Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2025 15:39 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27