngum sem nú liggur fyrir að snúi að jarðgangnaleiðinni á Austurlandi er verið að beina meiri umferð inn á Fjarðarheiðina. Og þau leyfðu sér í gær að kalla hana hringtengingu. Ég hef kallað það villandi málflutning og ég stend við það. Það er villandi málflutningur.“ Mildi að enginn hafi látist í aurskriðunum Jónína bendir á að yfir veturinn sé Fjarðarheiði lokað í fjölmarga daga vegna vetrarfærðar og þar séu ekki með taldir þeir dagar sem heiðin er erfið yfirferðar. „Hér erum við með snjóflóðahættu öðrum megin í firðinum og aurskriðuhættu hinum megin í firðinum. Það er ekki lengra síðan en árið 2020 sem hér varð aurskriða og það er mildi að við skyldum ekki hafa misst nein mannslíf þá,“ segir Jónína.
Múlaþing Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Samgönguslys Samgönguáætlun Tengdar fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04 Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04
Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10