Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 14:07 Markmiðið með friðlýsingunni er meðal annars að vernda lífríkið við voginn. Vísir/Vilhelm Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld. Meðal gagna málsins er bréf Náttúruverndarstofnunar þar sem segir frá vinnu samstarfshóps sem samanstendur af fulltrúum Reykjavíkurborgar og Náttúruverndarstofnunar hafi unnið að undirbúningi friðlýsingar Grafarvogs. Í framhaldi af opinberri kynningu voru lokadrög friðlýsingar nú lögð fyrir ráðið sem afgreiddi málið á fundi sínum í gær, en ákvörðun ráðherra um friðlýsingu er háð samþykki landeigenda og viðkomandi sveitarfélags. Vildu stækka verndarsvæðið „Grafarvogur var hluti stærra svæðis í tillögum Náttúrufræðistofnunar til B-hluta náttúruminjaskrár. Grafarvogur hefur hátt verndargildi sem felst einkum í leirum sem eru mikilvægur viðkomustaður farfugla. Ríkulegt dýralíf í og við leirurnar hefur mikla sérstöðu í borgarlandinu. Vernd þess veitir mikla möguleika til útivistar og fræðslu enda er það meðal markmiða friðlýsingar, því auk þess að vernda náttúrufar styrkir verndunin útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi á svæðinu,“ segir meðal annars um friðlýsinguna í bréfi Náttúruverndarstofnunar. Tillagan kveður á um friðlýsingu Grafarvogs innan þess svæðis sem græna línan afmarkar.Reykjavík/Loftmyndir ehf. Myndin hér að ofan sýnir mörk friðlandsins sem gert er ráð fyrir að friðlýsa samkvæmt tillögunni. Við umfjöllun málsins í umhverfis- og samgönguráði lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram breytingartillögu þar sem lagt er til að mörk verndarsvæðisins verði útvíkkuð, til samræmis við tillögu umhverfisráðuneytisins frá 2023. „Samkvæmt umræddri tillögu ráðuneytisins myndi verndarsvæðið fylgja göngustíg í norðanverðum Grafarvogi en teygja sig jafnframt inn á skógræktarsvæði við Funaborg. Þaðan fylgdu mörkin göngustíg í átt að Stórhöfða en síðan lóðamörkum meðfram götunni til og með Stórhöfða 45. Þaðan með Stórhöfða að Grafarlæk, síðan meðfram læknum (50-100 metra), og síðan með göngustíg,“ sagði í breytingartillögunni, sem var felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna, en Framsókn sat hjá. Allir flokkar hlynntir friðlýsingu Með þá niðurstöðu lýstu Sjálfstæðismenn vonbrigðum sínum í bókum þar sem afstaða meirihlutans er hörmuð. „Þessi afstaða meirihlutans gengur í berhögg við afstöðu Íbúaráðs Grafarvogs, Íbúasamtaka Grafarvogs sem og afstöðu flestra þeirra Grafarvogsbúa, sem hafa tjáð sig um málið. Afgreiðsla málsins sýnir að háleitar yfirlýsingar vinstri flokkanna um umhverfisvernd og íbúasamráð eru innantómar og merkingarlausar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðismanna. Við þessu brugðust meirihlutaflokkarnir í eigin bókun þar sem því er haldið fram að „markmiðum um náttúruvernd í Grafarvogi er náð með tillögunni eins og hún var til afgreiðslu. Halda skal til haga að Náttúrufræðistofnun mælir ekki með því að svæðið væri stækkað með þeim hætti sem hér var lagt til.“ Loks fagnar Framsóknarflokkurinn því að tillagan um friðlýsingu hafi verið afgreidd. „ Mikilvægt er að þessum áfanga er lokið til að vernda voginn sem er stórt varpsvæði fugla sem og vinsælt útivistarsvæði. Einnig mun friðlýsingin koma til með að eyða óvissu um framtíðar uppbyggingu í nálægð við voginn,“ segir í bókun Framsóknarflokksins. Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Meðal gagna málsins er bréf Náttúruverndarstofnunar þar sem segir frá vinnu samstarfshóps sem samanstendur af fulltrúum Reykjavíkurborgar og Náttúruverndarstofnunar hafi unnið að undirbúningi friðlýsingar Grafarvogs. Í framhaldi af opinberri kynningu voru lokadrög friðlýsingar nú lögð fyrir ráðið sem afgreiddi málið á fundi sínum í gær, en ákvörðun ráðherra um friðlýsingu er háð samþykki landeigenda og viðkomandi sveitarfélags. Vildu stækka verndarsvæðið „Grafarvogur var hluti stærra svæðis í tillögum Náttúrufræðistofnunar til B-hluta náttúruminjaskrár. Grafarvogur hefur hátt verndargildi sem felst einkum í leirum sem eru mikilvægur viðkomustaður farfugla. Ríkulegt dýralíf í og við leirurnar hefur mikla sérstöðu í borgarlandinu. Vernd þess veitir mikla möguleika til útivistar og fræðslu enda er það meðal markmiða friðlýsingar, því auk þess að vernda náttúrufar styrkir verndunin útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi á svæðinu,“ segir meðal annars um friðlýsinguna í bréfi Náttúruverndarstofnunar. Tillagan kveður á um friðlýsingu Grafarvogs innan þess svæðis sem græna línan afmarkar.Reykjavík/Loftmyndir ehf. Myndin hér að ofan sýnir mörk friðlandsins sem gert er ráð fyrir að friðlýsa samkvæmt tillögunni. Við umfjöllun málsins í umhverfis- og samgönguráði lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram breytingartillögu þar sem lagt er til að mörk verndarsvæðisins verði útvíkkuð, til samræmis við tillögu umhverfisráðuneytisins frá 2023. „Samkvæmt umræddri tillögu ráðuneytisins myndi verndarsvæðið fylgja göngustíg í norðanverðum Grafarvogi en teygja sig jafnframt inn á skógræktarsvæði við Funaborg. Þaðan fylgdu mörkin göngustíg í átt að Stórhöfða en síðan lóðamörkum meðfram götunni til og með Stórhöfða 45. Þaðan með Stórhöfða að Grafarlæk, síðan meðfram læknum (50-100 metra), og síðan með göngustíg,“ sagði í breytingartillögunni, sem var felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna, en Framsókn sat hjá. Allir flokkar hlynntir friðlýsingu Með þá niðurstöðu lýstu Sjálfstæðismenn vonbrigðum sínum í bókum þar sem afstaða meirihlutans er hörmuð. „Þessi afstaða meirihlutans gengur í berhögg við afstöðu Íbúaráðs Grafarvogs, Íbúasamtaka Grafarvogs sem og afstöðu flestra þeirra Grafarvogsbúa, sem hafa tjáð sig um málið. Afgreiðsla málsins sýnir að háleitar yfirlýsingar vinstri flokkanna um umhverfisvernd og íbúasamráð eru innantómar og merkingarlausar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðismanna. Við þessu brugðust meirihlutaflokkarnir í eigin bókun þar sem því er haldið fram að „markmiðum um náttúruvernd í Grafarvogi er náð með tillögunni eins og hún var til afgreiðslu. Halda skal til haga að Náttúrufræðistofnun mælir ekki með því að svæðið væri stækkað með þeim hætti sem hér var lagt til.“ Loks fagnar Framsóknarflokkurinn því að tillagan um friðlýsingu hafi verið afgreidd. „ Mikilvægt er að þessum áfanga er lokið til að vernda voginn sem er stórt varpsvæði fugla sem og vinsælt útivistarsvæði. Einnig mun friðlýsingin koma til með að eyða óvissu um framtíðar uppbyggingu í nálægð við voginn,“ segir í bókun Framsóknarflokksins.
Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira