Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 12:00
Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 11:33
Laugardalsvöllur tekur lit Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist. Fótbolti 29. apríl 2025 10:31
„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Bjarki Gunnlaugsson vildi ljúka fótboltaferli sínum, ferli sem honum þótti sjálfum ekkert sérstakur, með sem allra bestum hætti og lagði allt í sölurnar fyrir sumarið 2012. Um þetta ræddi hann í þáttaröðinni A&B sem fjallar um Skagatvíburana Arnar og Bjarka. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 09:02
Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims. Fótbolti 29. apríl 2025 08:31
Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Valur og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 4. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöld á meðan að Fram vann 3-0 gegn Aftureldingu. ÍBV hélt áfram að koma á óvart með 3-2 sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Öll mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 07:56
TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þegar ÍBV tryggði sér krafta bandaríska framherjans Allison Lowrey í vetur fékk félagið ekki bara góðan liðsstyrk í Lengjudeildina heldur einnig TikTok-stjörnu með fleiri fylgjendur en búa á Íslandi. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 07:33
Leeds sló eigið stigamet Leeds United hefur slegið eigið stigamet í ensku knattspyrnunni. Enski boltinn 28. apríl 2025 23:32
Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enska knattspyrnufélagið Aston Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu úrvalsdeildarinnar á leikdegi félagsins gegn Tottenham Hotspur. Leikurinn á að fara fram sunnudaginn 18. maí en í yfirlýsingu Tottenham segir að félagið hafi þegar rætt við úrvalsdeildina um að færa leikinn. Enski boltinn 28. apríl 2025 23:02
„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar Fram lagði Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld. Rúnar hrósaði Mosfellingum fyrir sína spilamennsku og var afar ánægður með að sigurinn og mörkin þrjú. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 22:29
Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Nokkrir stuðningsmenn Vals mættu með borða á leik liðsins gegn Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. var skilaboðunum beint til Gylfa Þórs Sigurðssonar sem gekk í raðir Víkings frá Val fyrir leiktíðina. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 22:14
„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 21:36
Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Fram sigraði Aftureldingu sannfærandi 3-0 á Lambhagavellinum í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Sigur Fram var aldrei í hættu og náðu Mosfellingar ekki að fylgja eftir frábæri frammistöðu á móti Víkingum í síðustu umferð. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 21:15
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 21:10
Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram ÍBV vann í kvöld góðan útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið upp í 2. - 3. sæti Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 19:40
Dagur Örn sagður á leið til FH Dagur Örn Fjeldsted er sagður á leið til FH á láni frá Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 18:03
Leiksigur Wright vekur lukku Arsenal-goðsögnin Ian Wright fer mikinn í auglýsingu þýska íþróttaframleiðandans Adidas vegna leiks Arsenal og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 28. apríl 2025 15:46
Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 14:17
Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. Fótbolti 28. apríl 2025 12:01
Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Bochum á enn von um að halda sér uppi í þýsku 1. deildinni í fótbolta nú þegar liðið er öruggt um þrjú stig úr leik fyrir fjórum mánuðum við Union Berlín sem reyndar endaði 1-1. Fótbolti 28. apríl 2025 11:31
Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Breski ríkismiðillinn BBC þrýstir nú á það að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar þann 17. maí fari fram klukkan þrjú að staðartíma, til að öruggt sé að bikarmeistarar verði krýndir nokkru áður en Eurovision hefst í Basel um kvöldið. Enski boltinn 28. apríl 2025 09:33
María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Í lokaþætti A&B, þáttanna um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, var meðal annars fjallað um það hvernig Arnar fékk starfið sem aðalþjálfari Víkings. Kona hans, María Builien Jónsdóttir, átti sinn þátt í því. Fótbolti 28. apríl 2025 09:00
Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Enski boltinn 28. apríl 2025 08:30
Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH KR-ingar slógu upp veislu í Laugardalnum í gær þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn, 5-0. KA skoraði sigurmark nokkrum sekúndum eftir að FH jafnaði og Breiðablik kom sér yfir Vestra á toppinn. Mörkin úr Bestu deild karla í gær má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 08:00
Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Fótbolti 28. apríl 2025 07:00
Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Franska Íslendingafélagið Lille er langefst á listanum yfir þau evrópsku fótboltafélög sem hafa hagnast mest á leikmannamarkaðnum undanfarin tíu ár. Fótbolti 28. apríl 2025 06:32
Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð. Lífið 28. apríl 2025 00:01
„Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, sparaði ekki stóru orðin eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í dag. Fótbolti 27. apríl 2025 22:31
„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ „Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 21:30
Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce nældu sér í mikilvægt stig er liðið heimsótti Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 27. apríl 2025 20:44