Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 08:57 Bjarnveig Birta Bjarnadóttir. Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Í tilkynningu segir að Bjarnveig Birta sé 33 ára viðskiptafræðingur og stjórnandi. Hún starfi hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop en starfaði áður hjá HSE Consulting. „Bjarnveig Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Bjarnveig Birta sigraði í ungliðaprófkjöri Hallveigar, félags ungs jafnaðarfólks í Reykjavík í byrjun desember, þar sem hún og Stein Olav Romslo voru valin til að verða fulltrúar ungs fólks og fá því stuðning félagsins í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Bjarnveig Birta ólst upp í Breiðholti en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum, Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum sem eru 2, 5 og 6 ára,“ segir í tilkynnunni. Vill bjóða upp á endurnýjun Haft er eftir Bjarnveigu Birtu að hún bjóði sig fram þar sem hún vilji bjóða kjósendum upp á endurnýjun. „Það vantar fleiri fulltrúa venjulegra borgarbúa, fólk sem hefur ekki verið á kafi í pólitík. Það skortir sárlega raunhæfar lausnir og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun til að stýra borginni, “ segir Bjarnveig Birta. „Við vitum hvað þarf að gera. Við þurfum að fjölga leikskólastarfsfólki og laða hæft fólk í störf á leikskólum. Ég á tvö börn á leikskólaaldri og ég þekki það á eigin skinni hversu mikið flækjustig það er fyrir foreldra þegar leikskólakerfið virkar ekki. Það þarf líka að huga að vellíðan ungmenna í borginni og stíga fastar til jarðar þegar kemur að áhættuhegðun. Við þurfum svo að hraða húsnæðisuppbyggingu og ráðast strax í að skipuleggja stærri uppbyggingarsvæði svo hægt sé að byggja meira, hraðar og á hagkvæmari hátt. Við þurfum Reykjavík sem virkar. Sterk samneysla, kjarninn í jafnaðarstefnunni, byggir á því að reksturinn sé í lagi og fjármunir séu nýttir á ábyrgan hátt,“ segir Bjarnveig Birta. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að Bjarnveig Birta sé 33 ára viðskiptafræðingur og stjórnandi. Hún starfi hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop en starfaði áður hjá HSE Consulting. „Bjarnveig Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Bjarnveig Birta sigraði í ungliðaprófkjöri Hallveigar, félags ungs jafnaðarfólks í Reykjavík í byrjun desember, þar sem hún og Stein Olav Romslo voru valin til að verða fulltrúar ungs fólks og fá því stuðning félagsins í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Bjarnveig Birta ólst upp í Breiðholti en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum, Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum sem eru 2, 5 og 6 ára,“ segir í tilkynnunni. Vill bjóða upp á endurnýjun Haft er eftir Bjarnveigu Birtu að hún bjóði sig fram þar sem hún vilji bjóða kjósendum upp á endurnýjun. „Það vantar fleiri fulltrúa venjulegra borgarbúa, fólk sem hefur ekki verið á kafi í pólitík. Það skortir sárlega raunhæfar lausnir og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun til að stýra borginni, “ segir Bjarnveig Birta. „Við vitum hvað þarf að gera. Við þurfum að fjölga leikskólastarfsfólki og laða hæft fólk í störf á leikskólum. Ég á tvö börn á leikskólaaldri og ég þekki það á eigin skinni hversu mikið flækjustig það er fyrir foreldra þegar leikskólakerfið virkar ekki. Það þarf líka að huga að vellíðan ungmenna í borginni og stíga fastar til jarðar þegar kemur að áhættuhegðun. Við þurfum svo að hraða húsnæðisuppbyggingu og ráðast strax í að skipuleggja stærri uppbyggingarsvæði svo hægt sé að byggja meira, hraðar og á hagkvæmari hátt. Við þurfum Reykjavík sem virkar. Sterk samneysla, kjarninn í jafnaðarstefnunni, byggir á því að reksturinn sé í lagi og fjármunir séu nýttir á ábyrgan hátt,“ segir Bjarnveig Birta.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira