Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar 17. janúar 2026 07:30 Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeir í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg . Í mikilvægi fyrir þjóðina og framtíð hennar trompar þessi málflokkur allt annað; hvort sem það heitir verðbólga, stýrivextir, fiskveiðistjórnun, orkumál, ríkisfjármál, samgöngumál, húsnæðismál, Evrópumál eða hvað annað sem nöfnum tjáir að nefna. Er ekki búið að tala nóg og lýsa yfir nógu miklum áhyggjum? Við erum í einstakri stöðu hér á Íslandi til að gera vel í þessum efnum. Ef fjögur ár í leikskóla eru talin með eru börnin okkar í fjórtán ár í ‘’skyldu’’ námi. Samt sem áður er okkur ekki að takast að skila þeim betur undirbúnum út í lífið til frekara náms en svo að stór hluti þeirra getur ekki lesið sér til gagns að loknum grunnskóla. Í hvað fóru þessi 14 ár? Af hverju hefur okkur mistekist svona hrapalega? Af hverju drögumst við stöðugt aftur úr öðrum þjóðum í þessum efnum? Við erum búin að vera of lengi aðgerðalaus Nýr ráðherra er að spyrja þessara sömu spurninga og viðurkennir að við sem samfélag erum í vanda með menntakerfið okkar. Það þýðir ekki að allt sé ómögulegt, þar er mjög margt gott í íslensku skólakerfi en við getum samt gert svo miklu betur. Það er kominn tími á að við hættum að skammast og kenna öllum nema okkur sjálfum um stöðuna sem upp er komin. Menntakerfið með sínum kostum og göllum er mannannaverk. Börnin okkar eru ekki að hljóta þá menntun sem við viljum og þurfum á að halda sem samfélag. Það er staðreynd sem þarf að breyta. Vestmannaeyjabær er skólasamfélag Við höfum stigið skref hér í Eyjum til að gera betur fyrir nemendur og er þróunarverkefnið Kveikjum neistann flaggskipið okkar. Skólafólkið okkar er að gera frábæra hluti nemendur, foreldrar, bókasafnið og samfélagið allt tekur þátt. Kveikjum neistann er heildstæð breyting á skóladeginum og skipulagi hans - og þetta virkar. Við erum að vanda okkur og höfum alla tíð fylgst vel með og mælt væntingar og ánægju foreldra, kennara og barnanna. Þar erum við að sjá jákvæðar og ítrekað góðar niðurstöður. Verkefnið hefur kallað eftir því frá byrjun að fá meiri stuðningi við mælingar og ég myndi fagna því að fá meiri og betri stuðning frá menntakerfinu í þeim efnum. Það er mikilvægt að gera vel ef fleiri skólar og sveitarfélög vilja feta þessa leið. Við getum verði ósamála um hvernig og hvað er sagt, með hvað hætti það er gert en er það í raun aðalmálið? Takk Inga fyrir að setja menntun rækilega á dagskrá. Þetta eru stóru málin. Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeir í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg . Í mikilvægi fyrir þjóðina og framtíð hennar trompar þessi málflokkur allt annað; hvort sem það heitir verðbólga, stýrivextir, fiskveiðistjórnun, orkumál, ríkisfjármál, samgöngumál, húsnæðismál, Evrópumál eða hvað annað sem nöfnum tjáir að nefna. Er ekki búið að tala nóg og lýsa yfir nógu miklum áhyggjum? Við erum í einstakri stöðu hér á Íslandi til að gera vel í þessum efnum. Ef fjögur ár í leikskóla eru talin með eru börnin okkar í fjórtán ár í ‘’skyldu’’ námi. Samt sem áður er okkur ekki að takast að skila þeim betur undirbúnum út í lífið til frekara náms en svo að stór hluti þeirra getur ekki lesið sér til gagns að loknum grunnskóla. Í hvað fóru þessi 14 ár? Af hverju hefur okkur mistekist svona hrapalega? Af hverju drögumst við stöðugt aftur úr öðrum þjóðum í þessum efnum? Við erum búin að vera of lengi aðgerðalaus Nýr ráðherra er að spyrja þessara sömu spurninga og viðurkennir að við sem samfélag erum í vanda með menntakerfið okkar. Það þýðir ekki að allt sé ómögulegt, þar er mjög margt gott í íslensku skólakerfi en við getum samt gert svo miklu betur. Það er kominn tími á að við hættum að skammast og kenna öllum nema okkur sjálfum um stöðuna sem upp er komin. Menntakerfið með sínum kostum og göllum er mannannaverk. Börnin okkar eru ekki að hljóta þá menntun sem við viljum og þurfum á að halda sem samfélag. Það er staðreynd sem þarf að breyta. Vestmannaeyjabær er skólasamfélag Við höfum stigið skref hér í Eyjum til að gera betur fyrir nemendur og er þróunarverkefnið Kveikjum neistann flaggskipið okkar. Skólafólkið okkar er að gera frábæra hluti nemendur, foreldrar, bókasafnið og samfélagið allt tekur þátt. Kveikjum neistann er heildstæð breyting á skóladeginum og skipulagi hans - og þetta virkar. Við erum að vanda okkur og höfum alla tíð fylgst vel með og mælt væntingar og ánægju foreldra, kennara og barnanna. Þar erum við að sjá jákvæðar og ítrekað góðar niðurstöður. Verkefnið hefur kallað eftir því frá byrjun að fá meiri stuðningi við mælingar og ég myndi fagna því að fá meiri og betri stuðning frá menntakerfinu í þeim efnum. Það er mikilvægt að gera vel ef fleiri skólar og sveitarfélög vilja feta þessa leið. Við getum verði ósamála um hvernig og hvað er sagt, með hvað hætti það er gert en er það í raun aðalmálið? Takk Inga fyrir að setja menntun rækilega á dagskrá. Þetta eru stóru málin. Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar