Sport

Dag­skráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricky Evans mætti skrautlegur til leiks í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti.
Ricky Evans mætti skrautlegur til leiks í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Getty/Andrew Redington

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á mánudögum.

Lokaleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni verður sýndur beint frá Old Trafford þar sem Manchester United tekur á móti Bournemouth.

Heimsmeistaramótið í pílukasti er komið í fullan gang og það verður að sjálfsögðu bein útsending úr Ally Pally. Fyrst frá klukkan 12.25 og svo aftur frá klukkan 19.00.

Það má heldur ekki gleyma þætti af Bónus deild Extra þar sem farið verður yfir síðustu viku í íslenska körfuboltanum á skemmtilegan og öðruvísi hátt.

Kvöldið endar svo á leik úr bandarísku íshokkídeildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 20.00 hefst nýjasti þátturinn af „Bónus deildin - Extra“ þar sem Stefán Árni, Tómas og Nablinn fara yfir síðustu viku í íslenska körfuboltanum.

Sýn Sport

Klukkan 19.40 hefst bein útsending frá leik Manchester United og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 12.25 hefst bein útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti, World Darts Championship, frá Alexandra Palace í London.

Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti, World Darts Championship, frá Alexandra Palace í London.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Tampa Bay Lightning og Florida Panthers í NHL-íshokkídeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×