Erlent

Eldur við flug­völl á Græn­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Unnið er að því að slökkva á eldinum þegar þetta er skrifað um miðnætti.
Unnið er að því að slökkva á eldinum þegar þetta er skrifað um miðnætti. Greenland Airports

Eldur kviknaði í byggingu á vegum verktakafyrirtækisins Munck Gruppen við flugvöllinn í Ilulissat á Grænlandi. Eldurinn kom upp í matsal starfsmanna fyrirtækisins.

Samkvæmt umfjöllun Sermitsiaq barst lögreglu tilkynning um eldsvoðann klukkan hálf átta í kvöld að grænlenskum tíma og logar enn um miðnætti eins og sjá má á beinu streymi frá flugvallarsvæðinu.

„Samvkæmt okkar upplýsingum dvelur enginn í byggingunni sem logar. Slökkviliðsmenn í Ilulissat eru að sinna slökkvistörfum nú, og viðbragðsteymi flugvallarins aðstoðar einnig,“ hefur grænlenski miðillinn eftir Bent Johnsen slökkviliðsmanni.

Flugum til og frá Ilulissat hefur verið frestað eða aflýst vegna eldsins. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×