Körfubolti

Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taiwo Badmus var stigaghæstur í liði Tindastóls í Síkinu í kvöld.
Taiwo Badmus var stigaghæstur í liði Tindastóls í Síkinu í kvöld. vísir/Anton

Tindastóll varð að sætta sig við sex stiga tap á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb á Sauðárkróki í kvöld í næstsíðasta leik sínum í riðlakeppni Norður-Evrópu-deildarinnar.

Dinamo Zagreb vann leikinn 110-104 eftir að hafa byrjað leikinn 19-4 og Stólarnir voru allan tímann að elta.

Stólarnir voru komnir áfram í útsláttarkeppnina en töpuðu nú í fyrsta sinn á heimavelli í keppninni.

Tindastóll er í sjötta sæti deildarinnar með fimm sigra og tvö töp.

Taiwo Badmus skoraði 22 stig, Ivan Gavrilovic var með 21 stig og Dedrick Basile skoraði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Davis Geks var með 14 stig og Adomas Drungilas skoraði 12 stig en stighæsti íslenski leikmaðurinn var Sigtryggur Arnar Björnsson með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×