Innlent

Mennta­mála­ráð­herra tekur yfir hjúkrunarheimilin

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Málaflokkurinn verður enn sem áður í stjórn félagsmálaráðuneytisins.
Málaflokkurinn verður enn sem áður í stjórn félagsmálaráðuneytisins. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra mun fara með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á málaflokknum verður þó enn hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

Ráðuneytin greina frá því í tilkynningu að samkomulagi hafi verið náð milli félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra um þetta, með staðfestingu forsætisráðuneytisins.

Ragnar Þór Ingólfsson tók nýlega við sem félags- og húsnæðismálaráðherra en áður sinnti Inga því embætti. Hún varð mennta- og barnamálaráðherra eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson sagði embættinu af sér vegna veikinda.

„Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu hjúkrunarheimila og náðist góður árangur í málaflokknum á síðasta ári. Um átaksverkefni er að ræða og eru þessar breytingar liður í því að fylgja eftir áframhaldandi uppbyggingu á kjörtímabilinu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×