Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Gunnar Jónsson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann kemur til samtakanna frá lögmannsstofunni Logos. Viðskipti innlent 17.12.2025 15:48
Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Innlent 17.12.2025 14:18
„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17.12.2025 12:55
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent 16.12.2025 11:29
Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16. desember 2025 10:13
Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16. desember 2025 09:26
Saman gegn fúski Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Skoðun 12. desember 2025 12:33
Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Vöruhönnuðurnir Bríet Sigtryggsdóttir og Erla Lind Guðmundsdóttir veltu því fyrir sér hvernig Íslendingar myndu framleiða Labubu ef skorið yrði á tengsl landsins við umheiminn. Við tók langt ferli þar sem þær smíðuðu íslenskt lambubu úr kindahorni, ull, heststagli, fiskaugum og roði. Tíska og hönnun 12. desember 2025 07:02
Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11. desember 2025 21:51
Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Hampiðjan hefur sameinað alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu Eldi. Félagið verður með höfuðstöðvar í Noregi og verður eitt stærsta félag heims í sölu til og þjónustu við fiskeldi. Viðskipti innlent 8. desember 2025 10:49
„Töluvert minni hækkun“ veiðigjalda á stóru félögin en greinendur bjuggust við Sumir greinendur hafa hækkað nokkuð verðmöt sín á stóru sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni eftir að veiðigjöld næsta árs voru í birt í gær. Útlit er fyrir að aukning gjaldanna á næsta ári verði „töluvert minni“ en áður var ráðgert. Innherji 6. desember 2025 12:16
Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Viðskipti innlent 5. desember 2025 16:21
Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári. Viðskipti innlent 5. desember 2025 14:53
Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Skoðun 5. desember 2025 14:45
Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Hann leysir Kristján Vilhelmsson af hólmi, sem sinnti starfinu í 43 ár. Viðskipti innlent 2. desember 2025 16:31
Ófyrirsjáanleiki og óvissa eru fylgifiskar íslensks sjávarútvegs Afkoma skráðu útgerðarfélaganna á þriðja ársfjórðungi var einhver sú besta í nokkurn tíma og langt umfram væntingar greinenda og fjárfesta. Umræðan 2. desember 2025 07:56
Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráðleggja fjárfestum að selja Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim. Innherji 1. desember 2025 16:49
Högnuðust um rúma tvo milljarða Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu. Viðskipti innlent 28. nóvember 2025 18:59
Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. Innlent 26. nóvember 2025 20:20
Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Á þessum síðustu og verstu tímum þegar íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir umtalsverðum samdrætti í þorskafla vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort við getum lært af reynslu annarra þjóða. Skoðun 26. nóvember 2025 15:30
Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu. Innlent 26. nóvember 2025 12:14
Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur nú kallað eftir því að Hafrannsóknarstofnun geri burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum í firðinum. Innlent 26. nóvember 2025 08:51
Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Matvælastofnun hefur hafið rannókn eftir að tilkynning barst frá Kaldvík á þriðjudaginn fyrir viku um þrjú göt á nótarpoka einnar kvíar á eldissvæðinu Hafranesi í Reyðarfirði. Innlent 25. nóvember 2025 14:57
Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins. Innlent 25. nóvember 2025 14:38
Þorsteinn Már hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála þegar þau voru veitt þriðja sinni við hátíðlega athöfn á Hátíðarkvöldi Þjóðmála á fimmtudag í síðustu viku. Innherji 25. nóvember 2025 12:38