Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2025 08:45 Frá fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Smiðju. Dagbjört Hákonardóttir er formaður íslensku landsdeildarinnar í Norðurlandaráði og fulltrúi í forsætisnefndinni. Alþingi Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi. Forsætisnefndin hefur æðsta ákvörðunarvald innan Norðurlandaráðs á milli árlegra þinga ráðsins og hefur þannig völd til að taka ákvarðanir fyrir hönd ráðsins. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og situr í forsætisnefnd, ásamt Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. „Staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi er hernaðarlega mjög mikilvæg. Í heimsókn okkar á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fengum við dýrmæta innsýn í bæði NORDEFCO- og NATO-samstarfið sem er nátengt starfssviði forsætisnefndarinnar. Það hefur því mikla þýðingu að fundurinn hafi verið haldinn hér,“ er haft eftir Dagbjörtu í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs um fundinn. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heimsótti varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.Norden.org/Miriam Fottland Að lokinni heimsókn á varnarsvæðið í Keflavík á mánudag fór fundur nefndarinnar fram í Smiðju Alþingis á þriðjudaginn þar sem tillaga ríkisstjórna Norðurlanda um aukið vægi allsherjarviðbúnaðar í norrænu samstarfi var meðal annars til umfjöllunar. Tillagan fjallar um þörf til aukinnar samræmingar bæði hvað lítur að almannavörnum og hernaðarlegum viðbúnaði í ljósi breyttrar stöðu í öryggismálum, en Norðurlöndin eru nú öll aðildarríki að NATO eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í bandalagið í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. „Tillagan felur meðal annars í sér að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að veita Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi aðild að Haga-samstarfinu og efla norrænt samstarf um æfingar, aðfangaleiðir, orkuöryggi og flutninga, segir meðal annars í tilkynningu Norðurlandaráðs. „Forsætisnefndin bendir á að kórónuveirufaraldurinn og breytt landslag í öryggismálum á Norðurlöndum hafi sýnt fram á þörfina á traustari og samþættari allsherjarvörnum. Einn af meginþáttum tillögunnar felst einnig í því að veita frjálsum félagasamtökum skýrara hlutverk í krísuviðbrögðum og tryggja stöðugar birgðir og aðfangaleiðir um öll Norðurlönd, einnig á Norður-Atlantshafi. Fjallað verður áfram um tillöguna á fundum Norðurlandaráðs í Hróarskeldu í febrúar.“ Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Forsætisnefndin hefur æðsta ákvörðunarvald innan Norðurlandaráðs á milli árlegra þinga ráðsins og hefur þannig völd til að taka ákvarðanir fyrir hönd ráðsins. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og situr í forsætisnefnd, ásamt Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. „Staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi er hernaðarlega mjög mikilvæg. Í heimsókn okkar á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fengum við dýrmæta innsýn í bæði NORDEFCO- og NATO-samstarfið sem er nátengt starfssviði forsætisnefndarinnar. Það hefur því mikla þýðingu að fundurinn hafi verið haldinn hér,“ er haft eftir Dagbjörtu í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs um fundinn. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heimsótti varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.Norden.org/Miriam Fottland Að lokinni heimsókn á varnarsvæðið í Keflavík á mánudag fór fundur nefndarinnar fram í Smiðju Alþingis á þriðjudaginn þar sem tillaga ríkisstjórna Norðurlanda um aukið vægi allsherjarviðbúnaðar í norrænu samstarfi var meðal annars til umfjöllunar. Tillagan fjallar um þörf til aukinnar samræmingar bæði hvað lítur að almannavörnum og hernaðarlegum viðbúnaði í ljósi breyttrar stöðu í öryggismálum, en Norðurlöndin eru nú öll aðildarríki að NATO eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í bandalagið í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. „Tillagan felur meðal annars í sér að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að veita Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi aðild að Haga-samstarfinu og efla norrænt samstarf um æfingar, aðfangaleiðir, orkuöryggi og flutninga, segir meðal annars í tilkynningu Norðurlandaráðs. „Forsætisnefndin bendir á að kórónuveirufaraldurinn og breytt landslag í öryggismálum á Norðurlöndum hafi sýnt fram á þörfina á traustari og samþættari allsherjarvörnum. Einn af meginþáttum tillögunnar felst einnig í því að veita frjálsum félagasamtökum skýrara hlutverk í krísuviðbrögðum og tryggja stöðugar birgðir og aðfangaleiðir um öll Norðurlönd, einnig á Norður-Atlantshafi. Fjallað verður áfram um tillöguna á fundum Norðurlandaráðs í Hróarskeldu í febrúar.“
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira