Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 07:30 Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Húsnæðismál Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samgönguáætlun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun