Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 15:01 Kjartan Atli Kjartansson er með tvo leikmenn í sínu liði sem spiluðu mikið í nýafstöðnu landsleikjahléi. Vísir / Diego Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld þegar fjórir leikir fara fram. Álftnesingar frumsýna þá nýjan leikmann sem leikið hefur yfir áttatíu landsleiki fyrir sterkt lið Georgíu, hefur farið á stórmót og leikið nokkur tímabil í efstu deild á Spáni. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, ræddi um þennan nýja leikmann, Rati Andronikashvili, sem verður í eldlínunni gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík „Rati er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er búinn að vera í þessu sterka georgíska landsliði og þeir Haukur [Helgi Pálsson] eru báðir að koma úr því að spila ansi margar mínútur. Það segir manni hvað þessi landsleikjahlé eru oft „tricky“. Sumir eru að koma úr miklum spiltíma og stórum hlutverkum en aðrir bara búnir að vera að æfa. Rati kemur inn í liðið með margt. Þess vegna fengum við hann til okkar. Hann stýrir leiknum vel, er mjög góður í vörn og bara gæðaleikmaður. Hann hefur ekkert spilað með félagsliði á þessari leiktíð og við sjáum bara til hversu hratt við náum honum í leikform en hann spilaði með georgíska landsliðinu núna í landsliðsglugganum,“ sagði Kjartan við Vísi. Ljóst er að koma Andronikashvili styrkir enn Bónus-deildina sem að sögn Kjartans hefur aldrei verið sterkari: „Deildin er alltaf að stækka og það eru mjög margir öflugir leikmenn hérna. Í hverju liði eru leikmenn sem að hefðu ekkert verið í deildinni þegar ég var að spila í henni. Gæðin aukast með ári hverju og það væri mjög áhugavert að vita hvernig deildin stæði í samanburði við aðrar deildir. Við sjáum Stólana gera mjög vel í sinni Evrópukeppni. Við höfum verið að fara til Króatíu og Portúgals á undirbúningstímabilinu, þrjú ár í röð, og spilað við sterk lið á meginlandinu og við sjáum að deildin okkar er að verða mjög samkeppnishæf við sterk lið í Evrópu,“ sagði Kjartan, ánægður með að nú sé aftur spilað eftir landsleikjahléið: „En það var fínt að fá smá hlé í þetta. Hlutirnir gerast svolítið hratt fyrstu vikurnar á mótinu og gott að komast aðeins í burtu frá leiknum. Við tókum okkur þriggja daga frí og menn fengu smáhlé frá hefðbundnum æfingum og leikjum, sem er bara mjög gott.“ Leikur ÍR og Álftaness hefst klukkan 19:15 í kvöld og er sýndur á Sýn Sport Ísland 3. Allir leikir kvöldsins eru svo á Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland. „ÍR-ingar eru mjög öflugt lið. Borche og ÍR er eitthvað sem passar rosalega vel saman. ÍR-liðið endurspeglar rosalega vel það sem ÍR hefur staðið fyrir; vinnusemi, dugnað og kraft. Þetta er rosalega öflugt lið og eins og allir leikir í þessari deild þá verður þetta jafn og spennandi leikur. Það verður gaman að fara í Breiðholtið í kvöld,“ sagði Kjartan.
Níunda umferð Bónus-deildar karla: Föstudagur: 19.15 Keflavík - KR 19.15 ÍR - Álftanes 19.15 Tindastóll - ÍA 19.15 Valur - Njarðvík Laugardagur: 19.00 Ármann - Þór Þ. Sunnudagur: 19.15 Stjarnan - Grindavík
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira