„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Eiður Þór Árnason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 5. desember 2025 18:50 Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins, telur málið fordæmalaust. Vísir/Anton Brink Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. „Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum. Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum.
Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39