Innlent

Bein út­sending: Kynna skýrslu um starf­semi vöggustofu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Trausti Fannar Valsson er formaður nefndarinnar.
Trausti Fannar Valsson er formaður nefndarinnar.

Ný skýrsla um rannsókn á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árin 1974 til 1979 verður kynnt í dag í beinni útsendingu. Sérstök nefnd var skipuð til að rannsaka starfsemina.

Kynningin verður í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst klukkan 13.

Um er að ræða aðra skýrslu um starfsemina en sú fyrri, sem náði yfir árið 1949 til 1973, leiddi í ljós að börn sættu illri meðferð sem hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Einstaklingarnir voru líklegri til að lifa skemur en jafnaldrar þeirra og voru líklegri til að fara á örorku.

Sjá nánar: Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra

Spilari birtist hér innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×