Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 14:02 Fjöldi fólks fer til Svíþjóðar í sérgreinanám en flytur svo aftur til Íslands til að vinna á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór. Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór.
Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira