Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar 11. janúar 2026 14:32 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ (Körfuboltasambands Íslands), skrifaði grein á visir.is og Morgunblaðið í gær, þar sem hann ber saman framlög hins opinbera til íþróttahreyfingarinnar og kvikmyndagerðar. Kristinn fullyrðir í greininni að kvikmyndagerð á Íslandi hafi árið 2025 notið 340% hærri framlaga frá hinu opinbera en íþróttirnar. Hann spyr hvers vegna erlend fyrirtæki fái endurgreiðslur úr ríkissjóði á meðan íþróttahreyfingin, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum almannaheillafélögum, fái miklu minna. Kristinn talar um hið mikilvæga forvarnarstarf, sem íþróttahreyfingin sinnir, og hve alvarlegt það sé hve hið opinbera svelti hreyfinguna. Hann fjallar einnig um vanda íþróttahreyfingarinnar vegna skorts á sjálfboðaliðum sem hann vill meina að stafi af því sem hann kallar íþróttaskuld hins opinbera. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) hafi vanrækt framlög til íþróttamála vegna sjálfboðaliðanna sem þau treysta um of á. Núna séu sjálfboðaliðarnir útkeyrðir og hverfi frá starfinu. Ríkið 1,5 ma. kr. og sveitarfélögin 37,3 ma.kr. Af lestri greinarinnar mætti ætla að hið opinbera hafi algjörlega svikið íþróttirnar í landinu. Því fer fjarri. Greinin er því miður algjörlega laus við sjálfsgagnrýni íþróttahreyfingarinnar og þá sérstaklega körfuboltans, þeirrar greinar sem formaðurinn er í forsvari fyrir. Nærþjónustan, lögbundin og ólögbundin, er á forræði sveitarfélaganna. Kristinn nefnir sveitarfélögin í greininni og hvað þau séu að standa sig illa en skautar algjörlega framhjá því að nefna framlög þeirra til íþróttamála. Eina talan sem hann nefnir er 1,5 ma.kr. sem ÍSÍ og sérsamböndin, þ.á.m. sambandið sem hann er í forsvari, fá á hverju ári frá ríkinu. Framlög sveitarfélaganna til íþróttamála voru samkvæmt ársreikningi þeirra 37,3 ma.kr. árið 2024. Þau voru 35 ma.kr. árið 2023 og 31 ma.kr. árið 2022. Þessi framlög eru með því hæsta sem gerist á heimsvísu. Þau renna því miður ekki öll í almannaheill heldur í „football manager“ leiki misvitra stjórnarmanna innan hreyfingarinnar. Kristinn nefnir ekki þessar upphæðir í þessari tilraun sinni til að efna til enn einna átakanna á milli lista og menningar og íþróttanna. Glórulaus ákvarðanataka – hin raunverulega íþróttaskuld Sjálfboðaliðar eru ekki að hverfa frá íþróttahreyfingunni vegna skorts á framlögum hins opinbera. Ástæðurnar er því miður að finna innan hreyfingarinnar sjálfrar og þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið sl. ár. Körfuboltinn á Íslandi er líklega langbesta dæmið um þetta. Algjörlega ósjálfbær rekstur meistaraflokka, þar sem erlendir atvinnumenn hafa verið í nær öllum hlutverkum, hefur valdið gríðarlegum breytingum á umhverfi íþróttarinnar. Brottfall íslenskra leikmanna, leikmannanna sem almannaheillafélögin eru stofnuð í kringum, hefur verið mikið sl. átta ár. Sjálboðaliðarnir, sem Kristinn segir vera að hrökklast frá, koma hins vegar oftar en ekki til liðs við íþróttirnar í gegnum iðkendurna, þá sjálfa eða aðstandendur þeirra. Stjórn KKÍ, með formanninn í broddi fylkingar hunsaði ákvörðun þings körfuknattleikshreyfingarinnar vorið 2025. Þar reyndu félögin að vinda ofan af því villta vestri sem ríkti á leikmannamarkaðnum. Félögin samþykktu að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði við þrjá á vellinum í einu. Stjórnin breytti þeirri ákvörðun án samráðs í fjóra. Því til viðbótar fóru ýmsir stjórnarmenn hreyfingarinnar mikinn í lobbýisma fyrir því að veita erlendum leikmönnum ríkisborgararétt. Þannig fengu sjö erlendir leikmenn ríkisborgararétt í gegnum Alþingi vorið 2025. Sumir höfðu búið hér árum saman og eiga hér fjölskyldur, aðrir höfðu dvalið hér í skamman tíma. Allt gert til að fjölga erlendum atvinnumönnum á kostnað iðkenda úr hreyfingunni. Vandi íþróttahreyfingarinnar liggur ekki í ónógu fjárframlagi frá stjórnvöldum, heldur liggur vandinn að langmestu leyti í ósjálfbærum rekstri og skammsýni. Íþróttaskuldin er vissulega raunveruleg en hún er við ungt íþróttafólk sem forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa gleymt að er í raun eini tilgangur hennar að starfa fyrir. Höfundur er áhugamaður um körfubolta og sjálfboðaliði innan körfuboltahreyfingarinnar í 16 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason KKÍ Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kristinn Albertsson, formaður KKÍ (Körfuboltasambands Íslands), skrifaði grein á visir.is og Morgunblaðið í gær, þar sem hann ber saman framlög hins opinbera til íþróttahreyfingarinnar og kvikmyndagerðar. Kristinn fullyrðir í greininni að kvikmyndagerð á Íslandi hafi árið 2025 notið 340% hærri framlaga frá hinu opinbera en íþróttirnar. Hann spyr hvers vegna erlend fyrirtæki fái endurgreiðslur úr ríkissjóði á meðan íþróttahreyfingin, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum almannaheillafélögum, fái miklu minna. Kristinn talar um hið mikilvæga forvarnarstarf, sem íþróttahreyfingin sinnir, og hve alvarlegt það sé hve hið opinbera svelti hreyfinguna. Hann fjallar einnig um vanda íþróttahreyfingarinnar vegna skorts á sjálfboðaliðum sem hann vill meina að stafi af því sem hann kallar íþróttaskuld hins opinbera. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) hafi vanrækt framlög til íþróttamála vegna sjálfboðaliðanna sem þau treysta um of á. Núna séu sjálfboðaliðarnir útkeyrðir og hverfi frá starfinu. Ríkið 1,5 ma. kr. og sveitarfélögin 37,3 ma.kr. Af lestri greinarinnar mætti ætla að hið opinbera hafi algjörlega svikið íþróttirnar í landinu. Því fer fjarri. Greinin er því miður algjörlega laus við sjálfsgagnrýni íþróttahreyfingarinnar og þá sérstaklega körfuboltans, þeirrar greinar sem formaðurinn er í forsvari fyrir. Nærþjónustan, lögbundin og ólögbundin, er á forræði sveitarfélaganna. Kristinn nefnir sveitarfélögin í greininni og hvað þau séu að standa sig illa en skautar algjörlega framhjá því að nefna framlög þeirra til íþróttamála. Eina talan sem hann nefnir er 1,5 ma.kr. sem ÍSÍ og sérsamböndin, þ.á.m. sambandið sem hann er í forsvari, fá á hverju ári frá ríkinu. Framlög sveitarfélaganna til íþróttamála voru samkvæmt ársreikningi þeirra 37,3 ma.kr. árið 2024. Þau voru 35 ma.kr. árið 2023 og 31 ma.kr. árið 2022. Þessi framlög eru með því hæsta sem gerist á heimsvísu. Þau renna því miður ekki öll í almannaheill heldur í „football manager“ leiki misvitra stjórnarmanna innan hreyfingarinnar. Kristinn nefnir ekki þessar upphæðir í þessari tilraun sinni til að efna til enn einna átakanna á milli lista og menningar og íþróttanna. Glórulaus ákvarðanataka – hin raunverulega íþróttaskuld Sjálfboðaliðar eru ekki að hverfa frá íþróttahreyfingunni vegna skorts á framlögum hins opinbera. Ástæðurnar er því miður að finna innan hreyfingarinnar sjálfrar og þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið sl. ár. Körfuboltinn á Íslandi er líklega langbesta dæmið um þetta. Algjörlega ósjálfbær rekstur meistaraflokka, þar sem erlendir atvinnumenn hafa verið í nær öllum hlutverkum, hefur valdið gríðarlegum breytingum á umhverfi íþróttarinnar. Brottfall íslenskra leikmanna, leikmannanna sem almannaheillafélögin eru stofnuð í kringum, hefur verið mikið sl. átta ár. Sjálboðaliðarnir, sem Kristinn segir vera að hrökklast frá, koma hins vegar oftar en ekki til liðs við íþróttirnar í gegnum iðkendurna, þá sjálfa eða aðstandendur þeirra. Stjórn KKÍ, með formanninn í broddi fylkingar hunsaði ákvörðun þings körfuknattleikshreyfingarinnar vorið 2025. Þar reyndu félögin að vinda ofan af því villta vestri sem ríkti á leikmannamarkaðnum. Félögin samþykktu að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði við þrjá á vellinum í einu. Stjórnin breytti þeirri ákvörðun án samráðs í fjóra. Því til viðbótar fóru ýmsir stjórnarmenn hreyfingarinnar mikinn í lobbýisma fyrir því að veita erlendum leikmönnum ríkisborgararétt. Þannig fengu sjö erlendir leikmenn ríkisborgararétt í gegnum Alþingi vorið 2025. Sumir höfðu búið hér árum saman og eiga hér fjölskyldur, aðrir höfðu dvalið hér í skamman tíma. Allt gert til að fjölga erlendum atvinnumönnum á kostnað iðkenda úr hreyfingunni. Vandi íþróttahreyfingarinnar liggur ekki í ónógu fjárframlagi frá stjórnvöldum, heldur liggur vandinn að langmestu leyti í ósjálfbærum rekstri og skammsýni. Íþróttaskuldin er vissulega raunveruleg en hún er við ungt íþróttafólk sem forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa gleymt að er í raun eini tilgangur hennar að starfa fyrir. Höfundur er áhugamaður um körfubolta og sjálfboðaliði innan körfuboltahreyfingarinnar í 16 ár.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun