Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar 12. janúar 2026 13:02 „Að byggja heimsmynd sína á fjölmiðlum er eins og að mynda sér skoðun á mér út frá mynd af öðrum fætinum.“ Þetta sagði sænski barnalæknirinn, mannvinurinn og tölfræðigúrúinn Hans Rosling heitinn eitt sinn og kjarnaði í þessari setningu áhrif fjölmiðla á heimsmynd okkar. Hann benti linnulítið á það hversu brengluð heimsmynd okkar væri og hve almennt þekking fólks á heiminum væri lítil, ekki síst vegna ófullkomleika þeirrar myndar sem fjölmiðlar draga upp af veröldinni. Sú tíð er löngu liðin að erlendar fréttir voru á forsíðum dagblaða eða að ritstjórar rýndu daglega í alþjóðamál og skrifuðu greinar um erlend málefni, líkt og Þórarinn Þórarinsson gerði á Tímanum fyrir margt löngu. Nú eru dagblöð nánast horfin, rétt eins og ítarleg umfjöllun fjölmiðla um alþjóðamál, sem hefur um langt árabil verið í skötulíki, ef RÚV er undanskilið. Ég veit ekki hvort fræðasamfélagið hefur sérstaklega skoðað þessa þróun undanfarinna ára, en tilfinning mín er sú að fréttum af alþjóðamálum hafi fækkað verulega á tímum kórónuveirunnar. Sú þróun hófst líklega fyrr, en á kóvíd-tímum snerist fréttaflutningur skiljanlega að stórum hluta inn á við. Sjóndeildarhringur fjölmiðla náði sjaldnast út fyrir landsteinana, nema til að fjalla um viðbrögð við pestinni í öðrum löndum. Ég ímynda mér að margir hafi talið þetta tímabundið ástand. En af ýmsum ástæðum, meðal annars breytingum á fjölmiðlamarkaði, hafa erlendar fréttir haldið áfram að fá lítið rými og alþjóðamál orðið eins konar aukaatriði. Erlendum fréttum hefur fækkað, ítarlegar fréttaskýringar eru sjaldséðar og umheimurinn birtist okkur fremur sem fjarlægur bakgrunnur í íslenskri umræðu. Brunalið og slökkvilið í einum og sama manninum Auðvitað kemur það ekki til af góðu, en á fyrstu dögum þessa árs eru fjölmiðlar uppfullir af alþjóðamálum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra orðaði það svo í Sjónvarpsfréttum að alþjóðamál væru orðin innanlandsmál. Hún vísaði þar til umræðu á ríkisstjórnarfundi á Þingvöllum. Sú umræða hverfist að meira og minna leyti um einn mann: Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þau ófriðarbál sem hann ýmist kveikir eða reynir að slökkva. Hæst ber títtnefnda ásælni Bandaríkjaforseta í grannríki okkar, Grænland, sem hann vill eignast með góðu eða illu. Sú ágirnd stendur okkur nærri og nýr veruleiki blasir við smáþjóðinni og eyríkinu Íslandi, þegar vindar ógnarinnar blása bæði úr austri og vestri. Þetta gerist á sama tíma og alþjóðahyggja mætir aukinni tortryggni og umræðan um „litla Ísland“, með sérstakri aðdáun á þjóðlegri sérstöðu og gömlu, góðu gildunum, fær byr undir báða vængi. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að rækta eigin menningu, tungumál og hefðir. En þegar samhliða er lagt ofurkapp á að líta á alþjóðahyggju sem ógn, heyrist strax að tónninn er falskur. Sérkennilegt skilyrði Í þessu samhengi er umhugsunarvert að líta til þess hvernig stjórnvöld sjálf skilgreina hlutverk fjölmiðla. Í aðgerðaráætlun um eflingu íslenskra fjölmiðla er sett fram skilyrði, að norrænni fyrirmynd, að fjölmiðlar miðli „fréttum og fréttatengdu efni úr íslensku samfélagi“, á prenti eða vef. Markmiðið er sagt vera að efla læsi og treysta stöðu íslenskrar tungu og lýðræðis. Markmiðin eru göfug en orðalagið vekur upp spurningar. Þegar áherslan er bundin með þessum hætti við „íslenskt samfélag“ verður alþjóðlegt samhengi sjálfkrafa jaðarsett. Erlendar fréttir og fréttaskýringar um alþjóðamál falla illa að þessari skilgreiningu, nema þær séu sérstaklega tengdar íslenskum hagsmunum. Upplýst umræða krefst ekki aðeins þekkingar á eigin samfélagi, heldur einnig skilnings á heiminum sem það er hluti af. Sjónarhorn okkar á heiminn má ekki vera þröngt því þá sitjum við uppi með heimsmynd sem byggir á broti af veruleikanum, líkt og mynd af öðrum fætinum. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
„Að byggja heimsmynd sína á fjölmiðlum er eins og að mynda sér skoðun á mér út frá mynd af öðrum fætinum.“ Þetta sagði sænski barnalæknirinn, mannvinurinn og tölfræðigúrúinn Hans Rosling heitinn eitt sinn og kjarnaði í þessari setningu áhrif fjölmiðla á heimsmynd okkar. Hann benti linnulítið á það hversu brengluð heimsmynd okkar væri og hve almennt þekking fólks á heiminum væri lítil, ekki síst vegna ófullkomleika þeirrar myndar sem fjölmiðlar draga upp af veröldinni. Sú tíð er löngu liðin að erlendar fréttir voru á forsíðum dagblaða eða að ritstjórar rýndu daglega í alþjóðamál og skrifuðu greinar um erlend málefni, líkt og Þórarinn Þórarinsson gerði á Tímanum fyrir margt löngu. Nú eru dagblöð nánast horfin, rétt eins og ítarleg umfjöllun fjölmiðla um alþjóðamál, sem hefur um langt árabil verið í skötulíki, ef RÚV er undanskilið. Ég veit ekki hvort fræðasamfélagið hefur sérstaklega skoðað þessa þróun undanfarinna ára, en tilfinning mín er sú að fréttum af alþjóðamálum hafi fækkað verulega á tímum kórónuveirunnar. Sú þróun hófst líklega fyrr, en á kóvíd-tímum snerist fréttaflutningur skiljanlega að stórum hluta inn á við. Sjóndeildarhringur fjölmiðla náði sjaldnast út fyrir landsteinana, nema til að fjalla um viðbrögð við pestinni í öðrum löndum. Ég ímynda mér að margir hafi talið þetta tímabundið ástand. En af ýmsum ástæðum, meðal annars breytingum á fjölmiðlamarkaði, hafa erlendar fréttir haldið áfram að fá lítið rými og alþjóðamál orðið eins konar aukaatriði. Erlendum fréttum hefur fækkað, ítarlegar fréttaskýringar eru sjaldséðar og umheimurinn birtist okkur fremur sem fjarlægur bakgrunnur í íslenskri umræðu. Brunalið og slökkvilið í einum og sama manninum Auðvitað kemur það ekki til af góðu, en á fyrstu dögum þessa árs eru fjölmiðlar uppfullir af alþjóðamálum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra orðaði það svo í Sjónvarpsfréttum að alþjóðamál væru orðin innanlandsmál. Hún vísaði þar til umræðu á ríkisstjórnarfundi á Þingvöllum. Sú umræða hverfist að meira og minna leyti um einn mann: Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þau ófriðarbál sem hann ýmist kveikir eða reynir að slökkva. Hæst ber títtnefnda ásælni Bandaríkjaforseta í grannríki okkar, Grænland, sem hann vill eignast með góðu eða illu. Sú ágirnd stendur okkur nærri og nýr veruleiki blasir við smáþjóðinni og eyríkinu Íslandi, þegar vindar ógnarinnar blása bæði úr austri og vestri. Þetta gerist á sama tíma og alþjóðahyggja mætir aukinni tortryggni og umræðan um „litla Ísland“, með sérstakri aðdáun á þjóðlegri sérstöðu og gömlu, góðu gildunum, fær byr undir báða vængi. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að rækta eigin menningu, tungumál og hefðir. En þegar samhliða er lagt ofurkapp á að líta á alþjóðahyggju sem ógn, heyrist strax að tónninn er falskur. Sérkennilegt skilyrði Í þessu samhengi er umhugsunarvert að líta til þess hvernig stjórnvöld sjálf skilgreina hlutverk fjölmiðla. Í aðgerðaráætlun um eflingu íslenskra fjölmiðla er sett fram skilyrði, að norrænni fyrirmynd, að fjölmiðlar miðli „fréttum og fréttatengdu efni úr íslensku samfélagi“, á prenti eða vef. Markmiðið er sagt vera að efla læsi og treysta stöðu íslenskrar tungu og lýðræðis. Markmiðin eru göfug en orðalagið vekur upp spurningar. Þegar áherslan er bundin með þessum hætti við „íslenskt samfélag“ verður alþjóðlegt samhengi sjálfkrafa jaðarsett. Erlendar fréttir og fréttaskýringar um alþjóðamál falla illa að þessari skilgreiningu, nema þær séu sérstaklega tengdar íslenskum hagsmunum. Upplýst umræða krefst ekki aðeins þekkingar á eigin samfélagi, heldur einnig skilnings á heiminum sem það er hluti af. Sjónarhorn okkar á heiminn má ekki vera þröngt því þá sitjum við uppi með heimsmynd sem byggir á broti af veruleikanum, líkt og mynd af öðrum fætinum. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun