Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar 9. desember 2025 09:00 Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra. Ríkisvaldið stendur frammi fyrir þeim veruleika að brýn þörf er fyrir jarðgöng víða um land og að sjálfsögðu myndu flestir vilja að ráðist yrði í gerð þeirra allra. Raunveruleikinn krefst hins vegar forgangsröðunar þar sem stjórnvöld horfa til samþætts mats á samfélagslegum ábata. Undir það fellur brýn náttúruvá, arðsemi, öryggi, tenging svæða og byggðaþróun. Í tillögu að nýrri samgönguáætlun eru Fljótagöng sett í forgang vegna alvarlegrar náttúruvár, þar sem mikið jarðsig og ofanflóðahætta ógna öryggi vegfarenda. Saman í 2.-3. sæti eru Fjarðagöng og Súðavíkurgöng. Fjarðagöng vegna mikils samfélagslegs ábata og Súðavíkurgöng vegna umferðaröryggis, grjóthruns og snjóflóðahættu. Umræðan um skýrslu RHA Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Staðreyndin er sú að ákvörðunin byggir á margra ára vinnu, meðal annars á viðamiklu samráðsferli um allt land og margvíslegum greiningum. Þar liggja einkum tvær eldri skýrslur til grundvallar: Annars vegar skýrsla starfshóps um Seyðisfjarðargöng (2019) og hins vegar skýrsla Vegagerðarinnar og RHA um jarðgangakosti á Íslandi (2023). Mikið hefur verið rætt um nýjustu skýrslu RHA sem skilað var í lok nóvember. Hún var unnin að mínu frumkvæði til að fá fram samanburðargreiningu á ábata jarðgangakosta að Seyðisfirði. Skýrslan barst ráðuneytinu 27. nóvember 2025, tæpri viku fyrir kynningu samgönguáætlunar. Ég fékk að sjálfsögðu ítarlega kynningu á efni hennar og lykiltölum frá sérfræðingum skrifstofu samgangna í innviðaráðuneytinu. Þrátt fyrir skamman fyrirvara er gerð grein fyrir henni í greinargerð samgönguáætlunar, enda tekið mið af henni í samhengi við aðrar greiningar við endanlega ákvörðunartöku um forgangsröðun jarðganga. Niðurstöður hennar reyndust jafnframt í samræmi við fyrri greiningar. Þær staðfestu að samfélagslegur ábati og þ.m.t. arðsemi af Fjarðagöngum er mun meiri en af Fjarðarheiðargöngum. Af hverju Fjarðagöng? Greiningar, allt frá skýrslu starfshóps um Seyðisfjarðargöng (2019) til nýjustu gagna, sýna fram á mikilvægi Fjarðaganga fyrir samfélagið í heild og ná áhrifin mun víðar. Hins vegar kemur fram í skýrslu RHA (2025) að Fjarðarheiðargöng komi betur út þegar horft er til umferðaröryggis. Fjarðagöng eru þó sömuleiðis mikilvæg hvað öryggi varðar þar sem göngin opna nýja og öruggari láglendisleið til annarra byggða. Með Fjarðagöngum næst fram „byltingarkennd“ breyting eins og kemur fram í skýrslu RHA frá 2023. Göngin rjúfa vetrareinangrun, stytta ferðatíma verulega (um 64 km milli Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar) og búa til hringtengingu á Mið-Austurlandi. Jafnframt veita göngin greiðari aðgang að víðtækri þjónustu í Fjarðabyggð, þar á meðal að sjúkrahúsinu í Neskaupstað og styðja við fjölbreytt atvinnulíf. Þetta stækkar atvinnusvæðið og eykur fjölbreytni í samgöngum. Opnun Mjóafjarðar skapar einnig skilyrði fyrir aukinni verðmætasköpun, til að mynda í fiskeldi. Með þessu móti fæst mestur samfélagslegur ábati fyrir fjármagnið og samfélagið eystra fær öflug göng sem bæta samgöngur og öryggi. Það hefur einnig mikla þýðingu að Fjarðagöng eru tvenn göng og heildarlengd þeirra styttri. Verkefnið er þar af leiðandi viðráðanlegra að umfangi og hagkvæmara. Hvað með Fjarðarheiðargöng? Það var erfið ákvörðun að breyta forgangsröðun í jarðgangaáætlun en í því samhengi þarf einnig að horfa til mikilla þjóðhagslegra hagsmuna. Af þessum sökum sagði ég hreinskilnislega í kynningu á samgönguáætlun að ekki væri fjárhagslega forsvaranlegt að byrja á Fjarðarheiðargöngum. Rétt er að rifja upp að jarðgangaáætlanir fyrri stjórnar voru ófjármagnaðar um árabil, enda tókst þeim hvorki að fjármagna loforð um Fjarðarheiðargöng né að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir eftir opnun Dýrafjarðarganga árið 2020. Íslenskir samgönguinnviðir mælast nú einn veikasti hlekkurinn í samkeppnishæfni landsins og kraftleysi síðustu ríkisstjórna hefur reynst okkur dýrkeypt. Með nýrri forgangsröðun er þó ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Með tímamótasamkomulagi ríkisstjórnarinnar um stofnun nýs innviðafélags skapast forsendur til að vinna þessi verkefni hraðar en áður hefur verið mögulegt. Nýtt fyrirkomulag leiðir til þess að jarðgangaframkvæmdir verði raunhæfar á ný og hægt verður að hefja undirbúning og síðar framkvæmdir á fleiri en einum stað á landinu. Fjarðagöng og Fjarðarheiðargöng í sameiningu, sem eru þeir gangakostir sem Austfirðingar hafa barist fyrir, hafa aldrei verið nær því að komast af hugmyndastigi og til framkvæmda. Stórtíðindi í samgönguáætlun Sú forgangsröðun sem hér er rædd er hluti af stórsókn í íslenskum samgöngumálum. Við höfum kynnt fullfjármagnaða samgönguáætlun þar sem gert er ráð fyrir að framlög verði rúmir þúsund milljarðar króna á fimmtán ára tímabili. Þar af rennur um 361 milljarður til málaflokksins strax á fyrstu fimm árunum, með trausta stoð í gildandi fjármálaáætlun 2026–2030. Við blásum til sóknar með nýframkvæmdum um allt land og hefjum framkvæmdir við Sundabraut sem beðið hefur verið eftir í áratugi. Sú framkvæmd ein og sér gerbreytir vaxtamöguleikum höfuðborgarinnar og býður upp á öfluga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, styttir vegalengdir frá Vesturlandi til borgarinnar og léttir miklum umferðarþunga af Ártúnsbrekku og í gegnum Mosfellsbæ. Með samgönguáætlun stöðvum við vöxt innviðaskuldar með stórauknu viðhaldi vega um allt land. Framlög til viðhalds vega hækka úr 12-13 milljörðum á ári í 17,5 milljarða á næsta ári og í 20 milljarða á ári frá og með árinu 2027. Jafnframt tryggjum við fjármögnun vetrarþjónustu sem hefur verið verulega undirfjármögnuð um nokkurt skeið. Við ætlum einnig að leggja af allar einbreiðar brýr á Hringveginum fyrir árið 2040. Samhliða þessu öllu förum við í átak til að fækka malarvegum. Næst á dagskrá er að mæla fyrir samgönguáætlun á Alþingi. Ég fagna allri umræðu um hana. Framundan er mikil og langþráð uppbygging sem mun efla íslenskt samfélag. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Fjallabyggð Skagafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra. Ríkisvaldið stendur frammi fyrir þeim veruleika að brýn þörf er fyrir jarðgöng víða um land og að sjálfsögðu myndu flestir vilja að ráðist yrði í gerð þeirra allra. Raunveruleikinn krefst hins vegar forgangsröðunar þar sem stjórnvöld horfa til samþætts mats á samfélagslegum ábata. Undir það fellur brýn náttúruvá, arðsemi, öryggi, tenging svæða og byggðaþróun. Í tillögu að nýrri samgönguáætlun eru Fljótagöng sett í forgang vegna alvarlegrar náttúruvár, þar sem mikið jarðsig og ofanflóðahætta ógna öryggi vegfarenda. Saman í 2.-3. sæti eru Fjarðagöng og Súðavíkurgöng. Fjarðagöng vegna mikils samfélagslegs ábata og Súðavíkurgöng vegna umferðaröryggis, grjóthruns og snjóflóðahættu. Umræðan um skýrslu RHA Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Staðreyndin er sú að ákvörðunin byggir á margra ára vinnu, meðal annars á viðamiklu samráðsferli um allt land og margvíslegum greiningum. Þar liggja einkum tvær eldri skýrslur til grundvallar: Annars vegar skýrsla starfshóps um Seyðisfjarðargöng (2019) og hins vegar skýrsla Vegagerðarinnar og RHA um jarðgangakosti á Íslandi (2023). Mikið hefur verið rætt um nýjustu skýrslu RHA sem skilað var í lok nóvember. Hún var unnin að mínu frumkvæði til að fá fram samanburðargreiningu á ábata jarðgangakosta að Seyðisfirði. Skýrslan barst ráðuneytinu 27. nóvember 2025, tæpri viku fyrir kynningu samgönguáætlunar. Ég fékk að sjálfsögðu ítarlega kynningu á efni hennar og lykiltölum frá sérfræðingum skrifstofu samgangna í innviðaráðuneytinu. Þrátt fyrir skamman fyrirvara er gerð grein fyrir henni í greinargerð samgönguáætlunar, enda tekið mið af henni í samhengi við aðrar greiningar við endanlega ákvörðunartöku um forgangsröðun jarðganga. Niðurstöður hennar reyndust jafnframt í samræmi við fyrri greiningar. Þær staðfestu að samfélagslegur ábati og þ.m.t. arðsemi af Fjarðagöngum er mun meiri en af Fjarðarheiðargöngum. Af hverju Fjarðagöng? Greiningar, allt frá skýrslu starfshóps um Seyðisfjarðargöng (2019) til nýjustu gagna, sýna fram á mikilvægi Fjarðaganga fyrir samfélagið í heild og ná áhrifin mun víðar. Hins vegar kemur fram í skýrslu RHA (2025) að Fjarðarheiðargöng komi betur út þegar horft er til umferðaröryggis. Fjarðagöng eru þó sömuleiðis mikilvæg hvað öryggi varðar þar sem göngin opna nýja og öruggari láglendisleið til annarra byggða. Með Fjarðagöngum næst fram „byltingarkennd“ breyting eins og kemur fram í skýrslu RHA frá 2023. Göngin rjúfa vetrareinangrun, stytta ferðatíma verulega (um 64 km milli Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar) og búa til hringtengingu á Mið-Austurlandi. Jafnframt veita göngin greiðari aðgang að víðtækri þjónustu í Fjarðabyggð, þar á meðal að sjúkrahúsinu í Neskaupstað og styðja við fjölbreytt atvinnulíf. Þetta stækkar atvinnusvæðið og eykur fjölbreytni í samgöngum. Opnun Mjóafjarðar skapar einnig skilyrði fyrir aukinni verðmætasköpun, til að mynda í fiskeldi. Með þessu móti fæst mestur samfélagslegur ábati fyrir fjármagnið og samfélagið eystra fær öflug göng sem bæta samgöngur og öryggi. Það hefur einnig mikla þýðingu að Fjarðagöng eru tvenn göng og heildarlengd þeirra styttri. Verkefnið er þar af leiðandi viðráðanlegra að umfangi og hagkvæmara. Hvað með Fjarðarheiðargöng? Það var erfið ákvörðun að breyta forgangsröðun í jarðgangaáætlun en í því samhengi þarf einnig að horfa til mikilla þjóðhagslegra hagsmuna. Af þessum sökum sagði ég hreinskilnislega í kynningu á samgönguáætlun að ekki væri fjárhagslega forsvaranlegt að byrja á Fjarðarheiðargöngum. Rétt er að rifja upp að jarðgangaáætlanir fyrri stjórnar voru ófjármagnaðar um árabil, enda tókst þeim hvorki að fjármagna loforð um Fjarðarheiðargöng né að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir eftir opnun Dýrafjarðarganga árið 2020. Íslenskir samgönguinnviðir mælast nú einn veikasti hlekkurinn í samkeppnishæfni landsins og kraftleysi síðustu ríkisstjórna hefur reynst okkur dýrkeypt. Með nýrri forgangsröðun er þó ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Með tímamótasamkomulagi ríkisstjórnarinnar um stofnun nýs innviðafélags skapast forsendur til að vinna þessi verkefni hraðar en áður hefur verið mögulegt. Nýtt fyrirkomulag leiðir til þess að jarðgangaframkvæmdir verði raunhæfar á ný og hægt verður að hefja undirbúning og síðar framkvæmdir á fleiri en einum stað á landinu. Fjarðagöng og Fjarðarheiðargöng í sameiningu, sem eru þeir gangakostir sem Austfirðingar hafa barist fyrir, hafa aldrei verið nær því að komast af hugmyndastigi og til framkvæmda. Stórtíðindi í samgönguáætlun Sú forgangsröðun sem hér er rædd er hluti af stórsókn í íslenskum samgöngumálum. Við höfum kynnt fullfjármagnaða samgönguáætlun þar sem gert er ráð fyrir að framlög verði rúmir þúsund milljarðar króna á fimmtán ára tímabili. Þar af rennur um 361 milljarður til málaflokksins strax á fyrstu fimm árunum, með trausta stoð í gildandi fjármálaáætlun 2026–2030. Við blásum til sóknar með nýframkvæmdum um allt land og hefjum framkvæmdir við Sundabraut sem beðið hefur verið eftir í áratugi. Sú framkvæmd ein og sér gerbreytir vaxtamöguleikum höfuðborgarinnar og býður upp á öfluga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, styttir vegalengdir frá Vesturlandi til borgarinnar og léttir miklum umferðarþunga af Ártúnsbrekku og í gegnum Mosfellsbæ. Með samgönguáætlun stöðvum við vöxt innviðaskuldar með stórauknu viðhaldi vega um allt land. Framlög til viðhalds vega hækka úr 12-13 milljörðum á ári í 17,5 milljarða á næsta ári og í 20 milljarða á ári frá og með árinu 2027. Jafnframt tryggjum við fjármögnun vetrarþjónustu sem hefur verið verulega undirfjármögnuð um nokkurt skeið. Við ætlum einnig að leggja af allar einbreiðar brýr á Hringveginum fyrir árið 2040. Samhliða þessu öllu förum við í átak til að fækka malarvegum. Næst á dagskrá er að mæla fyrir samgönguáætlun á Alþingi. Ég fagna allri umræðu um hana. Framundan er mikil og langþráð uppbygging sem mun efla íslenskt samfélag. Höfundur er innviðaráðherra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun