Innlent

Grunaður um stór­fellda líkams­á­rás og frelsis­sviptingu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla handtók karlmann í Reykjavík í gær sem grunaður er um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangaklefa í nótt. 

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en frekari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir. 

Tveir til viðbótar gistu fangageymslur í nótt en 74 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

Lögregla handtók karlmann sem grunaður er um framleiðslu og söludreifingu fíkniefna. Hann er jafnframt grunaður um brot á lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Sá var vistaður í fangaklefa.

Ölvaðri konu var vísað út af skemmtistað í miðborginni eftir að hafa gert þarfir sínar á gólf staðarins. 

Lögregla hafði eftirlit með bifreiðastöðum og fram kemur í dagbók að fjölmargir hafi verið sektaðir fyrir að leggja bílum sínum á gangstéttum. 

Þá sinnti lögregla umferðareftirliti og handtók nokkra grunaða um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og akstur án ökuréttinda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×