Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2025 07:11 Þrír borar frá fyrirtækinu Robbins voru notaðir til að bora virkjanagöng Kárahnjúka. Robbins Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Héraðsmaðurinn og Egilsstaðabúinn Sveinn Jónsson hvetur núna til þess að Austfirðingar slíðri sverðin í hatrömmum deilum um næstu jarðgöng innan fjórðungsins. Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum. Hann kemur frá stórbýlinu Egilsstöðum í Múlaþingi.Aðsend „Það er sérstaklega mikilvægt núna að menn setjist niður og finni sameiginlegu bestu lausnina og það sem allra fyrst. Tíminn líður,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu Sýnar og minnir á að bæði Norðfjarðargöng og ekki síður Fáskrúðsfjarðargöng hafi gjörbreytt samfélaginu fyrir austan. Hugmyndir Sveins að sáttalausn koma fram í þessu viðtali en hafa áður birst í greinum í héraðsmiðlinum Austurfrétt og núna einnig í viðbrögðum hans við þreifingum hópsins sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina Fjarðagöng í forgang. Fjarðagangahópurinn varpaði því fram á föstudag hvort hópurinn sem styður Fjarðarheiðargöng væri tilbúinn að sameinast í baráttu um að flýta enn frekar fyrir Fjarðagöngum og fá þriðju göngin inn í myndina, sem sagt úr Mjóafirði til Héraðs. „Fá þannig hin eiginlegu Samgöng aftur á kortið. Gæti það hugsanlega verið lausn sem allir íbúar Mið-Austurlands gætu unað við?“ er spurt á facebooksíðu Fjarðagangahópsins. Fjarðagöngum verði flýtt „Húrra fyrir þessu. Úr því sem komið er skal ég vera manna fyrstur til að styðja þessa tillögu og þykir vænt um að forsvarsmenn Fjarðaganga eru að sjá ljósið og rétta sáttahönd,“ svarar Sveinn á heimasíðunni en 77 ára gamall er hann enn virkur þátttakandi í umræðum um framfaramál Austurlands. Við lok jarðgangaborana við Kárahnjúka árið 2008 fjallaði Stöð 2 um óskir ráðamanna á Austfjörðum um að halda eftir í landinu einum þriggja bora Impregilo: Sveinn Jónsson hefur um áraraðir verið einn helsti áhrifamaður Héraðsmanna. Hann kemur frá sjálfu höfuðbólinu Egilsstöðum, sem þéttbýlið byggðist út frá. Hann sat lengi í bæjarstjórn Egilsstaða, sem núna er hluti Múlaþings, var formaður bæjarráðs og gegndi forystustörfum á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Þá settist hann margoft inn á Alþingi sem varaþingmaður Alþýðubandalagsins í þrjú kjörtímabil. Samtímis var Sveinn framámaður í atvinnulífi Austfirðinga, rak verkfræðistofu, var byggingarfulltrúi og bæjarverkfræðingur Egilsstaða og hafði síðar forystu fyrir margskyns atvinnurekstri og stýrði stórum byggingaverkefnum. Þá kom hann bæði að undirbúningi Kárahnjúkavirkjunar og var í byggingarstjórn álversins á Reyðarfirði. Efaðist um Fjarðarheiðargöng „Ég var alla tíð stuðningsmaður þess að fara í Fjarðagöng með tengingu við Hérað, eða svokölluð Samgöng. Eftir að sveitarstjórnarmenn náðu saman um Fjarðarheiðargöng studdi ég þau að sjálfsögðu en hafði þó efasemdir, bæði vegna kostnaðar og einnig taldi ég að erfitt yrði að fá víðtækan stuðning við þá leið,“ segir Sveinn. Þá segir hann vötn uppi á Fjarðarheiði valda sér áhyggjum gagnvart vatnsleka. Svokölluð Samgöng gerðu ráð fyrir tengingu fjarðanna og Héraðs með göngum undir Mjóafjarðarheiði.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Ég hallast að tengingu við Hérað með göngum undir Mjóafjarðarheiði, yfir í Slenjudal og Eyvindarárdal. Ef menn vildu halda sig við Fjarðarheiðargöng teldi ég að frekar ætti að skoða að fara undir Gagnheiði og gera þá göng með gatnamótum þar, eða hringtorgi, eins og Færeyingar hafa gert. Annar leggurinn færi til Seyðisfjarðar en hinn til Mjóafjarðar.“ Þessi útfærsla af göngum var sýnd í frétt Stöðvar 2 árið 2008. Hún gerir ráð fyrir göngum undir Gagnheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar með gatnamótum. Sömu göngin myndu þannig tengja Egilsstaði, Seyðisfjörð og Mjóafjörð. Þetta var áður en Norðfjarðargöng voru grafin.skjáskot/Stöð 2 Vill fá risabor í verkið Sveinn hvetur eindregið til þess að skoðað verði að fá TBM-heilborunarvél til að bora öll göngin í einni lotu. Slík vél með tilheyrandi búnaði segir hann að kosti milli fjóra og fimm milljarða króna. Hún geti borað einn og hálfan kílómetra á mánuði. Telur Sveinn að það þyrfti ekki að taka nema fjórtán til fimmtán mánuði að bora alla 21 eða 22 kílómetrana. „Svona borvélar hafa verið að koma mjög vel út. Afkastagetan er margföld á við hefðbundin sprengd göng.“ Einn risaboranna við Kárahnjúka mölvar síðasta haftið. Þar heilboruðu þeir alls 48,5 kílómetra af jarðgöngum. Árið 2006 boraði einn borinn 864,6 metra í einum mánuði. Annar setti heimsmet þegar hann boraði 92 metra á 24 klukkustundum.Robbins Hann segir að á þeim tveimur áratugum sem liðnir séu frá virkjanaframkvæmdunum hafi orðið gríðarlegar framfarir í heilborun jarðganga. Margir nýir framleiðendur hafi bæst við og kostnaður lækkað. „Áður var talið að til að heilborun borgaði sig þyrftu jarðgöng að vera minnst tíu kílómetra löng. Þetta hefur styst. Núna tala menn um þriggja kílómetra göng og jafnvel að heilborun geti borgað sig í eins kílómetra löngum göngum. Ég er sannfærður um að þetta er langhagkvæmasta lausnin,“ segir Sveinn Jónsson. Heilborun rædd á Alþingi árið 2005 Árið 2005, þegar vinna við Kárahnjúka stóð sem hæst, var rætt á Alþingi um þann möguleika að nota heilborun við gerð vegganga. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, svaraði þá fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um málið en tilefnið var að áhugamannahópur á Austurlandi sem kallaðist Samgöng, vildi leita til Impregilo um að nýta þá tækni. Héðinsfjarðargöng voru formlega opnuð með viðhöfn laugardaginn 2. október árið 2010. Þau eru tvenn jarðgöng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, 3,9 kílómetra og 7,1 kílómetra löng, með Héðinsfjörð á milli.Vísir Árið 2003 þegar Vegagerðin í fyrra sinn bauð út Héðinsfjarðargöng var hið ítalska Impregilo, verktakinn við Kárahnjúka, meðal bjóðenda í samstarfi við Héraðsverk og Eykt. Tilboð þeirra upp á 9,1 milljarð króna reyndist hins vegar langhæst, 47 prósentum hærra en lægsta boð. Öllum tilboðum var þá hafnað. Þegar Vegagerðin í annað sinn bauð út göngin árið 2006, þegar hyllti undir lok Kárahnjúkaframkvæmda, var sérstaklega boðið upp á þann valkost að senda inn frávikstilboð miðað við aðra verktilhögun, svo sem heilborun. Eitt slíkt tilboð barst, upp á 8,9 milljarða króna, en það var um 40 prósentum hærra en það lægsta, sem var upp á 5,7 milljarða króna. Vorið 2008 fjallaði Stöð 2 um hvernig göng austfirskir ráðamenn vildu fá risaborinn til að bora: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Þungt yfir Austfirðingum í dag Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. 4. desember 2025 12:33 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Héraðsmaðurinn og Egilsstaðabúinn Sveinn Jónsson hvetur núna til þess að Austfirðingar slíðri sverðin í hatrömmum deilum um næstu jarðgöng innan fjórðungsins. Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum. Hann kemur frá stórbýlinu Egilsstöðum í Múlaþingi.Aðsend „Það er sérstaklega mikilvægt núna að menn setjist niður og finni sameiginlegu bestu lausnina og það sem allra fyrst. Tíminn líður,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu Sýnar og minnir á að bæði Norðfjarðargöng og ekki síður Fáskrúðsfjarðargöng hafi gjörbreytt samfélaginu fyrir austan. Hugmyndir Sveins að sáttalausn koma fram í þessu viðtali en hafa áður birst í greinum í héraðsmiðlinum Austurfrétt og núna einnig í viðbrögðum hans við þreifingum hópsins sem stendur á bak við undirskriftasöfnunina Fjarðagöng í forgang. Fjarðagangahópurinn varpaði því fram á föstudag hvort hópurinn sem styður Fjarðarheiðargöng væri tilbúinn að sameinast í baráttu um að flýta enn frekar fyrir Fjarðagöngum og fá þriðju göngin inn í myndina, sem sagt úr Mjóafirði til Héraðs. „Fá þannig hin eiginlegu Samgöng aftur á kortið. Gæti það hugsanlega verið lausn sem allir íbúar Mið-Austurlands gætu unað við?“ er spurt á facebooksíðu Fjarðagangahópsins. Fjarðagöngum verði flýtt „Húrra fyrir þessu. Úr því sem komið er skal ég vera manna fyrstur til að styðja þessa tillögu og þykir vænt um að forsvarsmenn Fjarðaganga eru að sjá ljósið og rétta sáttahönd,“ svarar Sveinn á heimasíðunni en 77 ára gamall er hann enn virkur þátttakandi í umræðum um framfaramál Austurlands. Við lok jarðgangaborana við Kárahnjúka árið 2008 fjallaði Stöð 2 um óskir ráðamanna á Austfjörðum um að halda eftir í landinu einum þriggja bora Impregilo: Sveinn Jónsson hefur um áraraðir verið einn helsti áhrifamaður Héraðsmanna. Hann kemur frá sjálfu höfuðbólinu Egilsstöðum, sem þéttbýlið byggðist út frá. Hann sat lengi í bæjarstjórn Egilsstaða, sem núna er hluti Múlaþings, var formaður bæjarráðs og gegndi forystustörfum á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Þá settist hann margoft inn á Alþingi sem varaþingmaður Alþýðubandalagsins í þrjú kjörtímabil. Samtímis var Sveinn framámaður í atvinnulífi Austfirðinga, rak verkfræðistofu, var byggingarfulltrúi og bæjarverkfræðingur Egilsstaða og hafði síðar forystu fyrir margskyns atvinnurekstri og stýrði stórum byggingaverkefnum. Þá kom hann bæði að undirbúningi Kárahnjúkavirkjunar og var í byggingarstjórn álversins á Reyðarfirði. Efaðist um Fjarðarheiðargöng „Ég var alla tíð stuðningsmaður þess að fara í Fjarðagöng með tengingu við Hérað, eða svokölluð Samgöng. Eftir að sveitarstjórnarmenn náðu saman um Fjarðarheiðargöng studdi ég þau að sjálfsögðu en hafði þó efasemdir, bæði vegna kostnaðar og einnig taldi ég að erfitt yrði að fá víðtækan stuðning við þá leið,“ segir Sveinn. Þá segir hann vötn uppi á Fjarðarheiði valda sér áhyggjum gagnvart vatnsleka. Svokölluð Samgöng gerðu ráð fyrir tengingu fjarðanna og Héraðs með göngum undir Mjóafjarðarheiði.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Ég hallast að tengingu við Hérað með göngum undir Mjóafjarðarheiði, yfir í Slenjudal og Eyvindarárdal. Ef menn vildu halda sig við Fjarðarheiðargöng teldi ég að frekar ætti að skoða að fara undir Gagnheiði og gera þá göng með gatnamótum þar, eða hringtorgi, eins og Færeyingar hafa gert. Annar leggurinn færi til Seyðisfjarðar en hinn til Mjóafjarðar.“ Þessi útfærsla af göngum var sýnd í frétt Stöðvar 2 árið 2008. Hún gerir ráð fyrir göngum undir Gagnheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar með gatnamótum. Sömu göngin myndu þannig tengja Egilsstaði, Seyðisfjörð og Mjóafjörð. Þetta var áður en Norðfjarðargöng voru grafin.skjáskot/Stöð 2 Vill fá risabor í verkið Sveinn hvetur eindregið til þess að skoðað verði að fá TBM-heilborunarvél til að bora öll göngin í einni lotu. Slík vél með tilheyrandi búnaði segir hann að kosti milli fjóra og fimm milljarða króna. Hún geti borað einn og hálfan kílómetra á mánuði. Telur Sveinn að það þyrfti ekki að taka nema fjórtán til fimmtán mánuði að bora alla 21 eða 22 kílómetrana. „Svona borvélar hafa verið að koma mjög vel út. Afkastagetan er margföld á við hefðbundin sprengd göng.“ Einn risaboranna við Kárahnjúka mölvar síðasta haftið. Þar heilboruðu þeir alls 48,5 kílómetra af jarðgöngum. Árið 2006 boraði einn borinn 864,6 metra í einum mánuði. Annar setti heimsmet þegar hann boraði 92 metra á 24 klukkustundum.Robbins Hann segir að á þeim tveimur áratugum sem liðnir séu frá virkjanaframkvæmdunum hafi orðið gríðarlegar framfarir í heilborun jarðganga. Margir nýir framleiðendur hafi bæst við og kostnaður lækkað. „Áður var talið að til að heilborun borgaði sig þyrftu jarðgöng að vera minnst tíu kílómetra löng. Þetta hefur styst. Núna tala menn um þriggja kílómetra göng og jafnvel að heilborun geti borgað sig í eins kílómetra löngum göngum. Ég er sannfærður um að þetta er langhagkvæmasta lausnin,“ segir Sveinn Jónsson. Heilborun rædd á Alþingi árið 2005 Árið 2005, þegar vinna við Kárahnjúka stóð sem hæst, var rætt á Alþingi um þann möguleika að nota heilborun við gerð vegganga. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, svaraði þá fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um málið en tilefnið var að áhugamannahópur á Austurlandi sem kallaðist Samgöng, vildi leita til Impregilo um að nýta þá tækni. Héðinsfjarðargöng voru formlega opnuð með viðhöfn laugardaginn 2. október árið 2010. Þau eru tvenn jarðgöng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, 3,9 kílómetra og 7,1 kílómetra löng, með Héðinsfjörð á milli.Vísir Árið 2003 þegar Vegagerðin í fyrra sinn bauð út Héðinsfjarðargöng var hið ítalska Impregilo, verktakinn við Kárahnjúka, meðal bjóðenda í samstarfi við Héraðsverk og Eykt. Tilboð þeirra upp á 9,1 milljarð króna reyndist hins vegar langhæst, 47 prósentum hærra en lægsta boð. Öllum tilboðum var þá hafnað. Þegar Vegagerðin í annað sinn bauð út göngin árið 2006, þegar hyllti undir lok Kárahnjúkaframkvæmda, var sérstaklega boðið upp á þann valkost að senda inn frávikstilboð miðað við aðra verktilhögun, svo sem heilborun. Eitt slíkt tilboð barst, upp á 8,9 milljarða króna, en það var um 40 prósentum hærra en það lægsta, sem var upp á 5,7 milljarða króna. Vorið 2008 fjallaði Stöð 2 um hvernig göng austfirskir ráðamenn vildu fá risaborinn til að bora:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Þungt yfir Austfirðingum í dag Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. 4. desember 2025 12:33 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30
Þungt yfir Austfirðingum í dag Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. 4. desember 2025 12:33
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10