Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar 23. janúar 2026 09:47 Að jafnt sé gefið Þau sem þekkja mig vita að ég er kappsamur að eðlisfari, hvort heldur sem er í íþróttum eða viðskiptum. Fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi er ekki ólíkur góðum kappleik því þar ríkir öflug samkeppni sem heldur fólki á tánum og skilar ábata til neytenda. Það er þó grunnforsenda að leikurinn sé sanngjarn og reglurnar þær sömu fyrir alla. Því miður hefur Reykjavíkurborg hallað undirlagi samkeppni á fjarskiptamarkaði verulega. Árið 2024 ákvað Reykjavíkurborg að hækka gjaldskrá fyrir afnotaleyfi af borgarlandi um 850%. Greiða þarf fyrir slíkt afnotaleyfi í hvert sinn sem fyrirtæki standa í einhvers konar framkvæmdum, svo sem þegar ljósleiðari er lagður innan Reykjavíkurborgar. Með þessari ákvörðun fór verðið á hverju leyfi úr 26.940 kr. árið 2023 í 241.250 kr. auk 14.900 kr. umsýslugjalds ári síðar. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Mílu og fjölda annarra hefur þessari hækkun ekki verið hnikað. Skerðing á samkeppni Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimtir slík gjöld og með hækkuninni eru rekstrarforsendur fyrir uppbyggingu ljósleiðara í eldri hverfum borgarinnar hreinlega brostnar. Það vill svo til að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitunnar, sem er í meirihlutaeigu borgarinnar, hefur þegar lokið öllum helstu framkvæmdum í borgarlandinu, þar sem yfir þriðjung allra heimila, fyrirtækja og stofnana er að finna. Hækkunin hefur því lítil áhrif á helsta samkeppnisaðila Mílu, en fellur með fullum þunga á Mílu, sem hefur staðið í umfangsmiklum framkvæmdum við að skipta út eldra koparkerfi fyrir ljósleiðara. Með hækkun afnotagjaldsins stuðlar Reykjavíkurborg óbeint að einokun á afmörkuðum svæðum borgarinnar og dregur úr heilbrigðri samkeppni. Ákall um sanngirni Stjórnvöld hafa lengi talað fyrir heilbrigðri innviðasamkeppni, þar sem möguleiki er á slíku, enda tryggir hún hag neytenda. Slík stefna kallar á jafnræði og fyrirsjáanleika. Það skýtur skökku við þegar opinber gjöld eru hækkuð um 850% án nokkurs samráðs eða haldbærra skýringa og að með því sé samkeppnisstaða fyrirtækja skekkt verulega. Ég skora á borgarfulltrúa meirihlutans að svara þessu bréfi og um leið nýta tækifærið til að sýna borgarbúum og atvinnurekendum hér í borg hvar hugur þeirra stendur í þessu máli. Samkeppni er góð, hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum, en hún verður að fara fram á jöfnum grundvelli. Höfundur er forstjóri Mílu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Að jafnt sé gefið Þau sem þekkja mig vita að ég er kappsamur að eðlisfari, hvort heldur sem er í íþróttum eða viðskiptum. Fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi er ekki ólíkur góðum kappleik því þar ríkir öflug samkeppni sem heldur fólki á tánum og skilar ábata til neytenda. Það er þó grunnforsenda að leikurinn sé sanngjarn og reglurnar þær sömu fyrir alla. Því miður hefur Reykjavíkurborg hallað undirlagi samkeppni á fjarskiptamarkaði verulega. Árið 2024 ákvað Reykjavíkurborg að hækka gjaldskrá fyrir afnotaleyfi af borgarlandi um 850%. Greiða þarf fyrir slíkt afnotaleyfi í hvert sinn sem fyrirtæki standa í einhvers konar framkvæmdum, svo sem þegar ljósleiðari er lagður innan Reykjavíkurborgar. Með þessari ákvörðun fór verðið á hverju leyfi úr 26.940 kr. árið 2023 í 241.250 kr. auk 14.900 kr. umsýslugjalds ári síðar. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Mílu og fjölda annarra hefur þessari hækkun ekki verið hnikað. Skerðing á samkeppni Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimtir slík gjöld og með hækkuninni eru rekstrarforsendur fyrir uppbyggingu ljósleiðara í eldri hverfum borgarinnar hreinlega brostnar. Það vill svo til að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitunnar, sem er í meirihlutaeigu borgarinnar, hefur þegar lokið öllum helstu framkvæmdum í borgarlandinu, þar sem yfir þriðjung allra heimila, fyrirtækja og stofnana er að finna. Hækkunin hefur því lítil áhrif á helsta samkeppnisaðila Mílu, en fellur með fullum þunga á Mílu, sem hefur staðið í umfangsmiklum framkvæmdum við að skipta út eldra koparkerfi fyrir ljósleiðara. Með hækkun afnotagjaldsins stuðlar Reykjavíkurborg óbeint að einokun á afmörkuðum svæðum borgarinnar og dregur úr heilbrigðri samkeppni. Ákall um sanngirni Stjórnvöld hafa lengi talað fyrir heilbrigðri innviðasamkeppni, þar sem möguleiki er á slíku, enda tryggir hún hag neytenda. Slík stefna kallar á jafnræði og fyrirsjáanleika. Það skýtur skökku við þegar opinber gjöld eru hækkuð um 850% án nokkurs samráðs eða haldbærra skýringa og að með því sé samkeppnisstaða fyrirtækja skekkt verulega. Ég skora á borgarfulltrúa meirihlutans að svara þessu bréfi og um leið nýta tækifærið til að sýna borgarbúum og atvinnurekendum hér í borg hvar hugur þeirra stendur í þessu máli. Samkeppni er góð, hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum, en hún verður að fara fram á jöfnum grundvelli. Höfundur er forstjóri Mílu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun