Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2025 19:00 Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður segir að haldlagnir á fíkniefnum- og lyfjum hafi verið að aukast. 265 mál hafi verið kær, þar af 122 stórfelld. Vísir/Vilhelm Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember. Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira