Enski boltinn

„Þetta get ég og þarf að gera oftar“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Viktor Gyökeres veit að hann þarf að skora meira fyrir Arsenal.
Viktor Gyökeres veit að hann þarf að skora meira fyrir Arsenal. Nick Potts/PA Images via Getty Images

Viktor Gyökeres batt enda á langa markaþurrð og lagði líka upp mark í 3-2 sigri Arsenal gegn Chelsea í undanúrslitaviðureign liðanna í enska deildabikarnum.

„Þetta var erfiður leikur. Við vörðumst vel en þeir voru, eins og alltaf, stórhættulegir í skyndisóknum. Mér fannst við samt verjast vel en við vorum óheppnir að fá þessi tvö mörk á okkur, en á móti skoruðum við þrjú mörk þannig að ég er sáttur með það“ sagði Gyökeres um leikinn.

Gyökeres hafði ekki skorað í síðustu tíu leikjum fyrir Arsenal en hans síðasta mark var gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni þann 1. nóvember. Hann hefur nú skorað 8 mörk í 24 leikjum á tímabilinu.

„Þetta get ég og þarf að gera oftar. Við fögnum sigrinum og höldum áfram“ sagði Gyökeres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×