Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 11:38 Flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, á flugvellinum í Dyflinni á mánudagskvöld. Ekki munaði miklu að óþekktir drónar flygju í veg fyrir hana á leið hennar til lendingar á Írlandi. Vísir/Getty Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum. Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum.
Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08
Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03