Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2026 10:31 Carlo Ancelotti gefur hér Endrick góð ráð í leik þegar þeir voru báðir hjá Real Madrid en Endrick hefur verið út í kuldanum síðan að Ancelotti yfirgaf félagið. Getty/Angel Martinez Brasilíski framherjinn Endrick leitaði ráða hjá fyrrverandi þjálfara sínum hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, áður en hann gekk til liðs við franska félagið Lyon á lánssamningi út tímabilið. Hinn nítján ára gamli Endrick sló í gegn undir stjórn Ancelotti en hefur lítið spilað á þessu tímabili undir stjórn Xabi Alonso, sem tók við af Ancelotti síðasta sumar. „Já, ég ræddi við Carlo um þetta. Hann gaf mér leiðbeiningar um hvað ég gæti gert, hvað ég þyrfti að gera til að bæta mig, og það hafði mikil áhrif á mig,“ sagði Endrick þegar hann var kynntur hjá Lyon. Fara þangað sem ég gæti spilað „Ráð hans var að fara frá Real Madrid, að spila, að þróa fótboltann minn, að fara þangað sem ég gæti spilað, þar sem ég gæti verið hamingjusamur. Þessi ákvörðun er auðvitað mín, en Carlo átti þátt í henni, því hann er frábær þjálfari,“ sagði Endrick. Endrick revealed that he took his former manager Carlo Ancelotti's advice to leave Real Madrid in favour of a loan spell in Ligue 1 🤝🤍 pic.twitter.com/hKVlOAeIOM— OneFootball (@OneFootball) January 6, 2026 Endrick spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Madrid á þessu tímabili. Í stað þess að vera bitur yfir því sagðist hann hafa nýtt tímann vel. Hef haft tíma til að vera með konunni minni „Nei, satt best að segja, það sem ég segi við mína nánustu er að þetta hafi verið bestu mánuðir ferils míns,“ sagði Endrick í gegnum túlk. „Vegna þess að ég hef haft tíma til að vera með konunni minni, til að byggja upp heimili mitt og líf mitt,“ sagði Endrick. Endrick gengur til liðs við Lyon sem er á uppleið undir stjórn portúgalska þjálfarans Paulo Fonseca og er í fimmta sæti í frönsku deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. Nærvera Fonseca hjá félaginu var einnig áhrifavaldur. Ég veit hvernig þeir vinna „Sú staðreynd að þjálfarateymið sé portúgalskt er mjög góð, því ég var þegar þjálfaður af portúgölskum þjálfara, Abel Ferreira, hjá Palmeiras. Það er gott fyrir mig, því ég veit hvernig þeir vinna. Það var plús,“ sagði Endrick. Á síðasta tímabili undir stjórn Ancelotti, sem er nú þjálfari brasilíska landsliðsins, skoraði Endrick sjö mörk í 37 leikjum og vakti athygli fyrir hraða sinn og knatttækni. Hann gæti unnið með Ancelotti aftur síðar á þessu ári á heimsmeistaramótinu. Endrick skoraði þrjú mörk fyrir Brasilíu á síðasta ári, þar á meðal gegn Englandi og Spáni. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Endrick sló í gegn undir stjórn Ancelotti en hefur lítið spilað á þessu tímabili undir stjórn Xabi Alonso, sem tók við af Ancelotti síðasta sumar. „Já, ég ræddi við Carlo um þetta. Hann gaf mér leiðbeiningar um hvað ég gæti gert, hvað ég þyrfti að gera til að bæta mig, og það hafði mikil áhrif á mig,“ sagði Endrick þegar hann var kynntur hjá Lyon. Fara þangað sem ég gæti spilað „Ráð hans var að fara frá Real Madrid, að spila, að þróa fótboltann minn, að fara þangað sem ég gæti spilað, þar sem ég gæti verið hamingjusamur. Þessi ákvörðun er auðvitað mín, en Carlo átti þátt í henni, því hann er frábær þjálfari,“ sagði Endrick. Endrick revealed that he took his former manager Carlo Ancelotti's advice to leave Real Madrid in favour of a loan spell in Ligue 1 🤝🤍 pic.twitter.com/hKVlOAeIOM— OneFootball (@OneFootball) January 6, 2026 Endrick spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Madrid á þessu tímabili. Í stað þess að vera bitur yfir því sagðist hann hafa nýtt tímann vel. Hef haft tíma til að vera með konunni minni „Nei, satt best að segja, það sem ég segi við mína nánustu er að þetta hafi verið bestu mánuðir ferils míns,“ sagði Endrick í gegnum túlk. „Vegna þess að ég hef haft tíma til að vera með konunni minni, til að byggja upp heimili mitt og líf mitt,“ sagði Endrick. Endrick gengur til liðs við Lyon sem er á uppleið undir stjórn portúgalska þjálfarans Paulo Fonseca og er í fimmta sæti í frönsku deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu. Nærvera Fonseca hjá félaginu var einnig áhrifavaldur. Ég veit hvernig þeir vinna „Sú staðreynd að þjálfarateymið sé portúgalskt er mjög góð, því ég var þegar þjálfaður af portúgölskum þjálfara, Abel Ferreira, hjá Palmeiras. Það er gott fyrir mig, því ég veit hvernig þeir vinna. Það var plús,“ sagði Endrick. Á síðasta tímabili undir stjórn Ancelotti, sem er nú þjálfari brasilíska landsliðsins, skoraði Endrick sjö mörk í 37 leikjum og vakti athygli fyrir hraða sinn og knatttækni. Hann gæti unnið með Ancelotti aftur síðar á þessu ári á heimsmeistaramótinu. Endrick skoraði þrjú mörk fyrir Brasilíu á síðasta ári, þar á meðal gegn Englandi og Spáni.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira