Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þarna var bara verið að tikk­a í box“

Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka.

Innlent
Fréttamynd

Hvað hafa sjó­menn gert Sam­fylkingunni?

Nú er annari umræðu um fjárlög 2025 á Alþingi lokið, næst er það afgreiðslan sjálf. Í fjárlögunum er m.a. tillaga um afnám tilfærslur á milli skattþrepa hjá hjónum. Sérstakleg er hér að ræða efsta þrepi sem ber skattprósentuna 46,29%.

Skoðun
Fréttamynd

Vest­firðingar sjá fram á þrenn ný jarð­göng

Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi.

Innlent
Fréttamynd

Veiði­gjald á þorski nánast tvö­faldað milli ára

Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun um fjár­hæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venju­lega

Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráð­leggja fjár­festum að selja

Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim.

Innherji
Fréttamynd

Högnuðust um rúma tvo milljarða

Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

And­staða al­mennings hvati til að búa vel um hnútana

Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Reisa minnis­merki um síðutogaraútgerð á Akur­eyri

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins.

Innlent
Fréttamynd

Svaka­legur lax á Snæ­fells­nesi

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf.

Innlent
Fréttamynd

Björk og Rosalía í hart við ís­lenska ríkið

Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín.

Innlent