Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 23:54 Fundurinn hófst klukkan hálf ellefu í morgun. Vísir/Vilhelm Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. Umræðan um frumvarpið hófst um tíu mínútur í tvö og en honum var slitið rétt fyrir miðnætti. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól á þinginu til að tjá sínar skoðanir um frumvarpið sem er nú í annarri umræðu fyrir þingið. „Það er bara venjulegt fólk sem keyrir bíla. Það var með fullar væntingar um það að það yrðu ekki hækkaðir skattar á þeim, en niðurstaðan er alveg skýr,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Annað eins samansafn af öfugmælum hef ég ekki heyrt lengi,“ sagði Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún steig í ræðustól á eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hún hafnaði því að um stimplipúðavinnu væri að ræða og hvatti Jón til að taka orð sín til baka um að efnahags- og viðskiptanefnd, sem hún fer með formennsku í, hafi ekki unnið störf sín nægilega vel. Í andsvari Jóns tók hann orðin til baka en sagði að enn ættu að taka á stórum málum í frumvarpinu og hvatti efnahags- og viðskiptanefnd til að taka frumvarpið til baka og vinna það betur. Milljarðar í ríkissjóð Frumvarpið snýst um kílómetragjald sem setja á faratæki, líkt og fólks- og sendiferðabíla, bifhjól og dráttarvélar. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómeter. Tekið er fram í frumvarpinu að skrá þurfi kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári en ef sú skráning fer ekki fram á réttum tíma gætu eigendur ökutækisins þurft að greiða vanskráningargjald. Reiknaður verður út áætlaður meðalakstur hvers og greiða eigendur farartækjanna mánaðarlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði frumvarpið fram þegar hann var innviðaráðherra. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt áfram með frumvarpið á vorþingi en náði því ekki í gegn svo það var aftur lagt fyrir þingið í haust. Því er nú ætlað að skila 3,3 milljörðum milljarða hagnaði í ríkissjóð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Bílar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Umræðan um frumvarpið hófst um tíu mínútur í tvö og en honum var slitið rétt fyrir miðnætti. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól á þinginu til að tjá sínar skoðanir um frumvarpið sem er nú í annarri umræðu fyrir þingið. „Það er bara venjulegt fólk sem keyrir bíla. Það var með fullar væntingar um það að það yrðu ekki hækkaðir skattar á þeim, en niðurstaðan er alveg skýr,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Annað eins samansafn af öfugmælum hef ég ekki heyrt lengi,“ sagði Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún steig í ræðustól á eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hún hafnaði því að um stimplipúðavinnu væri að ræða og hvatti Jón til að taka orð sín til baka um að efnahags- og viðskiptanefnd, sem hún fer með formennsku í, hafi ekki unnið störf sín nægilega vel. Í andsvari Jóns tók hann orðin til baka en sagði að enn ættu að taka á stórum málum í frumvarpinu og hvatti efnahags- og viðskiptanefnd til að taka frumvarpið til baka og vinna það betur. Milljarðar í ríkissjóð Frumvarpið snýst um kílómetragjald sem setja á faratæki, líkt og fólks- og sendiferðabíla, bifhjól og dráttarvélar. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómeter. Tekið er fram í frumvarpinu að skrá þurfi kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári en ef sú skráning fer ekki fram á réttum tíma gætu eigendur ökutækisins þurft að greiða vanskráningargjald. Reiknaður verður út áætlaður meðalakstur hvers og greiða eigendur farartækjanna mánaðarlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði frumvarpið fram þegar hann var innviðaráðherra. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt áfram með frumvarpið á vorþingi en náði því ekki í gegn svo það var aftur lagt fyrir þingið í haust. Því er nú ætlað að skila 3,3 milljörðum milljarða hagnaði í ríkissjóð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Bílar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira