Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. desember 2025 16:00 Mennirnir reyndu að koma hingað til lands í vor. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni í Einni Pælingu á dögunum þar sem hann fjallaði meðal annars um stöðuna á landamærunum. Þar kom fram að lögreglan hefði stöðvað menn á flugvellinum sem voru með tengdir skipulagðri brotastarfsemi með tengingar við Norður Afríku, sem hefðu komið hingað til að fremja ákveðið ofbeldisverk. View this post on Instagram A post shared by Ein Pæling (@einpaeling) Ekki álitið sem hryðjuverk Ómar segir í samtali við fréttastofu að ofbeldisverknaðurinn sem mennirnir voru grunaðir um að hafa ætlað sér að fremja hafi ekki átt að beinast gegn almenningi. Ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk. „Þetta var ekki álitið sem hryðjuverk eða slíkt, ekki árás gegn almenningi. Koma þeirra tengdist skipulagðri brotastarfsemi, og þeir ætluðu að koma hingað og vinna ákveðið verk í tengslum við hana.“ „Ég sagði frá þessu í viðtalinu bara til að draga fram hvað skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við allsherjarreglu og öryggi samfélagsins.“ „Við vitum alveg að þegar það eru átök, þá er alltaf hætta á því að almenningur geti orðið á milli, þannig okkur er umhugað um það,“ segir Ómar. Í góðu alþjóðlegu samstarfi Ómar segir að mennirnir hafi komið til landsins frá öðru Evrópuríki, en hafi haft bakgrunn frá Norður-Afríku. Lögreglan sé almennt vel í stakk búin til að takast á við þessi mál á landamærunum. Þetta mál hafi uppgötvast í gegnum lögreglurannsókn og alþjóðasamstarf. „Já við erum í góðu alþjóðlegu samstarfi, en auðvitað má alltaf gera betur í þeim efnum. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að lögreglan sé vel í stakk búin, og sé með nægilegt fjármagn og mannskap til að geta tekist á við þessar ógnir.“ „Aðgerðir okkar innanlands skipta miklu máli, en líka að við séum á landamærunum með virkt og gott eftirlit, og sérstaklega gagnvart brotahópum og einstaklingum sem eru að koma hingað í tilgangi sem er ekki það sem Schengen-samstarfið gerir ráð fyrir,“ segir Ómar. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni í Einni Pælingu á dögunum þar sem hann fjallaði meðal annars um stöðuna á landamærunum. Þar kom fram að lögreglan hefði stöðvað menn á flugvellinum sem voru með tengdir skipulagðri brotastarfsemi með tengingar við Norður Afríku, sem hefðu komið hingað til að fremja ákveðið ofbeldisverk. View this post on Instagram A post shared by Ein Pæling (@einpaeling) Ekki álitið sem hryðjuverk Ómar segir í samtali við fréttastofu að ofbeldisverknaðurinn sem mennirnir voru grunaðir um að hafa ætlað sér að fremja hafi ekki átt að beinast gegn almenningi. Ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk. „Þetta var ekki álitið sem hryðjuverk eða slíkt, ekki árás gegn almenningi. Koma þeirra tengdist skipulagðri brotastarfsemi, og þeir ætluðu að koma hingað og vinna ákveðið verk í tengslum við hana.“ „Ég sagði frá þessu í viðtalinu bara til að draga fram hvað skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við allsherjarreglu og öryggi samfélagsins.“ „Við vitum alveg að þegar það eru átök, þá er alltaf hætta á því að almenningur geti orðið á milli, þannig okkur er umhugað um það,“ segir Ómar. Í góðu alþjóðlegu samstarfi Ómar segir að mennirnir hafi komið til landsins frá öðru Evrópuríki, en hafi haft bakgrunn frá Norður-Afríku. Lögreglan sé almennt vel í stakk búin til að takast á við þessi mál á landamærunum. Þetta mál hafi uppgötvast í gegnum lögreglurannsókn og alþjóðasamstarf. „Já við erum í góðu alþjóðlegu samstarfi, en auðvitað má alltaf gera betur í þeim efnum. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að lögreglan sé vel í stakk búin, og sé með nægilegt fjármagn og mannskap til að geta tekist á við þessar ógnir.“ „Aðgerðir okkar innanlands skipta miklu máli, en líka að við séum á landamærunum með virkt og gott eftirlit, og sérstaklega gagnvart brotahópum og einstaklingum sem eru að koma hingað í tilgangi sem er ekki það sem Schengen-samstarfið gerir ráð fyrir,“ segir Ómar.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira